Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201140 Hvernig varð félagið til? Hugmyndin að stofnun félagsins kom frá sjálfum nemendum deildarinnar en þeir hafa notið góðs stuðnings frá kennurum í hjúkrunarfræðideild við H.Í. Starfið hófst á því að um 30 hjúkrunarnemar fóru í helgarferð í Brekkuskóg ásamt fjórum Stjórn Skjaldar. Kennararnir hvöttu nemendurna til þess að hugsa um sjálfsmynd og velta ýmsu varðandi það málefni fyrir sér frá mörgum hliðum. Nemendum var meðal annars ýtt út fyrir þægindaramma sinn með því að dansa villtan dans og lýstu þeir fyrirmyndum sínum af fyllstu einlægni. Með því að velta fyrir sér sinni eigin sjálfsmynd gátu nemendur lagt grunn að námsefni sem notað var í forvarnarfræðslu meðal unglinga. Kennararnir lögðu til fræðilega þekkingu sína sem nemendur nýttu svo til þess að búa til kennsluefni. Haustið 2010 var leikurinn endurtekinn og nýr hópur nemenda fóru í vinnuferð í Brekkuskóg ásamt tveimur kennurum og var handrit að nýrri kennslustund búið til. Kennararnir, sem hafa verið í samstarfi við Skjöld, eru Brynja Örlygsdóttir, Helga Sif Friðjónsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Sóley S. Bender. Af hverju forvarnarfræðsla um sjálfsmynd unglinga? Unglingar eru enn þá að mótast og miklar breytingar eiga sér stað hjá þeim á þessum árum. Þeir fara í gegnum ýmis þroskastig, svo sem kynþroska, aðskilnað frá foreldrum og myndun náinna sambanda (Meadus og Johnson, 2000). Nýlegar rannsóknir hafa bent til að jákvæð sjálfsmynd sé lykilatriði að góðu heilbrigði og þá sérstaklega geðheilbrigði. Jákvæð sjálfsmynd er verndandi þáttur gegn líkamlegum sjúkdómum og dregur úr áhættuhegðun unglinga. Einmitt þess vegna er mikilvægt að veita forvarnarfræðslu um sjálfsmynd í skólum þar sem þar er hægt að ná til unglinga á mikilvægu skeiði þeirra í mótun sjálfsmyndar (Mann o.fl., 2004). Unglingar þurfa að taka margar mikilvægar ákvarðanir út af mataræði, hreyfingu, áfengis­ og vímuefnanotkun og kynlífi (Stanhope og Lancaster, 2000). Unglingar, sem eru ekki með eins sterka sjálfsmynd, eiga auðveldara kennurum. Nemendurnir, sem var boðið að taka þátt í félaginu, voru á 4. námsári og það var ekki mjög ljóst í byrjun hvað ferðin myndi fela í sér og þeir fóru því í hálfgerða óvissuferð. Í Brekkuskógi var félagið formlega stofnað og kosið var til fyrstu stjórnar þess. Ragnheiður Halldórsdóttir og Kristín Rún Friðriksdóttir, raggah86@gmail.com STERK SJÁLFSMYND STYRKUR SKJÖLDUR Skjöldur, forvarnarfélag hjúkrunarnema við Háskóla Íslands, var stofnað vorið 2008 en félagið tók formlega til starfa haustið 2009. Félagið er stofnað af nemendum og er markmið þess að efla sjálfsmynd unglinga í samfélaginu. Tvö síðustu skólaár hafa hjúkrunarnemar heimsótt um þúsund nemendur á höfuðborgarsvæðinu með góðum árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.