Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201010 aukin þekking hjúkrunarfræðinga á kostum þess að tilkynna um lyfjamistök, vilji til að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir lyfjmistök, minna vinnuálag svo tími gefist til þess að tilkynna um lyfjamistök (Ulanimo o.fl., 2007). Mælt er með atvikaskráningarkerfi þar sem minni áhersla er lögð á hverjum er um að kenna og meiri áhersla á að safna upplýsingum til þess að breyta verklagi og koma þannig í veg fyrir frekari lyfjamistök (Kohn o.fl., 2000). Lokaorð Lyfjaumsýsluferlið er flókið ferli sem margir aðilar eiga þátt í. Lyfjamistök geta orðið á mörgum stöðum í ferlinu en talið er að flest þeirra eigi sér stað í umsjá hjúkrunarfræðinga. Áhrif lyfjamistaka á sjúklinga eru mismunandi. Talið er að fæst mistök hafi áhrif á sjúklinga en viss hluti leiðir til skaða og jafnvel dauða. Þær rannsóknir, sem samantekt þessi byggist á, eru langflestar erlendar en gera má ráð fyrir að staðan sé svipuð hér á landi hvað lyfjamistök varðar. Þær fáu rannsóknir, sem gerðar hafa verið á lyfjamistökum hjúkrunarfræðinga á Íslandi, benda til sambærilegra niðurstaðna og erlendar rannsóknir. Þrátt fyrir að mismunandi aðferðum sé beitt í rannsóknum á lyfjamistökum og skilgreining lyfjamistaka sé ekki alltaf nákvæmlega sú sama er óhætt að fullyrða að lyfjamistök eru algeng meðal hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum. Niður stöður rannsókna benda til þess að rekja megi um helming lyfjamistaka til truflana og einbeitingarskorts hjúkrunar fræðinga. Þessar niðurstöður beina athygl inni að mikilvægi þess að hjúkrunar fræðingar skipuleggi vinnu sína þannig að nægur tími sé til lyfjaumsýslu án þess að ytri aðstæður trufli. Nauðsynlegt er að gera samstarfsfólki grein fyrir mikilvægi þess tíma sem hjúkrunarfræðingar verja í lyfjaumsýslu, tryggja góða vinnuaðstöðu þar sem erill og truflanir eru lágmarkaðar, ásamt því að setja fram skýrar verklagsreglur varðandi lyfjaumsýslu. Kappkosta ætti að hjúkrunarfræðingar geti ótruflaðir sinnt lyfjumsýslu þannig að öryggi sjúklinga verði sem minnst ógnað. Heilbrigðisstarfsmönnum á Íslandi er skylt samkvæmt lögum að skrá öll óvænt atvik í atvikaskrá þ.m.t. lyfjamistök (lög um landlækni, 2007) en vanskráning er þekkt og jafnvel viðurkennd. Reglur um skráningu þurfa að vera sýnilegar hjúkrunarfræðingum svo þeir viti hvað þeir eiga að skrá. Skapa þarf öryggismenningu þar sem yfirmenn og starfsfólk sýnir þeim skilning sem verða á lyfjamistök. Lyfjamistök eru tíð og er því mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur sjúkrahúsa séu á varðbergi gagnvart þeim og kunni leiðir til að draga úr þeim. Varpað er fram þeirri spurningu hvort aukin kennsla í lyfjafræði og þjálfun við lyfjaumsýslu í hjúkrunarfræðinámi á Íslandi geti bætt hæfni íslenskra hjúkrunarfræðinga í lyfjaumsýslu og þannig aukið öryggi sjúklinga. Einnig má velta því fyrir sér hvort gera þurfi strangari kröfur til hjúkrunarfræðinga, t.d. að þeir þurfi að gangast undir sérstaka þjálfun við tiltekt og gjöf lyfja sem gefin eru í æð eins og orðið er víða erlendis. Með samantekt þessari er ljósi varpað á tíðni, tegundir og orsakir lyfjamistaka hjá hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsum. Markmiði þessara skrifa er náð ef þau verða til þess að vekja hjúkrunarfræðinga, aðra heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur í heilbrigðiskerfinu til meðvitundar um lyfjamistök á sjúkrahúsum þannig að leitað verði leiða til þess að draga úr þeim svo að auka megi öryggi sjúklinga. Heimildaskrá Ann­Merethe Jakobsen, Charlotta María Evenson og Þyrí Stefánsdóttir (2003). Algengi lyfjamistaka meðal hjúkrunarfræðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Óbirt B.S.­ ritgerð, Háskólinn á Akureyri, heilbrigðisdeild. Anna White, Jóhanna Ósk Tryggvadóttir og Þórunn Kristín Sigurðardóttir (2006). Lyfjaatvik, hvað er það? Óbirt B.S.­ritgerð, Háskóli Íslands, hjúkrunarfræðideild. Balas, M.C., Scott, L.D., og Rogers, A.E. (2004). The prevalence and nature of errors and near errors reported by hospital staff nurses. Applied Nursing Research, 17 (4), 224­230. Balas, M.C., Scott, L.D., og Rogers, A.E. (2006). Frequency and type of errors and near errors reported by critical care nurses. Canadian Journal of Nursing Research, 38 (2), 24­41. Barker, K.N., Flynn, E.A., Pepper, G.A., Bates, D.W., og Mikeal, R.L. (2002). Medication errors observed in 36 health care facilities. Archives of Internal Medicine, 162 (16), 1897­ 1903. Bates, D.W., Boyle, D.L., Vander Vliet, M.B., Schneider, J., og Leape, L. (1995). Relationship between medication errors and adverse drug events. Journal of General Internal Medicine, 10 (4), 199­205. Beyea, S.C., Hicks, R.W., og Becker, S.C. (2003). Medication errors in the OR: A secondary analysis of medmarx. AORN Journal, 77 (1), 122, 125­129, 132­134. Elganzouri, E.S., Standish, C.A., og Androwich, I. (2009). Medication administration time study (MATS) Nursing staff performance of medica­ tion administration. The Journal of Nursing Administration, 39 (5), 204­210. Fahimi, F., Ariapanah, P., Faizi, M., Shafaghi, B., Namdar, R., og Ardakani, M.T. (2008). Errors in preparation and administration of intrave­ nous medications in the intensive care unit of a teaching hospital: An observational study. Australian Critical Care, 21 (2), 110­116. Flynn, E.A., Barker, K.N., Pepper, G.A., Bares, D.W., og Mikeal, R.L. (2002). Comparison of methods for detecting medication errors in 36 hospitals and skilled­nursing facilities. American Journal of Health-System Pharmacy, 59 (5), 436­446. Han, P.Y., Coombes, I.D., og Green, B. (2005). Factors predictive of intravenous fluid admin­ istration errors in Australian surgical care wards. Quality and Safety in Health Care, 14 (3), 179­184. Dæmi um ófullnægjandi lyfjafyrirmæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.