Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201118 æskilegast að aðgangur væri greiður allan sólarhringinn. Á svæðum, þar sem ekki hefur hlotist góður hljómgrunnur fyrir að vera með nálaskiptiþjónustu allan sólarhringinn, hefur verið reynt að koma til móts við gagnrýnendur með því að stytta afgreiðslutíma nálaskiptistöðva í því skyni að laða ekki fíkla að viðkomandi svæði á kvöldin. Rannsóknir sýna hins vegar að lélegt aðgengi að nálum og stuttur afgreiðslutími sölustaða leiðir til þess að fíklar endurnýta og samnýta sprautur og nálar í auknum mæli (Wood o.fl., 2002). Því er ljóst að þessar takmarkanir á afgreiðslutíma vegna kröfu samfélagsins bitna á gæðum þjónustunnar og þar af leiðandi notendum hennar en stuttur afgreiðslutími er einmitt aðalástæða þess að sprautunotendur eiga erfitt með að fá nálar (Wood o.fl., 2002). Í sumum tilfellum hefur því verið gripið til heilsubílanna utan afgreiðslutíma til þess að auka aðgengi ef afgreiðslutími nálaskiptistöðva er takmarkaður. Ein leið til að veita sólarhringsaðgang að hreinum sprautum og nálum er að setja upp sjálfsala (Wood o.fl., 2002). Sjálfsalarnir virðast draga til sín annars konar hóp sprautunotenda en apótek og jafnvel nálaskiptistöðvar og eru því góð viðbót við þá þjónustu sem fyrir er. Rannsóknir sýna að notendur sjálfsalanna eru yngri og síður í tengslum við heilbrigðiskerfið og ekkert bendir til þess að vera sjálfsalanna stuðli að því að vímuefnaneytendur færi neyslu sína yfir í sprautuneyslu (Obadia o.fl., 1999). Rannsókn Obadia og félaga sýndi að í flestum tilfellum voru notendur sjálfsala ósmitaðir og óalgengt að þeir samnýttu sprautubúnað. Taka skal fram að mikilvægt er að ná til þeirra sem yngri eru og hafa sprautað sig í stuttan tíma því vitað er að sprautunotendur tileinka sér hegðun sem ákvarðast að miklu leyti í upphafi sprautuferilsins (Frajzyngier o.fl., 2007). Gagnrýni og árangur nálaskiptistöðva Gagnrýnendur nálaskiptiþjónustu telja að hún hafi neikvæð áhrif á þau svæði eða hverfi þar sem stöðin er staðsett. Meðal annars hefur fólk velt upp þeirri spurningu hvort ofbeldisverkum fjölgi á svæðum sem slík þjónusta er starfrækt. verið opnaðar og eftir að aðrar aðgerðir hófust í anda skaðaminnkunar. Árið 2005 hafði nýjum tilfellum í Bandaríkjunum fækkað um 92% frá árinu 1992. Það er aðallega rakið til færri tilfella meðal fíkla og í minni áhættuhegðun í þeirra hópi, eins og samnýtingu sprautunála (CDC, 2007). Næsta skref í skaðaminnkun á Íslandi Sjálfboðaliðaverkefnið, sem sagt er frá í upphafi, er að hefja nú sitt annað starfsár og mun frekari þróun byggjast á fenginni reynslu sem og fyrirmyndum í öðrum löndum. Staðsetning hjólhýsisins hefur breyst á fyrsta starfsárinu í samræmi við aðsókn á hverjum stað. Það er ljóst að staðsetningin hefur mikið að segja varðandi komur. Þar virðist ráðandi þáttur vera að notendur þjónustunnar eigi erindi á staðinn eða að hann sé í leið þeirra. Eins má hjólhýsið ekki vera við fjölfarna götu. Til þess að ná betur til notenda þjónustunnar er því mjög mikilvægt að hafa til umráða farartæki sem hægt er að aka með góðu móti um allar götur borgarinnar sem og miðbæinn og leggja í venjuleg bílastæði. Því miður hefur stærð hjólhýsisins takmarkað mjög aðgengi að slíkum stöðum en nýlega hefur verið keyptur notaður sjúkrabíll sem um þessar mundir er verið að innrétta og laga að þörfum verkefnisins. Mun bíllinn koma að góðum notum við að efla starfsemina en stefnt er að því að vöktum verði fjölgað svo hægt verði að nálgast skjólstæðinga verkefnisins betur. Hjúkrunarfræðingum, sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar í hjólhýsinu, er bent á að hafa samband við Þór Gíslason verkefnisstjóra á netfanginu thorgisla@ redcross.is. Heimildir Centers for Disease Control and Prevention (2005). HIV/AIDS surveillance report, 2005. Sótt 7. febrúar 2008 á http:// www.cdc.gov/hiv/topics/surveil­ lance/resources/reports/2005report/ pdf/2005SurveillanceReport.pdf. Centers for Disease Control and Prevention (2007). Surveillance for acute viral hepatitis United States, 2005. Sótt 7. febrúar 2008 á http://www.cdc.gov/ncidod/diseases/hepatitis/ resource/PDFs/SS5603%20eBook.pdf. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að handtökum og ofbeldisverkum fjölgar ekki þar sem nálaskiptiþjónusta er veitt (Marx o.fl., 2000). Gagnrýnendur skaðaminnkunar og nálaskiptiþjónustu telja jafnframt að nálaskiptistöðvar fjölgi sprautunotendum. Fisher o.fl. (2003) sýndu hins vegar að engin tengsl voru á milli fjölgunar vímuefnaneytenda sem sprauta sig og aðgengilegrar nálaskiptiþjónustu. Einnig hafa gagnrýnendur áhyggjur af því að nálaskiptiþjónusta geti haft slæm áhrif á unglinga og ýti undir jákvætt viðhorf þeirra til ólöglegrar vímuefnaneyslu. Rannsókn Marx o.fl. (2001) sýndi þvert á móti að sú var ekki raunin hjá meirihluta unglinganna og bentu niðurstöðurnar til þess að tæplega helmingur unglinganna teldi sýnileika sprautunotenda fæla áhorfendur frá vímuefnaneyslu. Rannsóknir hafa gjarnan beinst að árangri nálaskiptiþjónustunnar og benda þær flestar til að slík þjónusta geri gagn (MacDonald o.fl., 2003). Rannsókn, sem gerð var í 99 borgum víðs vegar um heiminn, sýndi að 18,6% færri einstaklingar höfðu smitast af HIV á ári í borgum sem höfðu tekið upp nálaskiptiþjónustu en þeim hafði fjölgað um 8,1% í þeim borgum sem ekki höfðu sett á stofn slíka þjónustu (MacDonald o.fl., 2003). Rannsókn í Hvíta­Rússlandi sýndi einnig að færri smituðust af HIV og áætlaði að með nálaskiptiþjónustu hefði tekist að koma í veg fyrir 414 slíkar sýkingar. Í Merseyside, þar sem nálaskiptistöðvar voru opnaðar áður en HIV­smit náði að breiðast út á meðal sprautunotenda, tókst að koma í veg fyrir faraldur. Til viðbótar urðu fíklarnir einnig heilsuhraustari og uppfræddari fyrir tilstilli nálaskiptistöðva. Góður árangur í Merseyside er meðal annars rakinn til þess að margs konar úrræðum var beitt, eins og nálaskiptum, ráðgjöf og samvinnu ýmissa heilbrigðis­ og félagsstofnana, ásamt samvinnu við lögreglu (O´Hare, 2007). Rannsóknir hafa leitt í ljós fækkun á nýjum tilfellum lifrarbólgu C í Bandaríkjunum í kjölfar þess að nálaskiptistöðvar hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.