Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 49 og tillögur félagsins vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu í júní 2009 og sendi þáverandi heilbrigðisráðherra, Ögmundi Jónassyni, en þær eru öryggi og gæði, endurskoðun á heilbrigðiskerfinu og greiðslufyrirkomulagi, forgangsröðun og sameining stofnana. Stefnunni fylgja tillögur um leiðir til að ná markmiðunum og eru þær ætlaðar stjórn til að vinna eftir fram til ársins 2020. Gert er ráð fyrir að stjórn félagsins velji árlega ákveðin stefnumál til að vinna að og leggi þau fram í starfsáætlun næsta starfsárs á árlegum aðalfundi þar sem félagsmenn geta haft áhrif á þau. Samfara endurskoðun á stefnu félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum hefur farið fram endurskoðun á gildum félagsins sem eru þau leiðarljós sem marka veg til eflingar hjúkrunarstarfsins og bættrar heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í stað Hugur, hjarta, hönd hefur komið fram tillaga um að gildi félagsins skuli vera Þekking, færni, umhyggja þar sem þekking stendur fyrir rannsóknir og fagmennsku í hjúkrun, færni fyrir þjálfun og notkun faglegrar þekkingar við störf og umhyggja fyrir virðingu, samheldni og trúnað. Stefnan í hnotskurn Meginmarkmið Félags íslenskra hjúkrunar­ fræðinga er að allir þjóðfélags þegnar fái viðeigandi, árangursríka og örugga hjúkrunar­ og heilbrigðisþjónustu. Til að ná þessum markmiðun hefur félagið markað sér stefnu og sett fram leiðir til að ná þeim. Meginstefna félagsins er eins og hér segir. Hjúkrunarþjónusta og lýðheilsa • Efla heilsugæslu og heimaþjónustu um allt land með auknum fjárveitingum. • Styrkja hlutverk hjúkrunarfræðinga innan heilsugæslunnar og efla þannig lýðheilsu með heilsuvernd, forvörnum og heilsueflingu. • Hjúkrunarfræðingar taki þátt í þróun þeirrar þjónustu sem veitt er innan sjúkrahúsa og leggi henni lið með sérfræðiþekkingu sinni. • Rekstur heilbrigðisþjónustunnar sé í meginatriðum í höndum hins opinbera og að þjónustan byggist á fjölbreyttum rekstrarformum. • Viðbótarmeðferð í hjúkrun byggist á gagnreyndri þekkingu og er veitt af hjúkrunarfræðingum sem hafa aflað sér menntunar á því sviði. Leiðtogahlutverk, ábyrgð og forræði • Hjúkrunarfræðingar séu í forystu og hafi forræði fyrir hjúkrunarþjónustu, þróun hennar og skipulagi. • Hjúkrunarfræðingar séu virkir þátt takendur í allri umræðu og ákvarðanatöku varðandi heilbrigðis­ þjónustu og heilbrigðismál. • Þekking, reynsla og sjónarmið hjúkrunar­ fræðinga séu nýtt við stefnumótun og breytingar innan heilbrigðisþjónustunnar. • Hlutverk og valdsvið sérfræðinga í hjúkrun verði styrkt. • Hjúkrunarfræðingar sýni sjálfstæði og frum kvæði og nýti þá möguleika sem felast í breytingum innan heilbrigðis­ þjónustunnar. Öryggi, gæði og starfsþróun • Innleiddir verði gæðavísar í hjúkrun sem gefa vísbendingar um öryggi og árangur hjúkrunarmeðferðar. • Heilsusamlegt og styðjandi starfs­ umhverfi mæti starfsfólki enda á slíkt þátt í að tryggja gæði, öryggi og árangur þjónustunnar og öryggi heilbrigðisstarfsfólks. • Mönnun hjúkrunarfræðinga sé í samræmi við hjúkrunarþarfir sjúklinga og vinnuálag hjúkrunarfræðinga og við mat á þessum atriðum séu notuð viðurkennd mælitæki. • Markviss starfsþróun hjúkrunar­ fræð inga fari fram á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar. Menntun, þekking og þróun hjúkrunar • Nám í hjúkrunarfræði efli þekkingu og klíníska færni hjúkrunarfræðinga og komi til móts við þarfir einstaklinga og samfélags. • Klínískt nám sé veigamikill hluti af grunn­ og framhaldsnámi hjúkrunarfræðinga. • Framhaldsnám fari fram á diplóma­, meistara­ eða doktorsstigi. • Sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga sé á meistara­ og doktorsstigi. • Klínísk starfsreynsla sé ein forsenda sérfræðileyfis í hjúkrun. • Fjölga þarf stöðum sérfræðinga í hjúkrun við heilbrigðisstofnanir. • Styrkja þarf rannsóknir í hjúkrunarfræði. Upplýsingatækni • Hjúkrunarfræðingar taki þátt í að setja upp rafræna sjúkraskrá og tileinki sér samræmda rafræna skráningu. • Notaðir séu alþjóðlegir staðlar á sviði upplýsingatækni við skráningu, vistun og miðlun upplýsinga. • Rafræn gögn séu hagnýtt við söfnun, skráningu, vistun, meðhöndlun og miðlun upplýsinga í hjúkrun og styðji við klínískar ákvarðanir. • Rafræn gögn verði notuð við skil­ greiningu gæðavísa og mat á gæðum, kostnaði og ávinningi hjúkrunar. • Rafræn gögn og upplýsingar um hjúkrunar þyngd og mönnun séu aðgengi leg á hverjum tíma. • Vél­ og hugbúnaður uppfylli kröfur hvers tíma. Hér hefur aðeins verið getið helstu þátta í stefnu félagsins en stefnuna er hægt að lesa í heild sinni á vefsvæði félagsins. Vinnuhópurinn hefur nú lokið starfi sínu og sent stjórn FÍH sínar tillögur. Nú er það í höndum félagsmanna að ljúka verkinu með því að samþykkja stefnuna á aðalfundinum 19. maí nk. Vigdís Hallgrímsdóttir kynnir drög að stefnu félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum á hjúkrunarþingi í nóvember sl.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.