Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 27 hófu starfið. Sr. Bragi og Sigrún Anna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hafa stýrt fylgdinni óslitið síðan 1998. Við upphaf fylgdarinnar var þeim ramma fylgt að hafa samband við aðstandendur þremur til sex mánuðum eftir andlát ástvinar. Með tímanum varð þó ljóst að fræðslan, sem veitt var, nýttist syrgjendum mun fyrr í sorgarferlinu en áður var talið. Fylgdin, eins og hún er framkvæmd nú, skiptist í nokkra þætti. Vandað er til alls umbúnaðar við dánarbeð og leitast er við að skapa aðstandendum tíma til að kveðja. Í flestum tilfellum er höfð bænastund með sjúkrahúspresti eða sóknarpresti fjölskyldunnar og taka aðstandendur á öllum aldri þátt í þessum samveru­ stundum. Hjúkrunarfræðingur viðstaddur andlátið skráir á fylgdarskjal stutt ágrip af sjúkrasögu og aðdraganda andlátsins. Fjórum til sex vikum eftir andlátið er sent samúðarkort. Með kortinu fylgir bréf þar sem boðið er til fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð. Samverustund og fræðsla er veitt sex til átta vikum eftir andlát. Það fer eftir fjölda látinna hversu margar fjölskyldur eru boðaðar hverju sinni. Oftast er fjöldinn í kringum tíu til fimmtán manns. Samverustundin tekur tvær klukkustundir. Endað er með þögn og hljóðri bæn sem tileinkuð er látnum ástvinum. Megináhersla er lögð á: • að veita grunnfræðslu um sorg og sorgarviðbrögð, • að benda á leiðir sem geta hjálpað, • að fylgjast með hvernig ástvinum gengur að aðlagast lífinu eftir missi og ræða það sem leitar á hugann, • að hitta aðra sem misst hafa ástvini og miðla reynslu, • að taka við ábendingum. Á samverustundum þessum er margt rætt og misjafnt er eftir hópum hverjar þarfirnar eru. Árið 2007, þegar 10 ár voru liðin frá því að fylgdin fór fyrst af stað, gerðum við gæðakönnun sem spannaði allt árið 2007. Tilgangur hennar var að kanna viðhorf aðstandenda frá greiningu sjúkdóms ástvinar allt til fylgdar. Við vildum fá að sjá hvaða óskir og þarfir væru fyrir hendi og síðast en ekki síst að fá ábendingar um þjónustuna sem deildin veitir. Niðurstöður könnunarinnar gáfu til kynna að mikil ánægja var með bæði umönnun sjúklinga og aðstandenda þeirra á deildinni og að fylgdin skipti þá máli sem hana sóttu. Öll litlu atriðin sem hjúkrunarfólkið sinnir daglega, skipta svo miklu máli þegar litið er yfir farinn veg eftir andlátið. Það sem skiptir ástvini látins sjúklings mestu máli er: • Fallegur umbúnaður hins látna. Hlýleg umgjörð við dánarbeð. • Bænastundin við dánarbeð. • Tíminn sem ástvinir fá til að kveðja. • Fagleg vinna. Umhyggja og hlýja starfsf ólks bæði í garð sjúklings og fjölskyldu hans. • Þakklæti fyrir að fá að dvelja hjá deyjandi ástvini sínum síðustu ævidagana. • Vellíðan á deildinni þrátt fyrir erfiðar aðstæður og sorg. • Ánægja með að fá persónuleg samúðarkort. • Þakklæti fyrir samverustundina. Hringt er í þá sem ekki nýta sér samveruna. Er það gert í ljósi þess að þeim sem ekki koma farnast ekki endilega vel. Eftir að símtölum var bætt við fylgdina hefur þátttökufjöldi í samverustundunum aukist um 30%. Aðstandendum þykir vænt um að heyra frá okkur, er þakklátt fyrir umhyggjuna og leiðsögnina sem felst í símtalinu. Ef vandamál koma upp hjá fjölskyldum er þeim beint til fagaðila eins og við á. Í flestum tilvikum hringir hjúkrunarfræðingur, en prestur annars. Helstu ástæður þess að aðstandendur nýttu sér ekki samverustundirnar voru þær að góður stuðningur var fyrir hendi innan fjölskyldunnar, eða að þeir höfðu ekki þörf fyrir þær. Fjölskyldur höfðu einnig góðan stuðning af presti sem sá um útför, eða þá af sálfræðingi eða félagsráðgjafa sem sinntu þeim í sjúkdómsferlinu. En svo voru líka aðstandendur sem treystu sér ekki til að koma. Haldnir voru 13 fylgdarfundir á árinu 2009. Þátttakendur voru um 200, úr 79 fjölskyldum. Undanfarin 13 ár hefur seinni hluti fylgdar verið haldinn í byrjun aðventu og þangað boðið öllum fjölskyldum sem misstu ástvin sinn það árið. Fjöldi þátttakenda í þeim samverum hefur verið 100­150 manns. Þessi stund hefur nú verið sameinuð stærri samverustund fyrir syrgjendur á aðventu á vegum Landspítala, Biskupsstofu, hjúkrunar­ og ráðgjafaþjónustunnar Karitas og Nýrrar Dögunar sem eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Sorgarviðbrögð og rannsóknir á þeim Þekking okkar á sorgarviðbrögðum hefur aukist með auknum rannsóknum bæði hér á landi og erlendis. Við höfum leitast við að fylgjast með nýrri þekkingu á þessu sviði og höfum nýtt hana í fræðsluefni okkar. Fáar rannsóknir eru þó til um íslenska sorg. Reynt hefur verið að finna þjónustu við syrgjendur farveg með aðgerðaáætlun, sem þó hefur aldrei komist nema á umræðustig (Bragi Skúlason, 2005), en fylgd og stuðningshópar hafa komið saman víða um land. Það er alltaf viðkvæmt mál að framkvæma rannsóknir sem tengjast syrgjendum. Rök hafa þó verið sett fram sem segja að það geti verið siðferðislega rangt að framkvæma ekki slíkar rannsóknir þar sem rannsóknir séu eina leiðin til að færa sönnur á hvort tiltekin þjónusta hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á syrgjendur (Hauksdottir o.fl., 2006). Mikilvægt er að hafa siðfræðina að leiðarljósi við skipu lagningu slíkra rannsókna (Evans o.fl., 2002). Rannsakendur geta valdið vanlíðan og jafnvel skaða en þetta þarf að meta andspænis kostum þess að afla nýrrar þekkingar og bæta þjónustu (Hauksdottir o.fl., 2006; Pennebaker, 1989). Hins vegar benda rannsóknir líka til þess að syrgjendur sjái sér hag í því að taka þátt í rannsóknum (Kreicbergs o. fl., 2004; Dyregrov, 2004) þótt andstaða gegn þátttöku geti líka verið fyrir hendi (Skúlason og Helgason, 2010). Mikill metnaður hefur einkennt bæði störf hjúkrunarfræðinga og annara starfstétta sem sinna krabbameinssjúklingum. Skjólstæðingar okkar, þeir sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra, „Fylgd er fyrirbyggjandi leið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.