Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 23 áfram í lífinu. Niðurstaða mín er sú að ef fólk lendir í skyndilegum breytingum á högum sínum, ég vil ekki tala um áfall, þá gengur það í gegnum ákveðið sorgarferli. En með því að hafa jákvæðnina að leiðarljósi og trú á eigin getu kemst maður nánast hvert sem er og getur gert hvað sem er. Það skiptir einnig miklu máli að fá stuðning og ráðgjöf í upphafi. Þá hefur heilsuefling afar góð áhrif á líðan fólks, fara út að ganga eða synda, að fá vindinn í fangið, eins og einn viðmælandi minn orðaði það,“ segir Halla enn fremur. Enn önnur aðgerð „Það var búið að segja mér í Seattle að það hefði verið gengið þannig frá ristlinum í aðgerðinni að það ætti að vera hægt að tengja hann saman á nýjan leik. Ég átti því von á að losna við stómapokann. Ég tel reyndar að hann hafi ekki takmarkað daglegt líf mitt því ég gat gert allt með hann. Ég ákvað samt að fara til Tómasar Jónssonar læknis sem sendi mig í rannsóknir og speglun. Þar sem allt leit vel út var ákveðið að ég færi í aðgerð í apríl 2010. Ég var varla tilbúin í aðra aðgerð, var á fullu í seinna meistaraverkefninu og búin að ljúka kennslufræðinni og ætlaði mér að útskrifast um sumarið 2010. Ég var eiginlega í algjörri afneitun. Svo sá ég fram á að ef ég færi ekki í aðgerðina á þessum tíma væri óvíst hvenær ég kæmist í hana. Það var sumarlokun fram undan og mér var sagt að það gæti dregist að ég yrði kölluð í aðgerðina aftur. Ég ákvað því að láta slag standa. Ristillinn var tengdur saman og svo vildi til að búturinn, þar sem sárið hafði verið, var fjarlægður þannig að ég læknaðist af ristilssjúkdómnum en því átti enginn von á. Ég er því hætt á öllum lyfjum núna. Í dag hef ég alveg náð mér og er eiginlega betri til heilsunnar en áður en ég veiktist, það er eiginlega kraftaverk,“ segir Halla en telja má víst að hún hafi verið afar heppin eftir öll þessi erfiðu veikindi. Halla á fyrirtækið Heilsuljósið sem hún stofnaði á þeim tíma þegar fæðingar heimilið var á teikniborðinu, eða fyrir hrun og fyrir veikindi. „Það er dálítið sérkennilegt að vera í þeim sporum núna að vera að leita að vinnu komin með þetta mikla menntun og langa starfsreynslu. Ég er nokkuð viss um að ég fæ fljótlega vinnu þar sem þetta tvennt nýtist. Það er um að gera að vera jákvæð og hafa trú á eigin getu,“ segir Halla að lokum og víst er að eftirspurn ætti að vera eftir starfskröftum hennar á vinnumarkaðnum og í þjóðfélaginu. Fr ét ta pu nk tu r Bandarískt kennaranámskeið um líknarhjúkrun Hrund Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og meistara nemi í líknarhjúkrun, sótti nýlega tveggja daga kennara- námskeið um líknarhjúkrun í San Diego í Banda ríkjunum. Námskeiðið kallast ELNEC-Core og er ætlað hjúkrunar- fræðingum sem starfa við sí- og endur menntun og einnig hjúkrunar kennurum í grunn- og framhaldsnámi. Hrund segir að hjúkrunarfræðingar verji meiri tíma í umönnun einstaklinga með langt gengna sjúkdóma en aðrir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar. Þrátt fyrir það sýna rannsóknir að margir hjúkrunarfræðingar telja sig ekki hafa hlotið nægilegan undirbúning til að veita slíka hjúkrun. Hrund var eini Íslendingurinn meðal 350 bandarískra hjúkrunarfræðinga sem sóttu námskeiðið. Helsta markmið námskeiðsins er að veita þeim hjúkrunarfræðingum, sem annast kennslu, upplýsingar og úrræði til að kenna líknarhjúkrun eða samþætta kennsluefnið námskeiðum sínum og öðrum störfum. Kennarar námskeiðsins eru virtir fræði menn og leiðtogar á sviði líknar meðferðar. Aðalkennari er Betty Ferrell en hún ritstýrði ásamt Nessa Coyle bókinni The Oxford Textbook of Palliative Nursing (2010). Þær hafa einnig skrifað bókina The Nature of Suffering and The Goals of Nursing (2008). Hrund Helgadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.