Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 33
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 29 grunnnámskeið í fjölskylduhjúkrun og deildin hefur síðan tvo lykil hjúkrunar­ fræðinga til að halda utan um starfið á deildinni. Þegar sjúkdómurinn er komin á lokastig og áhersla er lögð á lífslokameðferð, er mikilvægt að fjölskyldan sé vel upplýst um sjúkdóminn og yfirvofandi andlát. Í desember árið 2008 var tekið upp meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga, í daglegu tali kallað „LCP“ og er stytting á Liverpool Care Pathway. Ferlið er upphaflega komið frá the Marie Curie Palliative Care Institute (2010) í Liverpool. Fræðsla og stuðningur við aðstandendur er mikilvægur þáttur í meðferðarferlinu. Þegar ljóst er sjúklingurinn er að deyja og ákvörðun hefur verið tekin um lífslokameðferð er fjölskyldunni afhentur bæklingur sem heitir „Að leiðarlokum“ (Söderström, 2008). Bæklingurinn er fræðsla um einkenni yfirvofandi andláts og ber hjúkrunarfræðingum að fylgja fræðslunni eftir munnlega og útskýra vafaatriði er upp kunna að koma. LCP–meðferðarferlið er gátlisti. Sam­ kvæmt honum er ástand sjúklings metið á 4 klukkustunda fresti og líðan aðstand­ enda metin á 12 tíma fresti. Með notkun LCP–meðferðarferlisins er hjúkruninni á þessu stigi gefið aukið vægi og gildi. Það bætir lífsfyllingu bæði sjúklingsins og aðstandenda hans því öllum þáttum mannlegra þarfa er sinnt. Það kom því ekki á óvart að fljótlega eftir að við fórum að nota þetta meðferðarform fóru aðstandendur að greina frá ánægju sinni með áðurnefndan bækling. Aðstand­ endur nefna hve mikil hjálp er í þessum upplýsingum. Þeir tala um aukið öryggi og vellíðan og eru snortnir af þeirri umhyggju sem þeim er veitt. Við bætum líðan syrgjenda með árangursríkum hætti og það endurspeglast í betri líðan þeirra og meiri sátt í sorgarferlinu. En betur má ef duga skal. Enn vantar upp á að hjúkrunarfræðingar deildarinnar telji sig örugga þegar kemur að því að fara út í umræður um dauðann hvort heldur sem er við sjúklinginn eða aðstandendur hans. Mikilvægt er að efla fræðslu, handleiðslu og sálgæslu hvers konar til að hlúa að starfsfólki þar sem vinnan er bæði krefjandi og nándin við dauðann dag eftir dag er slítandi. Við viljum að allir sem missa ástvin, hvort sem er á spítalanum eða annars staðar, njóti fylgdar. Að engum verði mismunað. Þeir aðstandendur, sem koma til okkar í fylgdina, hafa margoft nefnt hve gott hefði verið að sú fræðsla og fylgd sem við veitum, hefði verið í boði við fyrri áföll og missi. Framtíðarsýn okkar er að setja á laggirnar eins konar fræðslumiðstöð sem veitir leiðsögn frá fyrstu skrefum í völundarhúsi sorgarúrvinnslunnar og sem myndi halda utan um fræðslu á síðari stigum sorgarinnar. Einnig sjáum við tækifæri innan kirkjunnar þar sem kirkjusóknir yrðu efldar í samvinnu við heilsugæslustöðvar. Hugmyndavinna er þegar hafin á þessum vettvangi og er sú vinna í höndum áhugahóps sem sinnir fylgd. Sami hópur hefur staðið að undirbúningi aðventustundar fyrir syrgjendur á landsvísu. Fjölskylduhjúkrun og notkun LCP–með­ ferðar ferlisins er að verða að veru leika á öllum deildum Landspítalans því augljóst er að krabbameinssjúklingar og fjölskyldur þeirra eru ekki þeir einu sem hafa þörf fyrir fylgd og þá hjúkrun sem veitt er með fjölskylduhjúkruninni og LCP meðferðarferlinu. Gæði þessara nýju verkferla í hjúkrun eru óvéfengjanleg og í ljósi þess vonum við að starfsfólk innan heilbrigðiskerfisins tileinki sér þessar nýju vinnuaðferðir með opnum huga og jákvæðni. Vinnuaðferðir þessar eru gefandi og ómetanlegar bæði fyrir þá sem þurfa á þjónustu okkar að halda og okkur sem veitum hana. Heimildir Hauksdottir, A., Steineck G, Fürst, C.J., og Valdimarsdottir, U. A. (2006). Towards bet­ ter measurements in bereavement research: Order of questions and assessed psychologi­ cal morbitity. Palliative Medicine, 20, 11­16. Bragi Skúlason (2005). Ekklar og kvæntir karlar. Sorg, trú og samfélag. Reykjavík: Háskólafjölritun. Dyregrov, K: (2004). Bereaved parents’´ experi­ ence of research participation. Social Science & Medicine, 58, 391­400. Evans, M., Robling, M., Maggs, R.F., Houston, H., Kinnersley, P., og Wilkinson, C. (2002). It doesn‘t cost anything just to ask, does it? The ethics of questionnaire­based research. Journal of Medical Ethics, 28, 41­44. Kreicbergs, U., Valdimarsdottir, U.A., Steineck, G., og Henter, J.­I. (2004). A population­based study of parents’ perception of a question­ naire on their child’s death due to cancer. The Lancet, 364 (9436), 787­789. Marie Curie Palliative Care Institute (2010). Liverpool Care Pathway. Sótt 1. mars 2011 á http://www.healthcareforlondon.nhs.uk/ assets/End­of­life­care/LCP­your­guide­to.pdf. Pennebaker, J.W. (1989). Confession, inhibition, and disease. Í Berkowitz, L. (ritstj.) Advances in Experimental Social Psychology (bls. 211­ 244), New York: Academic Press. Skúlason, B., og Helgason, Á.R. (2010). Identifying obstacles to participation in a questionnaire survey on widowers’’ grief. BMC Palliative Care, 9, 7(April 29 2010). Söderström, U. (2008). Að leiðarlokum. Þýð. Þórunn M. Lárusdóttir. Reykjavík: Lífið, samtök um líknandi meðferð. WHO (2010). World Health Organization: Definition of palliative care 2010. Sótt á http://www.who. int/cancer/palliative/definition/en/. Wright, L.M., og Leahey, M. (2009). Nurses and families: A guide to family assessment and intervention (5. útg.). Philadelphia: F.A. Davis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.