Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201130 Mér brá við að lesa þessa bók, hafði ekki velt því fyrir mér hvað nákvæmlega gæti falist í því, fyrir okkar daglega líf, að olíu væri ekki lengur að hafa. Eftir að ég skrifaði um þessa bók á lítt þekktri heimasíðu hafði samband við mig læknir sem einnig hafði lesið hana og hafði sömuleiðis áhyggjur af hugsanlegum sjálfskaparvítum siðmenningarinnar, en jafnframt sagði hann mig vera hinn heilbrigðisstarfsmanninn sem hann vissi um sem velti afleiðingum komandi olíuþurrðar fyrir sér. Allir aðrir sem við höfum rætt þetta við hafa yppt öxlum og sagt: „Það kemur alltaf ný tækni og þetta reddast.“ Þar sem olía er bæði ódýr og meðfærilegur orkugjafi hefur hún verið drifkraftur hátæknisamfélagsins. Sá auður, sem skapast hefur með auðlindanýtingu og alþjóðaviðskiptum, er grunnur þess að við njótum öflugs heilbrigðiskerfis. Það kerfi og sá árangur, sem náðst hefur við uppbyggingu þess, er í hættu því að olíuþurrð þýðir miklu meira fyrir Íslendinga en að þurfa að leggja bílnum og hjóla í vinnuna eða taka metanstrætó: Það er ekki til neinn annar orkugjafi sem tryggir flugvélum kraft til að hefja sig á loft, því mun innflutningur með flugi (lyf, matvæli) leggjast af. Engar stórtækar aðgerðir eru í gangi til að breyta skipavélum í samræmi við nýtingu annarrra orkugjafa. Allt plast, sem er í öllum okkar einnota verkfærum, er unnið úr olíu. Matvælaöryggi landsmanna af landbúnaði og sjávarfangi er algerlega háð olíu. Horfið í kringum ykkur á heimili og á vinnustað og hugsið þetta lengra. Framtíðarverkefni hjúkrunarfræðinga munu því verða í afar breyttum menningarheimi. Alveg örugglega verðum við efnislega fátækari. Flestir íbúar Evrópu kynda hús sín með gasi og olíu, á Íslandi eru þó möguleikar fyrir hendi til að íbúar geti sinnt ýmsum grunnþörfum í olíukreppu: jarðhiti, rafmagnsvirkjanir og repjuolía. Með hruni efnahagskerfa heimsins getur farið svo að starf okkar beinist mun meira að forvörnum, heilsugæslu og fræðslu heldur en hátæknisjúkrahúsum, eingöngu af því að þau verða ekki lengur til staðar. Velferðarkerfið er ekki einungis nýtilkomið í okkar sögu heldur stendur það á brauðfótum. Læknirinn, sem ég minntist á hér á undan, hafði verið í almannavarnastarfi og sagði mér að á höfuðborgarsvæðinu væru til matarbirgðir til þriggja mánaða og lyfjabirgðir til tveggja mánaða, kæmi til hamfara. Dags daglega sólundum við af þessum vöruflokkum því enginn veltir þeim möguleika fyrir sér að lífsstíll okkar sé ósjálfbær og að fara þurfi sparlega með það sem við höfum. Við erum nær öll alin upp við tæknina rétt eins og um trúarbrögð væri að ræða. Sigurður Harðarson, punknursester@gmail.com Ég hugsa oft um hversu mikið áfall þessi breytti veruleiki verði fyrir okkur sem höfum alist upp við velferðarkerfi og fullan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Níræður skjólstæðingur minn sýndi mér skakka upphandleggi sína, hann hafði brotnað báðum megin fyrir margt löngu, „en það var langt í lækninn svo ég þurfti bara að harka af mér,“ sagði hann. Hann var þá þriggja ára barn og heilbrigðiskerfi var hreinlega ekki til staðar. Auðvitað er þekking okkar og reynsla hluti af okkur og verður áfram til staðar hvað sem öðru líður. Ég hef fulla trú á samfélagi manna til að aðlagast breyttum aðstæðum og ég veit að ekkert fær fólk til að vinna betur saman og hjálpa hvert öðru af meiri óeigingirni en hamfarir. En við verðum að vera meðvituð um að hver einasta lyfjaeining, sem við gefum fólki, er innflutt. Í hamförum olíukreppunnar getum við ekki reiknað með hjálpargögnum frá öðrum löndum því allur hinn siðmenntaði heimur mun verða eitt hamfarasvæði. Ég er ekki að reyna að draga upp sem svartasta mynd, ég er einungis að reyna að átta mig á hvaða veruleika við munum þurfa að lifa og starfa við. Getur það orðið þannig að við munum bókstaflega ekkert hafa í höndunum nema einföldustu tæki og fjallagrös? Verður hesthús við hverja heilbrigðismiðstöð fyrir fararskjóta hjúkrunarfræðinganna? Hvaða áhrif hefur þetta á lýðheilsu almennt? Verðum við hraustari þegar upp er staðið og, þrátt fyrir allt, sterkara samfélag? Ég veit það ekki en ég vil vera við öllu búinn. Ég skora á Helgu Pálmadóttur að skrifa næsta þankastrik. ÞANKASTRIK HJÚKRUN Í FÁTÆKARA SAMFÉLAGI Fyrir nokkrum árum las ég bókina „The Party’s Over – Oil, War and the Fate of Industrial Societies“ eftir Richard Heinberg. Í þeirri bók lýsir höfundur hugsanlegum áhrifum olíuþurrðar á iðnvædd samfélög og fer jafnframt yfir möguleikana á því að þau tímamót fari að skella á okkur. Sigurður Harðarson er hjúkrunarfræðingur á slysa­ og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.