Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 47 Ritstjórar eru Barbara L. Nichols og Catherine R. Davis en þær eru báðar hjúkrunarfræðingar og gegna ábyrgðarstöðum í CGFNS en það er nefnd sem metur hæfni erlendra hjúkrunarfræðinga sem æskja starfsleyfis í Bandaríkjunum. Auk þeirra skrifa 8 manns í bókina, flestir hjúkrunarfræðingar. Bókin er 404 blaðsíður og 11 kaflar auk viðauka. Bókin er að mínu mati vel skrifuð og hnitmiðuð og tekur á þeim málum sem ég myndi vilja fá svör við hefði ég hug á að starfa í Bandaríkjunum. Enda þótt hún beinist fyrst og fremst að starfi er hún gagnleg líka fyrir þá sem eru á leið til náms. Kaflarnir eru misdjúpir, sumir virka yfirborðskenndir en aðrir fyllri. Þetta mat mitt gæti þó verið litað af mismikilli þekkingu minni á efnum kaflanna. Skilgreiningar og útskýringar á hugtökum í upphafi hvers kafla finnast mér mjög gagnlegar. Það sem ég sakna er fyllri umræða um fjölmenningu. Bandaríkin eru suðupottur menningarheima sem birtist meðal skjólstæðinga okkar og samstarfsfólks og er menningarhæfi efni sem íslenskir hjúkrunarfræðingar þyrftu að tileinka sér áður en utan er haldið. Í fyrsta kafla er veitt stutt yfirlit yfir innflytjendamál og erlenda hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum, hlutverk CGFNS er útskýrt og rök færð fyrir því hvers vegna lestur þessarar bókar gæti verið nauðsynlegur. Annar kafli fjallar um undirbúning í heimalandi. Þriðji og fjórði kafli fjalla um leyfismál; hvernig maður sækir um landvistarleyfi og hjúkrunarleyfi en miklar kröfur eru gerðar fyrir bæði þessi leyfi. Hér er margt ólíkt Íslandi og mikilvægt að lesa þessa kafla vel. Það er til dæmis ekki hægt að fá leyfi fyrir öll Bandaríkin heldur þarf að sækja um fyrir hvert ríki fyrir sig. Það hefur þó ekki hindrað fjölmarga íslenska hjúkrunarfræðinga í að starfa og mennta sig í Bandaríkjunum. Annað sem er ólíkt er að endurnýja þarf leyfin á 1–4 ára fresti en mismiklar kröfur eru gerðar til þess að fá endurnýjun. Umsækjandi þarf að gangast What you need to know about nursing and health care in the United States: The official guide for foreign­educated nurses. Ritstjórar: Barbara L. Nichols og Catherine R. Davis. Útgefandi: Springer Publishing Company, 2009. ISBN: 978­0­8261­1065­7. Bókin er 404 bls. undir enskupróf. Fimmti kafli fjallar um atvinnumál. Gefin er leiðsögn um hvernig sótt er um vinnu, um val á vinnustað og helstu réttindi og skyldur á vinnumarkaði skýrð út. Ráðlegt er að kynna sér vel stéttarfélagsmál í hverju fylki. Athyglisvert er að sumir vinnuveitendur virðast óspart nota rétt sinn til að skylda starfsmenn til yfirvinnu til þess fylla í ósetin stöðugildi. Réttur til sumarfrís er mun minni en á Íslandi og heilbrigðistryggingar eru með allt öðru sniði en á Íslandi. Um hið síðastnefnda fjallar hluti af næsta kafla sem lýsir skipulagi heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna. Ég hefði gjarnan viljað hafa þennan kafla mun lengri. Sjöundi kaflinn fjallar um hjúkrun. Þetta er lengsti kaflinn og fer vel á því. Mér finnst þessi kafli mjög fróðlegur og kærkominn fyrir mig sem vissi greinilega of lítið um hjúkrun í Bandaríkjunum. Kafli átta fjallar um samskipti í heilbrigðisþjónustu. Hann er skemmtilega skrítinn. Talað er um óbeina tjáningu, slangur og skammstafanir sem eru mikilvægur hluti samskipta. Síðan kemur stuttur og yfirborðslegur kafli um hagnýt atriði er varða daglegt líf í bandarísku samfélagi. Kafli 10 fjallar um framhaldsnám og símenntun. Hann er stuttur yfirlitskafli. Það er síðasti kaflinn líka en mér fannst hann góð viðbót við ýmis stéttarleg efni eins og einkenni fagstétta og samtök hjúkrunarfræðinga. Í viðaukum er ýmis form og eyðublöð. Hildur Magnúsdóttir er hjúkrunarfræðingur BSc, MSc og klínískur lektor í Háskóla Íslands. Hún vinnur sem verkefnastjóri á mannauðssviði á Landspítala. Hildur Magnúsdóttir, hildurma@landspitali.is BÓKARKYNNING VERT AÐ VITA UM HJÚKRUN Í BANDARÍKJUNUM Út er komin bók með leiðbeiningum fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja vinna í Bandaríkjunum. Hildur Magnúsdóttir las bókina og niðurstaða hennar er að þetta sé bók sem vert er að eiga fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem hafa hug á að fara til starfa eða náms í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.