Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 19
ekki er mælt með því að nota fótarasp
á fætur sykursjúkra. Umbúðir eiga
að vera rakadrægar og ekki er mælt
með loftþéttum umbúðum svo sem
hýdrókollóidplötum. Sykursýkisár eru oft
opin inn að beini og eru viðkvæm fyrir
sýkingu. Því er nauðsynlegt að íhuga
lyfjagjöf með breiðvirkum sýklalyfjum.
Einnig er vel við hæfi að nota umbúðir sem
hefta bakteríuvöxt svo sem silfurumbúðir.
Sökum þess hve hratt sýking getur breiðst
út er mælt með því að skipt sé um
umbúðir 2–4 sinnum í viku eftir þörfum.
Önnur fótasár. Fótasár af völdum
ónæmissjúkdóma og þegar illkynja
frumuvöxtur er í sári krefjast sérhæfðrar
meðferðar og ætti að vísa á sáramiðstöð
eða til sérfræðings í húð og eða
ónæmislækningum. Þrýstingssár á
fótum tengjast oft skertu slagæðaflæði
og þarfnast meðferðar í samræmi við
það. Einnig er nauðsynlegt að viðhafa
almennar þrýstingssáravarnir.
Staðbundin meðferð fótasára eða
undirbúningur sárabeðs fyrir græðslu
beinist einkum að þremur þáttum;
hreinsa burt óæskilegan vef úr sári,
hemja bakteríuvöxt og tempra raka. Til
að sár grói þarf að hreinsa burt dauðan
og óæskilegan vef. Fljótlegast er að
fjarlægja drep með hníf eða skærum.
Einnig eru sáragel og eða loftþéttar
umbúðir hentugar til að mýkja upp og
leysa upp dauðan vef. Þegar blóðflæði er
skert gilda aðrar reglur.
Allt bendir til að kranavatn sé jafngott
eða betra en sterilt saltvatn við skolun
sára (Fernandez & Griffith, 2008). Þó er
mælt með sterilu saltvatni ef sár ná inn
í dýpri vefjalög, til dæmis við meðferð
sykursýkisára. Jákvæð sýklaræktun þýðir
ekki endilega að sár sé sýkt. Þess vegna
er einungis mælt með sýklaræktun ef
klínísk merki um sýkingu eru til staðar. Góð
sárahreinsun dregur úr hættu á sýkingu.
Rannsóknir sýna að sár gróa best og
hraðast við rakar aðstæður, um það er ekki
lengur deilt. Þegar notaðar eru umbúðir,
sem halda sári röku, er þekjun hraðari en
í sárum sem fá að lofta og mynda skorpu
(Winter, 1962). Síðari tíma rannsóknir hafa
hins vegar sýnt að í sáravessa langvinnra
sára eru ensím sem hindra eðlilegt
græðsluferli og eru ertandi fyrir heila húð
(Schultz o.fl., 2003). Það er því mikilvægt
að tempra rakastig þannig að sárið sé
rakt án þess að vera baðað sáravessa.
Nútímaumbúðir eru hannaðar með þetta
í huga. Umbúðir eiga að halda sári röku
en draga í sig umframvessa. Þær eiga að
geta leyst upp dauðan vef og eiga ekki að
festast ofan í sárinu því að það særir nýjan
vef og veldur sársauka. Margar þeirra eru
hálfgegndræpar sem þýðir að þær eru
vökva og bakteríuheldar en hleypa út
raka með útgufun. Nútímasáraumbúðir
eru gerðar með það í huga að viðhalda
ákjósanlegum aðstæðum í sárinu í allt að
viku í senn.
Nútímasáraumbúðir eru ýmist framleiddar
úr gerviefnum, til dæmis svampar og
filmur, eða úr náttúrulegum trefjum.
Meðal þeirra umbúða, sem falla í flokk
nútímaumbúða, eru svampar, sáragel,
trefjar, þörungar, filmur, hýdrókollóidar
(kökur) og millilög af ýmsum gerðum.
Þær eru hannaðar fyrir sár í mismunandi
ástandi og því þarf að velja umbúðir
eftir eiginleika þeirra eftir því sem hentar
hverju sinni. Nútímaumbúðir leiðrétta
ekki undirliggjandi orsök sára en þær
eru nauðsynlegt hjálpartæki í meðferð
langvinnra fótasára.
Lokaorð
Eins og fram hefur komið eru fótasár
margbreytileg. Rannsóknir hafa sýnt
að rétt greining og rétt meðferð sára
eykur lífsgæði, flýtir græðslu og getur
þar með dregið úr kostnaði. Í grein sem
þessari er engan veginn hægt að gera
þessum málaflokki tæmandi skil. Hér hafa
verið dregin fram lykilatriði í greiningu og
meðferð fótasára. Tilgangur greinarinnar
er að kynna leiðbeiningarnar sem hér
er vísað í og eru nú aðgengilegar á
heimasíðu Samtaka um sárameðferð á
Íslandi, www.sumsis.org, og á heimasíðu
Landspítalans. Nauðsynlegt er að greining
og meðferð sé í höndum þeirra sem
hafa til þess þekkingu og færni. Flest
fótasár er hægt að meðhöndla utan
sjúkrahúsa, á heilsugæslustöðvum,
heimahjúkrun eða hjúkrunar og vist
heimilum, önnur þurfa sérhæfða með
ferð. Með tilkomu þverfaglegrar sáramið
stöðvar á Landspítala er greið leið að
sérhæfðri þekkingu en meginmarkmið
sáramiðstöðvarinnar er greining og ráðgjöf
til þeirra sem annast sjúklinga með sár,
auk þess að vísa viðeigandi tilfellum til
sérhæfðrar meðferðar innan spítalans.
Heimildir
Baldursson, B.T. (2007). Malignancy, includ
ing surgical treatment. Í M. J. Morison, C. J.
Moffatt, og P. J. Franks. (ritstj.), Leg ulcers.
A problem-based learning approach. (bls.
329–338). London: Mosby Elsevier.
European Pressure Ulcer Advisory Panel
(EPUAP). (2008). Pressure Ulcer Classification
(PUCLAS2). Sótt 5. nóvember 2008 á http://
www.puclas.ugent.be/puclas/e/.
Falanga, V. (2007). Inflammatory ulcers. Í Morison,
M. J., Moffatt, C., J. and Franks, P. J. (rit
stj.), Leg ulcers. A problem-based learning
approach. (pp. 339356). London: Mosby
Elsevier.
Fernandez, R. and Griffith, R. (2008). Water
for wound cleansing. Cochrane Database
of Systematic Reviews, Issue 1. Art. No.:
CD003861. Sótt 2. nóvember 2008 á https://
uhvpn.herts.ac.uk/cochrane/clsysrev/
articles/CD003861/,DanaInfo=www.mrw.
interscience.wiley.com+pdf_fs.html. DOI:
10.1002/14651858.CD003861.pub2.
Guðbjörg Pálsdóttir (2010). Chronic leg ulcers
among the Icelandic population. EWMA
Journal,10 (1), 19–22.
Hofman, D., Ryan, T.J., Arnold, F., Cherry, G.W.,
Lindholm, C., Bjellerup, M. og Glynn, C.
(1997). Pain in venous leg ulcer. Journal of
Wound Care, 6, 222–224.
O’Meara, S., Cullum, N. A. and Nelson, E. A.
(2009). Compression for venous leg ulcers.
Cochrane Database of Systematic Reviews,
Issue 1. Art. No.: CD000265. Sótt 19. febrúar
2009 á https://uhvpn.herts.ac.uk/cochrane/
clsysrev/articles/CD000265/,DanaInfo=www.
mrw.interscience.wiley.com+pdf_standard_
fs.html. DOI: 10.1002/14651858.CD000265.
pub2.
Registered Nurses Association of Ontario
(RNAO) (2005). Nursing best practice guide-
line: assessment and management of foot
ulcers for people with diabetes. Sótt 23.
október 2008 á http://www.rnao.org/Page.
asp?PageID=924&ContentID=719.
Registered Nurses Association of Ontario (RNAO)
(2004). Nursing Best Practice Guideline:
Assessment and Management of Venous Leg
Ulcers. Sótt 5. ágúst 2008 á http://www.rnao.
org/Page.asp?PageID=924&ContentID=722.
Royal College of Nursing (RCN) (2006). Clinical
practice guidelines: The nursing manage-
ment of patients with venous leg ulcers.
Recommendations. Sótt 5. ágúst 2008 á
http://www.rcn.org.uk/development/practice/
clinicalguidelines/venous_leg_ulcers.
Schultz, G.S., Sibbald, R.G., Falanga, V., Ayello,
E.A., Dowsett, C., Harding, K. o. fl. (2003).
Wound bed preparation: a systematic
approach to wound management. Wound
Repair and Regeneration, 11, S1–28.
Vowden, P., Apelqvist, J., og Moffatt, C. (2008).
Wound complexity and healing. European
Wound Management Association (EWMA).
Position Document: Hard-to-heal wounds: a
holistic approach. London: MEP Ltd.
Winter, G.D. (1962). Formation of the scab and
the rate of epithelization of superficial wounds
in the skin of the young domestic pig. Nature,
193, 293–294.