Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201046 Í 13 ár sinnti Erla starfinu og þurfi allan þann tíma að fylgjast með börnum í hún og læknirinn fóru um og skoðuðu börnin, vigtuðu þau, mældu, sjón­ og heyrnarprófuðu og sprautuðu eftir því sem við átti. Hún hélt svo spjaldskrá yfir allt saman. Skólahjúkrunarstarf Erlu breyttist fljótlega í það sem kallað er heilsuverndarhjúkrun en fólk skildi ekki í þá daga hvað það var. Erla lenti í ýmsu í starfi sínu og minnist sérstaklega þegar hún var einu sinni að bólusetja krakka í Njarðvíkunum fyrir kúabólu. Hún bólusetti meðal annars litla, 12 ára gamla stúlku sem leið hreinlega yfir. „Ég vissi auðvitað ekki af hverju. Við létum stúlkuna setjast og jafna sig og svo fylgdu skólasystur hennar henni heim. Skömmu síðar hringir móðir stúlkunnar og spyr hvort ég viti ekki að stúlkan sé ófrísk og ég hefði verið að kúabólusetja hana. Ég spurði bara hvernig ég hefði átt að vita það, hún sem væri bara 12 ára gömul. Ég var hrædd og vissi ekki hvort þetta gæti verið skaðlegt en sem betur fer sagði læknirinn að þetta myndi engin áhrif hafa. Ég þakkaði guði fyrir en þetta var ægileg reynsla.“ Heilsufræðikennsla í gagnfræðaskóla Eftir fyrsta árið í Keflavík var Erla ráðin til Njarðvíkurbæjar. Þá kom skólastjórinn, Rögnvaldur Sæmundsson, að máli við hana og spurði hvort hún vildi ekki koma og kenna heilsufræði í gagnfræðaskólanum. „Ég ræð ekkert við það,“ sagði ég, en hann sagðist myndu kenna mér og segja mér hvað hann vildi að ég fjallaði um í kennslunni. Ég ætti bara að kenna stelpunum sem voru 16 ára. Þær færu margar hverjar fljótlega að búa og hann vildi að þær yrðu betur undir lífið búnar. „Ég vil að þær kunni að þrífa sig, viti hvernig börn verða til og viti allt um getnaðarvarnir. Og svo vil ég að þú kennir þeim að baða ungbörn, sinna umönnun í heimahúsum og loks að kenna hjálp í viðlögum.“ Hana kenndi ég reyndar öllum skólakrökkunum. Þetta var nú ekkert smáræði og ég sagðist þurfa ýmislegt til, bekk, dúkku og margt fleira en Rögnvaldur sagðist myndu sjá til þess að ég fengi allt sem ég þyrfti auk þess sem hann sendi mig á námskeið til Reykjavíkur til að læra blástursaðferðina. Ég var óskaplega ánægð með árangurinn í skólanum, ekki síst þegar fjórar stúlkur úr fyrsta árganginum ákváðu að fara í hjúkrun og það vegna áhugans sem hafði vaknað í náminu hjá mér. Fleiri fylgdu á eftir. Sigríður Eiríksdóttir, fyrrum formaður Hjúkrunarfélagsins, hafði kennt heimahjúkrun í Húsmæðraskólanum og þar lærði ég mikið sem nýttist mér vel en Sigríður kenndi líka hjúkrun í fjóra bekk Kvennaskólans sem þá var gagnfræðaskóli.“ Erla fræddi stúlkurnar um getnaðarvarnir, um smokkinn, hettuna, pilluna og lykkjuna sem var að koma fram á þessum tíma. Hún kenndi þeim líka að skilja á milli við fæðingu og að sjálfsögðu samdi hún allt kennsluefnið sjálf. Þetta var vissulega kynfræðsla eins og hún gerðist best þá og gerist líklega enn. Erla var því ekki aðeins frumkvöðull í skólahjúkrun heldur einnig í kennslu heilsufræði og kynfræðslu á Suðurnesjum og þótt víðar væri leitað hér á landi í þá daga. „Í kynfræðslunni lagði ég mikla áherslu á að segja stúkunum að byrja ekki kynlíf of fljótt og heldur ekki með öðrum en þeim sem þær vildu lifa lífinu með og reyndi að innprenta þeim að stunda ekki lauslæti.“ Ein með fjögur börn Allt fram til 1970 var Erla bæði skólahjúkrunarkona og kennari en þá lést maður hennar og hún var orðin ein með tvo unglinga og tvö börn fjögurra ára og hálfs árs. Henni fannst hún verða að vera heima hjá börnunum og hætti að vinna. Eftir það var hún þó skólahjúkrunarkona í eitt ár við skólana á Laugarvatni og síðar stundaði hún hjúkrun á Sólvangi og við sjúkrahúsið í Keflavík. Þá kynntist hún Jóni Ágústssyni rafvirkja og þau rugluðu saman reitum sínum og hún hætti að mestu að vinna úti, vann þó um tíma á speglunardeildinni á Landspítalanum. Erla segir brosandi að þá hafi hún enn einu sinni lagt út á braut þar sem hún hafi ekkert kunnað til. Yfirhjúkrunarkonan sagði bara við hana að þetta kynni enginn fyrr en honum hefði verið kennt það og sama gilti um hana. Hún myndi læra til verka. Erla gerði það að sjálfsögðu eins og hún hafði gert alltaf áður og sinnti starfinu með sóma þar til hún hætti að vinna sökum aldurs. Rannsókna- og vísindasjóður hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir umsóknum um styrki Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á þar til gerðu umsóknareyðublaði á netfangið rannsoknaogvisindasjodur@hjukrun.is Nánari upplýsingar: www.hjukrun.is Sjóðurinn var stofnaður 12. maí 1987 af Maríu Finnsdóttur, fræðslustjóra Hjúkrunar- félags Íslands. Tilgangur sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræðinga til rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræðum hér á landi. Styrkveiting miðast við stuðning á öllum stigum rannsókna. Ekki er veitt úr sjóðnum í tengslum við nám. Að þessu sinni verður veitt allt að 500 þúsund krónum úr sjóðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.