Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201122 í Seattle voru fleiri starfsmenn fyrir hvern sjúkling og hver og einn hafði ákveðið starf með höndum. Einn hjúkrunarfræðingurinn sá um sárið og annar sá um stómíuna. Svo komu aðrir og sáu um tækin og fleira sem þurfti að sinna þannig að það var margt starfsfólk. Sjúkraþjálfari kom tvisvar á dag þessar fimm vikur sem ég dvaldi á gjörgæslu. Þá kom einnig iðjuþjálfi strax eftir aðgerð til að hreyfa höndina sem hafði verið skorin upp átta mánuðum áður heima á Íslandi. Þarna var stórkostleg þjónusta en ég hef ekki neinn samanburð við það sem gerist hér heima þar sem ég hef ekki legið hér á gjörgæslu. Ég tel þó að þjónustan hér sé mjög góð. Hjúkrunarfólk á Íslandi er ekki síður vel menntað en bandarískt en starfsaðferðir eru kannski aðrar. Ég lagðist inn á sjúkrahús hér þegar ég kom heim og mín tilfinning er sú að þjónustan á almennri deild þá hafi verið betri hér og meiri en í Bandaríkjunum.“ Skrýtin jól Halla fékk að fara heim til sonar síns á aðfangadag og þá tóku við erfiðir dagar. Hún þurfti að læra að ganga, tala og kyngja. „Mér var reyndar ekki hleypt út af spítalanum fyrr en ég gat kyngt. Ég hafði enga matarlyst en varð að nærast. Mikil áhersla var lögð á það eftir að ég kom heim því mér fylgdu yfirgripsmiklir bæklingar fyrir aðstandendur. Ég fór einnig í eftirlit til læknis annan hvern dag. Ég var enn með opinn skurð og maðurinn minn og sonur gengu í hjúkrunarstörf eins og þeir hefðu aldrei gert neitt annað. Ég var mikið veik, stóð varla undir sjálfri mér. Smátt og smátt þjálfaði ég mig upp úr hjólastólnum í göngugrind og vann sigur á hverjum degi. Ég fékk hvatningu og mikinn stuðning frá fjölskyldunni. Einnig fékk ég óskaplega mikið af kveðjum að heiman frá alls konar fólki, jafnt fólki sem ég þekkti og ókunnugum. Það gladdi mig óstjórnlega. Þá frétti ég af bænahópum að skrá mig í það líka. Mér leið vel að flestöllu leyti nema mér fannst ég svolítið hæg í hugsun. Það var því átak fyrir mig að fara í frekara nám. Fjölskyldunni fannst ég djörf að skrá mig í þetta nám líka en ég fann eftir því sem tíminn leið hversu námið gerði mér gott. Ég þjálfaði heilann. Mér fannst að vísu erfitt að komast í gang í upphafi en þegar frá leið var virkilega gaman að takast á við þetta verkefni. Systir mín, sem er hagfræðingur og með MBA­gráðu í viðskiptafræði, var samferða mér í kennslufræðum og við gátum unnið saman að kennslufræðiverkefninu. Við unnum kennslunámskeið er varðar breytingar í lífinu. „Að takast á við breytingar“ hét verkefnið og við héldum námskeið fyrir fólk í atvinnuleit á vegum Vinnumálastofnunar og fór það fram í húsnæði Rauða krossins. Við vorum með þrjá hópa, þetta gekk mjög vel og opnaði augu mín fyrir vandamáli þeirra sem missa skyndilega vinnuna,“ segir Halla. Atvinnumissir og sorgarferli „Þegar ég ræddi við nemendur á nám­ skeiðinu hjá okkur uppgötvaði ég að fólk, sem missir skyndilega vinnuna, fær oft sömu viðbrögð, eða gengur í gegnum ákveðið ferli, eins og ég hafði fundið í veikindum mínum, það er svipað og sorgarferli. Á þessum tímapunkti vaknaði því hjá mér áhugi á þessu viðfangsefni sem meistaraverkefni í lýðheilsufræðum. Ég var því byrjuð á nýju meistaraverkefni fyrir lýðheilsufræði um haustið 2009 áður en ég kláraði kennslufræðina en hana kláraði ég í janúar 2010. Það gekk ótrúlega vel að fá fólk í viðtöl, fólk sem hafði lent í alvarlegum veikindum, slysum eða misst vinnuna. Einnig talaði ég við ráðgjafa sem höfðu sinnt þessum hópum og höfðu einnig gengið í gegnum veikindi í fjölskyldu sinni. Það kom mér á óvart að allir þessir einstaklingar höfðu fundið sömu tilfinninguna í upphafi breytinganna, þ.e. afneitun, einangrun og reiði. Fyrst skoðaði ég neikvæðu og hlutlausu þættina. Þegar fólk fór síðan að viðurkenna ástandið og vinna út frá því fóru að koma fram jákvæð viðbrögð. Þannig gat ég rannsakað hvernig fólk gat nýtt sér jákvæðni, trú á eigin getu og hvatningu til að finna úrræði til að halda sem settir voru upp fyrir mig. Ég hef alltaf verið trúuð og styrktist frekar í henni á þessum tíma. Ein systir mín er hjúkrunarfræðingur en hún kom út ásamt dóttur minni til að fylgja mér heim. Ég kom heim 13. janúar 2009. Þá var ég enn í hjólastól. Stuttu eftir að ég kom heim bólgnaði annar fóturinn þannig að hann var nær tvöfaldur. Heimilislæknirinn kom og vildi senda mig strax á sjúkrahús. Ég var lögð inn á Landspítala í Fossvogi þar sem í ljós kom að ég var með blóðtappa í fætinum og annan í lungnaslagæð. Ég var sett í meðferð sem gekk vel. Eftir hálfan mánuð var mér boðið að fara á Grensásdeildina. Þá var komið fram í lok febrúar en á Grensás var ég fram í apríl, fékk þó að fara heim um helgar. Þegar ég var orðin nógu hress til að aka sjálf fékk ég að vera heima á nóttunni en þurfti að mæta á göngudeildina á daginn. Sú meðferð endaði ekki fyrr en í maí 2009. En þá gat ég farið ein í stutta göngutúra. Ég lærði að skipta um umbúðir á sárinu og stómíunni á Grensás og það var mun minna mál en ég hafði haldið. Læknar vildu senda mig beint á Reykjalund en mig langaði að fara heim. Hálfum mánuði síðar var ég þó komin á Reykjalund og var þar í sex vikur. Ég lá inni í þrjár vikur en var aðrar þrjár á göngudeild. Þjálfunin hélt áfram fram á haustið en þá hóf ég námið á nýjan leik. Ég er gífurlega þakklát fyrir alla þá aðstoð sem ég fékk alls staðar innan heilbrigðisgeirans. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því fyrr, þótt ég tilheyri sjálf þessum geira, hversu stórkostlegt starf er unnið af heilbrigðisstarfsfólki landsins. Það er því leitt til þess að vita að alls staðar er sparnaður í gangi.“ Aftur á skólabekk „Þegar ég skráði mig aftur í meistaranámið til að klára lokaritgerðina var verið að kynna nám í kennslufræði svo ég ákvað „Ég er gífurlega þakklát fyrir alla þá aðstoð sem ég fékk alls staðar innan heilbrigðisgeirans.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.