Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 21
kunningjar til að leita ráða við ýmsum einkennum og kvillum. Ef
við erum öll meðvituð um sérstöðu kvenna varðandi einkenni
og líðan eigum við auðveldara með að beina þeim í átt að nánari
greiningu og meðhöndlun. Úrtök í rannsóknum á einkennum
og líðan sjúklinga með hjarta og æðasjúkdóma hafa hingað
til verið að miklum meiri hluta karlar. Lyfjarannsakendur hafa
einnig beint sjónum sínum að körlum og eru til dæmis færri lyf
prófuð á konum með tilliti til aukaverkana. Það hefur þó sýnt
sig að konur fá önnur einkenni, oft aukaverkanir og jafnvel
aðrar en karlar og því er mikilvægt að þær séu þátttakendur í
þessum rannsóknum.
Átakið beinist einnig að konum þar sem þær hafa oft mikil
áhrif á þá sem í kringum þær eru. Við erum börnunum okkar
fyrirmynd um heilbrigðan lífsstíl, við nöldrum í makanum og
sendum hann í eftirlit og uppvinnslu, við sinnum öldruðum
foreldrum og við eigum líka oft stóra vinkvennahópa. Sem
heilbrigðisstétt og að miklum meirihluta konur eru hæg
heimatökin hjá okkur hjúkrunarfræðingum að hvetja aðrar
konur og fólk almennt til að huga að heilsunni áður en hún
brestur. Eins og máltækið segir: „Ef þú hugar ekki að heilsunni
í dag gæti verið að þú hafir ekki heilsu til að huga að á
morgun.“
Ég skora á Guðríði K. Þórðardóttur að skrifa næsta
þankastrik.
Fr
ét
ta
pu
nk
tu
r
Veglegar peningagjafir
færðar Rannsóknasjóði
Ingibjargar R. Magnúsdóttur
Í vetur hafa Rannsóknasjóði Ingibjargar R.
Magnúsdóttur borist veglegar peningagjafir. Í janúar
afhenti Jón Sigvaldason Rannsóknasjóði Ingibjargar
R. Magnúsdóttur gjafabréf að upphæð 100 þúsund
krónur. Gjöfin er til minningar um eiginkonu hans, Mary
Alberty Sigurjónsdóttur heilsuverndarhjúkrunarkonu.
Á lokaverkefnisdegi hjúkrunarfræðideildar gaf 25
ára útskriftarárgangur Háskóla Íslands gjafabréf að
upphæð 81 þúsund krónur.
Markmið Rannsóknasjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur
er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði.
Styrkir eru veittir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í
doktorsnámi vegna rannsóknarverkefna sem falla að
markmiðum sjóðsins. Fyrirhugað er að úthluta næst
úr sjóðnum haustið 2010. Sjóðurinn tilheyrir styrktar
sjóðum Háskóla Íslands og er einn af virkustu sjóðum
hans.
Sjóðurinn var stofnaður 29. júní 2007. Ingibjörg
R. Magnúsdóttir er fyrrverandi námsbrautar
stjóri í hjúkrunarfræði við Háskólann og fyrr
verandi skrifstofustjóri í heilbrigðis og trygg inga
málaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti tals
maður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og
var ein þeirra sem stóð að stofnun náms brautar í
hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973.
Jón Sigvaldason afhendir Rannsóknasjóði Ingibjargar R.
Magnúsdóttur peningagjöf.