Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Qupperneq 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Qupperneq 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201124 Valgerður Jónsdóttir, ugla@internet.is Minningavinna er ný aðferð í öldrunar­ þjónustu. Hér er sagt frá nýrri bók á íslensku en í bókinni er aðferðin útskýrð og ýmsir sögulegir atburðir rifjaðir upp. Árið 2009 gaf Bókaútgáfan Salka út bókina Þegar amma var ung. Höfundur er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunar­ fræðingur. Hún vann að gerð þessarar bókar í framhaldi af meistaraverkefni sínu. Þetta er handbók fyrir fólk sem vinnur að minningavinnu með öldruðu fólki. Höfundur ræðir í upphafi bókar um það hvað minningavinna er. Orðið minningavinna er þýðing höfundar á orðinu reminiscence. Þetta hugtak er notað þegar rifjaðar eru upp minningar og er aðferð þessi einkum notuð til að bæta líðan fólks. Þegar amma var ung. Mannlíf og atburðir á Íslandi 1925­1955. Höfundur: Sigrún Huld Þorgrímsdóttir. Útgefandi: Salka, Reykjavík, 2009. ISBN: 978­ 9979­650­95­9. Bókin er 192 bls. Höfundur segir í formála að minninga­ vinna sé starf sem unnið er með skjólstæðingum í hópum, svokölluðum minningahópum, og er oftast notuð í félags­ eða heilbrigðisþjónustu. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð lengi á Íslandi en um miðja 20. öld var sú skoðun ríkjandi í öldrunarþjónustu í Bandaríkjunum að hún gæti jafnvel verið skaðleg og stæði í vegi fyrir því að aldrað fólk gæti aðlagast aðstæðum sínum. Það þurfti því áræði til að berjast gegn þessum fordómum og segja að slík vinna gæti jafnvel haft aðlögunargildi, en þetta gerði bandaríski geðlæknirinn Robert Butler í grein sem birtist í tímaritinu Psychiatry árið 1963. Eftir að greinin birtist fór af stað minningavinna sem varð að blómlegri starfsemi í öldrunarþjónustu í Bandaríkjunum. BÓKARKYNNING ÞEGAR AMMA VAR UNG Fróðleg, gagnleg og skemmtileg bók Ráðstefna um hugræna atferlismeðferð í Hörpu

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.