Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201132
Höfundur bókarinnar Kynlíf, heilbrigði, ást
og erótík er Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. Hún
er hjúkrunarfræðingur með sérmenntun
á sviði kynfræðslu og sérfræðingur í
klínískri kynfræði (NACS). Jóna Ingibjörg
hefur margra ára reynslu af kennslu,
ráðgjöf og rannsóknum í kynfræði.
Hún er fyrsti Íslendingurinn til að hljóta
sérfræðiviðurkenningu í klínískri kynfræði
og hefur fjallað á ólíkan hátt um fræðasvið
sitt í ræðu og riti. Hún rekur Kynstur
ráðgjafaþjónustu, starfar í heilsugæslunni
og einnig sem kynlífsráðgjafi við verkefnið
Kynlíf og krabbamein á LSH. Hún er
hugmyndasmiður og útgefandi spilsins
Kynstrin öll.
Kynlíf er ein af grunnþörfum mannsins, það
er hluti af sjálfmynd okkar og flest viljum
við geta stundað kynlíf en fá okkar ræða
það. Bannhelgi hvílir á umræðunni en því
skyldi maður ekki halda að það væri jafn
mikilvægt að ræða kynlíf eins og aðrar
grunnþarfir mannsins? Hjúkrunarfræðingar
hljóta margvíslega menntun þar sem
fjallað er um manninn frá mörgum hliðum.
Þessi menntun gerir hjúkrunarfræðingum
kleift að hafa góðan skilning á þörfum
mannsins. Fólk er oft tilbúið að segja
hjúkrunarfræðingum „alla söguna“ og
treystir hjúkrunarfræðingum til að hafa
þekkingu til að taka við persónulegum
upplýsingum og vinna úr þeim. En það er
ekki alltaf auðvelt að ræða kynlíf annarra.
Það er algengt að þegar einstaklingar
leggjast inn á spítala vegna veikinda
eða fötlunar að þeir aftengist kynverund
sinni, þ.e. látið er sem um kynlausar
verur sé að ræða og varla spurt um
kynlífsvenjur. Í bók Jónu Ingibjargar er
fjöldinn allur af leiðbeiningum til að hjálpa
fagfóki til að spyrja spurninga er varða
kynverund mannsins. Einnig vekur bókin
bæði heilbrigðisstarfsfólk og almenning
til umhugsunar um hvað kynlíf skiptir í
raun alla miklu máli hvort sem um er
að ræða sjúka eða heilbrigða. Höfundur
er einnig gagnrýninn á hluti er tengjast
kynverundinni og það sem betur mætti fara
í samfélagi okkar. Þar má til dæmis nefna
kafla er nefnist Heilbrigt kynlíf, fræðsla
og félagsmótun þar sem bent er á að
kynheilbrigðismál séu vanrækt á Íslandi.
Hún bendir einnig á að þjálfun fagfólks
sé takmörkuð og lítil endurmenntun sé í
boði. Höfundur fjallar einnig um mál eins
og kynferðislegan þroska barna sem oft
og tíðum er mjög viðkvæmt málefni en
þessu efni eru gerð góð skil og lesanda
gefin góð yfirsýn um það sem ætti að vera
skyldulesning fyrir alla uppalendur ásamt
heilbrigðis og uppeldisstéttum.
Bókin er mjög aðgengileg og henni skipt
í 13 kafla ásamt tveimur viðbótarköflum.
Umfjöllunarefnin eru margvísleg og fjölbreytt
eins og kaflaheitin bera með sér: Hvað er
kynfræði? – Heilbrigðisstéttir og hlutverk
þeirra – Sjúkdómar, fötlun og kynlíf –
Áfengi, vímuefni og kynlíf – Kynlegir kvistir –
Kynferðislega opinskátt efni – Einstakt kynlíf
og erótík – Klínísk kynfræði – Kynlöngun og
togstreita – Kynsvörun karla og kvenna – Í
ökkla eða eyra – Heilbrigt kynlíf, fræðsla
og félagsmótun – Kynverund barna. Við
byrjun hvers kafla er erótísk mynd af
fólki, í hverjum kafla eru litlir undirkaflar.
Allir kaflarnir eiga það sameiginlegt að
fræðilegar heimildir eru fléttaðar saman
við reynslu og hugsanir höfundarins. Í
lok hvers kafla er svo stutt samantekt og
aftast í bókinni er atriðisorðaskrá. Bókin er
auðveld aflestrar og oft og tíðum fyndin og
í senn mjög áhugaverð.
Kaflinn Kynlegir kvistir, sem fjallar um
fjölbreytileika kynhegðunar, vakti mikla
athygli hjá mér. Mér fannst kaflinn afar
fróðlegur og skemmtilegur og undirstrikaði
að kynlíf og kynhneigð fólks er ekki eitthvað
sem er rétt eða rangt heldur er það
einstaklingsins að finna út með sjálfum sér
hvað sé rétt fyrir hann.
Eins og sjá má hér að ofan er víða komið
við í bókinni. Höfundur segir í formála
bókarinnar að hann vilji með þessari bók
styrkja viti borna umræðu um þau ýmislegu
málefni er tengjast kynverund mannsins.
Jafnframt segir Jóna Ingibjörg að hún
vilji miðla til Íslendinga þeirri þekkingu og
reynslu sem hún hafi aflað sér á liðnum
áratugum. Bókin er skrifuð með fagfólk í
huga, eins og heilbrigðis og uppeldisstéttir,
en einnig er hún ætluð hverjum þeim sem
vill dýpka hugmyndir sínar um kynverund
mannsins. Mín skoðun er sú að Jónu
Ingibjörgu takist vel upp. Með lestri
bókarinnar hefur sjóndeildarhringur minn
víkkað, ég er opnari á umræðuna um kynlíf
og ég vil leggja mitt af mörkum til að gera
fólk meðvitaðra um mikilvægi kynverundar
einstaklingsins.
Þetta er aðgengileg fræðibók og löngu
tímabær og ég tel að sem flestir ættu að
kynna sér hana því með aukinni þekkingu
dregur úr fordómum gagnvart hinu ólíka
litrófi kynverundar mannsins.
Sólrún Ólína Sigurðardóttir er hjúkrunar
fræðingur á Heilsugæslustöðinni í Sala
hverfi og stundar þverfræðilegt nám í
kyn fræði við Háskóla Íslands. Hún hefur
sem skólahjúkrunarfræðingur verið með
kyn fræðslu og einnig tekið þátt í gerð
kynfræðslu efnis fyrir grunnskólanema.
Sólrún Ólína Sigurðardóttir, solrun@salus.is
BÓKARKYNNING
KYNLÍF, ER ÞÖRF Á UMRÆÐU?
Kynlíf – heilbrigði ást og erótík. Höfundur:
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. Útgefandi:
Bókaútgáfan Opna, Reykjavík, 2009. ISBN:
9789935100276. Bókin er 407 bls.
Bankastræti 7 • 101 Reykjavík
Sími: 510 6100 • Fax: 510 6150
sereign@lsr.is • www.lsr.iswww.lsr.is
Hlutverk LSR er að taka á móti
iðgjöldum sjóðfélaga og ávaxta
þau í sameiginlegum sjóði til að
greiða elli-, örorku-, maka- og
barnalífeyri.
Séreign LSR tekur við frjálsum
viðbótarsparnaði sjóðfélaga. Hvort
sem þú greiðir í A- eða B-deild
LSR ætti framlag í Séreign LSR að
vera eðlileg viðbót.
Á vef LSR, www.lsr.is, geta
sjóðfélagar nálgast yrlit og séð
heildarstöðu lífeyrisréttinda sinna
og iðgjaldaskil launagreiðenda.
Traustur sjóður,
örugg samfylgd