Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 3 Mikið umrót er nú í íslensku samfélagi. Fólk krefst uppgjörs, breytinga, endurnýjunar og að menn sem sóst hafa eftir ábyrgð axli ábyrgð, hvort heldur er á fjármálasviðinu eða á stjórnmálasviðinu. Talað er um reiði almennings og þörf fyrir að refsa þeim sem taldir eru hafa brotið af sér gagnvart þjóðinni eða látið hjá líða að verja þjóðina og samfélagið fyrir þeim sem svifust einskis í því að skara eld að eigin köku. Á stjórnmálasviðinu kom þessi þörf fyrir að refsa augljóslega fram í ný afstöðnum sveitastjórnakosningum. Rótgrónu stjórn­ málaflokkarnir, sem farið hafa með völd undan farin ár og áratugi, fengu víða harða útreið og gilti þá einu hvort búið væri að skipta um einstaklinga í fram varðasveitinni. Kjósendur mátu það augljós lega ekki sem endurnýjun að skipta ein göngu um andlit á framboðslistum ef grunnur inn, stefnan, aðferðafræðin og vinnubrögðin sýndust vera þau sömu. Þá var endur nýjunin líklega bara metin eins og hvert annað kenni töluflakk. Það ristir líka greinilega grunnt og hefur litla þýðingu að biðjast afsökunar á fyrri gerðum ef því fylgir ekki einlægur vilji og vilyrði um breytt vinnulag og siðferði. Umrót eins og við göngum nú í gegnum getur sannarlega leitt gott af sér, bætt samfélagið, en það getur líka leitt til ákveðins stjórnleysis og vanmats á þekkingu og reynslu. Framfarir og úrbætur byggjast ekki hvað síst á því að menn hafi framsýni og þor en leyfi sér einnig að byggja á reynslu þeirra sem á undan hafa farið. Hinar þekktu ljóðlínur Einars Benediktssonar eiga hér vel við: „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.“ Allt þetta umrót og breytingar eiga eftir að hríslast út um stjórnkerfið og samfélagið. Krafa um aukið lýðræði og aukin áhrif almennings í stjórnun á eftir að hafa mikil áhrif á lagasetningu hér á landi, þar á meðal lög er varða heilbrigðisþjónustu og skipulag hennar. Undanfarin ár og jafnvel áratug hefur tilhneiging verið í þá átt að einfalda lagasetningu, setja eingöngu svokölluð rammalög, og gefa síðan þeim ráðherra sem situr hverju sinni vald til að kveða nánar á um skipulag og þjónustu í reglugerðum. Þannig hefur mikið vald verið fært frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum á Alþingi til ráðherra sem eingöngu er valinn af samherjum í þingflokki. Forstöðumenn ríkisstofnana, ekki síst heilbrigðisstofnana, hafa fengið aukin völd undanfarin ár. Lengi vel voru starfandi stjórnir í heilbrigðisstofnunum. Í þeim stjórnum áttu heimamenn meirihluta fulltrúa sem skipaðir voru af viðkomandi sveitastjórnum. Starfsmenn áttu sinn fulltrúa og heilbrigðisráðherra skipaði síðan formann án tilnefningar. Þessar stjórnir heilbrigðisstofnana voru aflagðar árið 2003 og forstjórum færð öll völd. Nokkrum árum áður hafði reyndar ákvörðunarvaldið verið tekið af stjórnunum en þær höfðu engu að síður aðkomu að ákvörðunum er stofnanirnar varðaði með umræðum og aðhaldi. Niðurfelling stjórna heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa (annarra en stjórnarnefndar Landspítalans) var tengd breytingum á skiptingu stofnkostnaðar milli ríkisins og sveitarfélaganna. Í umræðunni á sínum tíma var reyndar einnig látið að því liggja að stjórnir einstakra stofnana þvældust nánast fyrir nauðsynlegum úrbótum og breytingum, kerfið væri allt of þunglamalegt. Lýðræðið og aðkoma heimamanna að ákvörðunum var þannig í raun talið til trafala. Heilbrigðisstofnanir víða um land eru oft fjölmennustu vinnustaðirnir, ekki síst hvað varðar hin svokölluðu hefðbundnu kvennastörf. Samfélagslegt vald forstjóra heilbrigðisstofnana er því mikið. Breytingar á skipulagi, á samsetningu mannaflans, á viðskiptum heilbrigðisstofnunarinnar við fyrirtæki í sveitarfélaginu og svo framvegis, allt hefur þetta bein áhrif í viðkomandi sveitarfélagi. Þá er eðlilegt að spurt sé hvort réttlætanlegt sé að einn maður, einn forstjóri heilbrigðisstofnunar, hafi svo mikil völd yfir lífi annarra og búsetuskilyrðum. Nú hafa nokkrir samflokksmenn heil­ brigðis ráðherra lagt fram tillögu til þings ályktunar um beina þátttöku sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðis­ stofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Lagt er til að Alþingi feli heilbrigðisráðherra „að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga sem tryggi beina þátttöku fulltrúa sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu á þjónustu­ svæði viðkomandi heilbrigðis stofnunar. Markmiðið með frumvarpinu verði að auka íbúa­ og atvinnulýðræði og að sjónarmið og óskir heimamanna og starfsmanna heilbrigðisstofnana ráði meiru en nú er þegar heilbrigðisþjónusta er skipulögð og þjónustu forgangsraðað“. Þessi tillaga er liður í að efla lýðræði, að auka möguleika heimamanna til að hafa áhrif á þróun nærþjónustunnar í heilbrigðiskerfinu. Tillögunni ber að fagna, ekki hvað síst á tímum niðurskurðar og sameininga stofnana. Þó aðstæður í samfélaginu hafi oft gefið tilefni til meiri bjartsýni en nú er þó full ástæða til að binda vonir við að umrótið og vilji almennings til þátttöku í samfélagslegum ákvörðunum leiði okkur fram á við til bjartari tíma. Hækkandi sól og bjartar sumarnætur ættu líka að auka okkur bjartsýni og þor. TÍMI UMRÓTS OG BREYTINGA Formannspistill Elsa B. Friðfinnsdóttir.Hressari ÍS L E N S K A S IA .I S N A T 4 42 35 1 1. 20 08 Meiri kraftur, meiri vellíðan Cheerios er trefjaríkt, sykurlítið morgunkorn, unnið úr heilum höfrum, hlaðið orku og upp- byggjandi hollustu fyrir fólk á öllum aldri. Í hverri skeið eru lífsnauðsynleg næringarefni, 14 fjörefni og steinefni, og við vitum að þeir, sem borða góðan mat, fá aukinn kraft og þeim líður betur. Gott fyrir meltinguna, gott fyrir hjartað Cheerios inniheldur mikið af hafratrefjum sem bæta meltingu með því að drekka í sig vatn og bólgna út á leið sinni í gegnum meltingarveginn. Í hafratrefjum er einnig efnið beta-glúkon sem er talið geta dregið úr blóðfitu (kólesteróli). Þess vegna er Cheerios talið gott fyrir hjartað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.