Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 47
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 43
KJARAKÖNNUN HAUSTIÐ 2010
Fundur í samninganefnd við kjarasamningana 2008.
Ríflega helmingur svarenda starfar nú í dag-
vinnu en 46,7% svarenda eru í vaktavinnu.
Starfsumhverfi hjúkrunar fræðinga er því að taka
verulegum breytingum skv. þessu.
Tveir þriðju hlutar svarenda starfa á höfuðborgar-
svæðinu og 29,6 % á landsbyggðinni.
53,3% svarenda hafa lokið formlegu framhalds-
námi.
Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga er skv.
könnuninni 84% og er það nær óbreytt frá síðasta
ári. Þeir sem starfa einvörðungu í dagvinnu eru í
hærra starfshlutfalli, eða 87%, heldur en þeir sem
eru í vaktavinnu sem eru að meðal tali í 80,0%
starfs hlutfalli. Starfshlutfallið eykst með aukinni
ábyrgð og er að meðaltali 95% hjá stjórnendum
í hjúkrun.
6,8% svarenda segja grunnlaun sín hafa lækkað
en þau hafa staðið í stað hjá 79,2% svarenda.
8,7% svarenda hafa aukið við sig starfshlutfallið
á sl. 12 mánuðum, flestir svarenda, eða 72,6,%,
breyttu starfs hlutfalli sínu að eigin ósk en 27,4%
að ósk vinnuveitanda.
Meðalgrunnlaun hjúkrunarfræðinga eru sam-
kvæmt könnuninni 308.781 kr. Meðalgrunnlaun
hjúkrunar fræðinga á aldrinum 25-34 ára eru
266.835 kr., á aldrinum 35-44 ára 287.706 kr.,
á aldrinum 45-54 ára 321.334 kr. og á aldrinum
55-68 ára 330.036 kr.
Greiðslur vegna vaktaálags nema að meðaltali
53.269 kr. á mánuði og er óbreytt á milli ára.
Heildarupphæð allra launagreiðslna á launaseðli
voru að meðaltali 403.367 kr. en 353.723 kr. hjá
almennum hjúkrunarfræðingum.
Þegar spurt var hvort breyting hefði orðið á
viðbótarkjörum þá hefur viðbótarkjörum verið
sagt upp hjá 28,2% svarenda. Þegar spurt var
enn frekar út í hvaða viðbótarkjörum hefði verið
sagt upp nefndi stærsti hópurinn fasta yfirvinnu
eða 56%, 12,6% nefndu skerðingu bílahlunninda,
10,1% nefndu skerðingu á unninni yfirvinnu og
10,1% nefndu annan niðurskurð (óflokkaðan).
Þegar spurt var hvort viðkomandi hefði verið sagt
upp starfi svöruðu 97,7% svarenda því neitandi,
0,9% að þeim hefði verið sagt upp starfinu að öllu
leyti og 1,4% að þeir hefðu misst starfið að hluta.
Niðurstöðurnar
í hnotskurn