Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 15 Haustið 2009 fór á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands af stað sjálfboðaliðaverkefni sem hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, til dæmis útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim, án fordóma eða kvaða, almenna heilsuvernd og þjónustu sem miðar að því að draga úr skaðsemi vímuefnaneyslu. Hjólhýsi í eigu Reykjavíkurdeildarinnar hefur verið notað við verkefnið og staðir valdir með tilliti til annarrar þjónustu sem stendur þessum jaðarhópum til boða. Starfsemin byggist á hugmyndinni um að draga úr skaðanum og eru það að langstærstum hluta hjúkrunarfræðingar í sjálfboðastarfi sem standa vaktirnar. Á þessu fyrsta starfsári hafa hjúkrunarfræðingarnir meðal annars sinnt umbúnaði sára, umbúðaskiptum, blóðþrýstingsmælingum og almennri heilsufarsráðgjöf, þar með talið fræðslu um HIV­ og lifrarbólgusmitleiðir. Þá geta fíklar, sem nota sprautubúnað, komið með notaðar nálar og sprautur og fengið hreinar nálar og sprautur í staðinn. Einnig eru afhentar endurgjaldslaust nálafötur og smærri nálabox til að geyma notuð sprautuáhöld í þar til því er fargað. Svo er tekið við nálafötum og boxum til förgunar. Fyrstu 12 mánuði verkefnisins voru skráðar samtals 144 komur í hjólhýsið, 65 einstaklingar í allt. Þar af voru 90 heimsóknir vegna nálaskiptiþjónustu sem er veigamikill þáttur í þjónustunni og endurkomum í hjólhýsið. Hér verður svo fjallað nánar um áhættuhegðun og afleiðingar sprautu­ notkunar sem og viðmið skaðaminnkunar og nálaskiptiþjónstu. Smithætta tengd sprautubúnaði Óábyrg hegðun fíkla, sem sprauta vímuefnum í æð til að svala fíkn sinni, getur hæglega verið þeim lífshættuleg. Fólk, sem samnýtir sprautubúnað, setur sig sjálft og aðra í hættu á að smitast af HIV eða lifrarbólgu B og C (Golub o.fl., 2007). Óhreinar sprautur og nálar eru aðalskaðvaldurinn en annar sprautubúnaður, eins og ílátið eða skeiðin sem efnið er leyst upp í áður en því er sprautað, getur einnig geymt veirur sem valda blóðsmitandi sjúkdómum (Samtök áhugafólks um áfengis­ og vímuefnavandann [SÁÁ], 2007). Aðalsmitleið lifrarbólgu C er þegar vímuefnum er sprautað í æð. Lifrarbólga C er mjög algeng meðal sprautufíkla eða 40­90% eftir löndum og landsvæðum. Á árunum 1995­2005 höfðu til dæmis 39% allra sem smituðust af lifrarbólgu C í Bandaríkjunum einhvern tíma sprautað vímuefnum í æð. Af þeim tilfellum, sem greindust árið 2005, höfðu 50% sprautað sig einhvern tímann á lífsleiðinni (Centers for Disease Control and Prevention [CDC], 2007). Næstalgengasta smitleið HIV, á eftir kynmökum, er sú að sprauta vímuefnum í æð (CDC, 2005). Fíklar, sem sprauta vímuefnum í æð, eru um 50% allra nýsmitaðra í Bandaríkjunum og hafa þeir ýmist smitast við að nota sýktan sprautubúnað eða stundað óvarið kynlíf (Strathdee og Vlahov, 2001). Í Norður­Ameríku og í Vestur­Evrópu er algengast að lifrarbólga B smitist með kynlífi en næstalgengasta smitleiðin er mengaður sprautubúnaður (World Health Organization [WHO], 2000). Talið er að allt að 50­70% sprautufíkla smitist af lifrarbólgu B innan sex ára frá því að sprautunotkun hefst (Garfein o.fl., 1996). Bandarísk rannsókn leiddi í ljós að fíklar sem að sprauta vímuefnum í æð voru líklegri til að smitast þannig af lifrarbólgu B­smits en með því að stunda óvarið kynlíf (Garfein o.fl., 1996). Smit á HIV og lifrarbólgu B og C á Íslandi Á Íslandi greinast 40­60 ný tilfelli af lifrarbólgu C­smiti á hverju ári. Sprautu­ notkun fíkla er langstærsti áhættu­ þátturinn og hafa 89,6% smitaðra notað sprautu (Páll Svavar Pálsson o.fl., 2008). Árið 2007 greindust 95 einstaklingar með lifrarbólgu C og var það umtalsverð aukning frá fyrri árum og hefur sú aukning haldið áfram en 105 einstaklingar greindust á síðasta ári (Landlæknisembættið, 2010). Líkleg ástæða þessarar aukningar er talin vera aukin áhættusöm sprautunotkun (Landlæknisembættið, 2008a). HIV­smitum hjá íslenskum vímuefna neyt­ endum hefur fjölgað undanfarin ár. Ef litið er til síðustu 25 ára hafa 38 vímuefna­ neytendur greinst með HIV­smit og þar af 17 á síðastliðnum 3 árum. Þetta smit hefur verið rakið beint til sprautunotkunar einstaklinganna (Landlæknisembættið, 2010). Helga Sif Friðjónsdóttir, Selma Sigrún Gunnarsdóttir og Rósa Friðriksdóttir að störfum í hjólhýsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.