Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 15 Slagæðasár eiga rætur sínar að rekja til slagæðakölkunar með blóðþurrð í ganglimum sem getur leitt til niðurbrots í vef. Slagæðasárin eru vel afmörkuð og djúp. Oft er drep í hvítum eða svörtum sárabotninum (sjá mynd). Sárin myndast helst yfir útstæðum beinum á fætinum, oft vegna minni háttar áverka svo sem núnings, þrýstings eða höggs. Húðin í kringum slagæðasár er gjarnan strekkt, hárlaus og glansandi. Bjúgur getur safnast á fótlegg ef fótur er látinn hanga. Fótur er fölleitur vegna skerts blóðflæðis en húðin verður rauðfjólublá ef fótur er látinn hanga. Miklir verkir fylgja slagæðasárum, oft er um að ræða verki í tám, hælum eða rist, einkum á nóttunni þegar fólk liggur uppi í rúmi. Sykursýkisár eru fylgikvilli sykursýki sem er vaxandi heilbrigðisvandamál. Sárin flokkast í taugakvillasár (neuro­ patísk sár) og taugakvillasár með blóðþurrð (neuroískemísk sár). Taugakvillasárin koma vegna varanlegra skyntaugaskemmda í fótum sem oft fylgja sykursýki án þess að æðaskemmdir séu til staðar. Í taugakvillasárum með blóðþurrð eru skyntaugaskemmdir og slagæðakölkun með skertu blóðflæði samverkandi þættir. Mikilvægt er að greina þarna á milli. Taugaskemmdir í fótum einstaklinga með sykursýki valda skertri skyntilfinningu. Þær valda einnig minnkaðri svitaframleiðslu með þurrki og mikilli siggmyndun á álagssvæðum fóta. Taugaskemmdirnar valda einnig vöðvarýrnun og aflögun fóta. Sykursýkisárin myndast á fætinum sjálfum; tám, hælum og iljum, oft vegna þrýstings eða núnings af skóm sem passa illa eða vegna þess að þurr húðin springur. Skert skyntilfinningin veldur því að sjúklingur finnur það ekki og verður stundum ekki var við sárið fyrr en hann sér það með augunum. Sýkingarhætta er mikil í sykursýkisárum. Einkennandi fyrir útlit sykursýkisára er kringlótt lögun þar sem sárabotninn er rauður eða hvítur og oft er þykkur siggkantur í kringum sárin. Sárin eru oft það djúp að þau ná að beini (sjá mynd). Langvinn fótasár geta verið af öðrum toga en fyrr greinir. Þó að flest fótasár séu tengd æðakerfi fóta þá eru um 5–15% fótasára tengd öðrum undirliggjandi orsökum. Ónæmissjúkdómar eru þekktir fyrir að geta valdið langvinnum fótasárum (immúnólógísk sár). Dæmi um slíkt eru pyoderma gangrenosum (ákomu drep, sjá mynd), sár vegna æðabólgu og iktsýki. Þessi sár tengjast kerfis lægum sjúkdómum sem þarfnast ónæmis­ bælandi lyfja auk staðbundinnar með­ ferðar. Immúnólógísku sárin geta verið á fæti eða fótlegg. Sárin eru yfirleitt vel afmörkuð, það er drep í sárinu og einkennandi er sterkrauður eða fjólublár litur í sárkantinum (Falanga, 2007). Fóta­ sár, sem fylgja bólgu sjúkdómum, eru sérstaklega við kvæm og sársaukafull. Illkynja frumuvöxtur getur verið orsök sáramyndunar en getur einnig verið afleiðing langvinnra sára. Einkennandi fyrir illkynja frumuvöxt í sárum eru hrjúfur og útbungandi sárabeður og/eða óeðlileg þykknun í sárbarminum. Einnig ætti skyndileg versnun eða stækkun á sári að vekja grunsemdir um illkynja frumuvöxt í langvinnum fótasárum (Baldursson, 2007). Þrýstingssár eru yfirleitt ekki talin til fótasára en geta vissulega myndast á fótum. Þrýstingssár eru staðbundin vefjaskemmd í húð eða undirliggjandi vef sem orsakast af þrýstingi, núningi og eða togi (European Pressure Ulcer Advisory Panel, 2008). Þrýstingssár myndast oftast yfir útstæðum beinum eins og til dæmis hælum. Þeir sem eru með skert slagæðaflæði eru sérstaklega útsettir fyrir myndun þrýstingssára á fótum. Greining og mat Grundvallaratriði í meðferð langvinnra fótasára er að greina undirliggjandi orsök. Meðferð fótasára er því breytileg eftir orsök og ástandi sársins. Hafa ber í huga að þó ein orsök sé ráðandi, til dæmis veikleikar í bláæðakerfinu, getur sjúklingur verið með slagæðakölkun eða annað sem samverkandi þátt. Einnig eru aðrir þættir sem hafa áhrif á sáragræðslu. Þetta eru þættir sem tengjast sjúklingnum, til dæmis sjúkdómar, næringarástand o.fl. Þetta geta einnig verið þættir tengdir sárinu sjálfu, til dæmis, hvernig umbúðir eru notaðar. Þá getur þekking og færni heilbrigðisstarfsfólks haft mikið að segja sem og umhverfi sjúklings, til dæmis þau úrræði sem heilbrigðiskerfið hefur upp á að bjóða (Vowden, Apelqvist & Moffatt, 2008). Í seinni tíð hefur æ ríkari áhersla verið lögð á mikilvægi þverfaglegrar teymisvinnu við greiningu og meðferð fótasára. Greining á orsök sára á að vera í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem hafa til þess þekkingu og þjálfun. Í einstökum tilfellum er meðferð og eftirfylgni einnig best komin í höndum sérfræðinga. Áhersla er lögð á eftirfarandi þætti við greiningu og mat á fótasárum (RCN, 2006; RNAO, 2004). Sykursýkisár. Pyoderma gangrenosum (ákomudrep).Slagæðasár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.