Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 20118 skoðaður og borið saman á milli ára. Íbúar á Sóltúni er samtals 92 á hverjum tíma. Verkjateymi Fjölmörg þverfagleg gæðateymi eru starfandi undir stjórn hjúkrunarstjóra gæða mála, Guðrúnar Bjargar Guðmunds­ dóttur. Hlutverk gæðateyma er að meta gæði starfseminnar með skipulögðum, reglu bundnum hætti. Gæðateymin skrá út tektir og gera áætlanir um úrbætur. Þau sjá um eftir fylgd með gæða­ umbótastarfinu og miðla til annarra. Gæðateymin fara með ábyrgð á innra gæðaeftirliti hjúkrunar. Eitt af þessum teymum er verkjateymið en í því er farið yfir hverja hæð og rýnt í einstaklingana sem þar búa og eru með einkenni um verki. Hver hjúkrunarfræðingur skoðar íbúa, sem hann er ábyrgur fyrir, og nöfn þeirra sem eru með einkenni samkvæmt RAI­mats tækinu. Tryggt er að til staðar sé hjúkrunargreining og með­ ferðar áætlun fyrir hvern og einn þeirra. Fylgst er meðal annars með niðurstöðum RAI­mats við mat á árangri meðferðar. Verkjateymið hefur búið til staðal sem skoða má á bls. 7. Markmiðið er að íbúar fái meðferð við bráðum og lang varandi verkjum. Verkjameðferð er sú meðferð sem íbúi er sáttur við og þekking og önnur úrræði leyfa. Verkjakvarði Á verkjakvarðanum í RAI­matstækinu eru notaðar tvær breytur, verkjatíðni og styrkleiki verkjanna, til að búa til kvarðann 0­3 eins og kom fram hér á undan. Hann hefur mikla fylgni við sjónræna verkjaskalann VAS (Fries o.fl., 2001). Kafli J í RAI­mati heitir Heilsufarsvandi og er meðal annars um verki. Kafli J2 fjallar um verki almennt, J2A um tíðni verkja, J2B um styrk verkja og J3 um staðsetningu verkja. J2A: Verkir – tíðni • Engir verkir • Verkir sjaldnar en daglega • Stundum slæmir/óbærilegir verkir J2B: Verkir – styrkleiki • Vægir verkir • Miðlungsverkir • Slæmir/óbærilegir verkir J3: Staðsetning verkja • Bakverkir • Verkir í beinum • Brjóstverkir við venjulegar athafnir • Höfuðverkur • Verkur í mjöðm • Verkur í mjúkvef • Verkur í maga • Verkir annars staðar • Ekkert að ofanskráðu. Vísbendingar um betri líðan Sterkar vísbendingar komu fram um betri líðan íbúa með aukinni notkun ópíóíðaplástra. Niðurstöður um gæðavísa frá hjúkrunarheimilum á Íslandi sýna að gæði umönnunar haldast stöðug milli ára (Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið, 2007). Þessi stöðugleiki í gæðum rennir stoðum undir að sú jákvæða breyting, sem kom fram á verkjakvarða, hafi tengst meiri notkun verkjaplástra. Umönnunaraðilar tóku eftir miklum mun á sumum íbúum með verki eftir að verkjaplásturinn var tekinn í notkun. Þeim leið greinilega almennt betur, voru rólegri, sváfu betur og höfðu meiri matarlyst. Íbúar, sem dvelja í hjúkrunarrýmum á hjúkrunarheimilum, eru fjölveikir einstaklingar. Meðaldvalartími þeirra er 2,8 ár. Líknarmeðferð er því alltaf viðhöfð samhliða læknandi meðferð. Meðferð við verkjum þarf að vera jákvæð og samfelld. Mikilvægt er að verkjalyfjagjafir séu reglubundnar. Oftast er fyrsta lyfið við verkjum parasetamól. Ef það nægir ekki getur læknir kosið að bæta við veikum ópíóíðum (t.d. Nobligan eða Norspan). Ef þetta nægir ekki þá er hægt að nota sterka ópíóíða (t.d. Contalgin, Durogesic, morfín) samkvæmt fyrirmælum læknis (Landspítali 2009). Það er orðið sjaldgæfara en áður að öldruðum sé gefið parkódín, vegna aukaverkana. Morfín er hins vegar kjörlyf í líknarmeðferð. Einnig eru stundum notuð morfíndæla og er mælt eindregið með henni í verkjastillingu í lífslokameðferð þegar ástæða er til. Dælan tryggir jafna dreifingu lyfja yfir sólarhringinn. Margir sjúklingar og fjölskyldur telja að notkun ópíóíða búi til fíkla og eru þess vegna tregir til að nota þá til verkjastillingar. Ekki þarf að óttast að fólk með verki verði fíklar. Fræðsla er því mikilvæg. Allir ópíóíðar leiða til þess að líkaminn verður háður lyfinu og ef hætt er skyndilega getur það valdið fráhvarfseinkennum. Það er ekki fíkn að vera líkamlega háður lyfi. Fíkn er langvinnur sjúkdómur sem einkennist af áráttukenndri og áframhaldandi notkun þrátt fyrir skaða af völdum lyfjanna (Landspítali, 2009). Mynd 1. Verkjakvarði RAI.                     Mynd 2. Verkir hjá íbúum Sóltúns að meðaltali 2006­2010. 2 1,5 1 0,5 0 2006 1,3 1 0,78 10,95 2007 2008 2009 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.