Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 62
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201058 fyrir sér hvort þjónustuþörf þessa hóps hafi verið fullnægt. Umönnunarbyrði er oft og tíðum mikil á aðstandendum og eru hvíldarinnlagnir hugsaðar til að létta þá byrði og stuðla þannig að því að hinn aldraði geti búið lengur heima (Gräsel, 1997; Lee o.fl., 2007). Rannsóknir sýna að hvíldarinnlagnir eru valkostur sem aðstandendur nýta sér þegar umönnunarbyrði er mikil og geta þær dregið tímabundið úr álagi á aðstandendur (Cox, 1997; Gräsel, 1997; Salin og Astedt­Kurki, 2007). Þó bendir nýleg fræðileg úttekt til þess að hvíldarinnlagnir einar og sér hafi takmörkuð jákvæð áhrif á umönnunaraðila en að hvíldarinnlagnir séu mikilvægur hluti af fjölbreyttri og einstaklingsmiðaðri þjónustu (Shaw o.fl., 2009). Í rannsókn Smyer og Chang (1999) komu fram fjórar ástæður fyrir því að nýta sér hvíldarinnlögn: aldraðir og aðstandendur eru líkamlega og tilfinningalega örmagna, aðstandendur vilja viðhalda félagslegum tengslum, aðstandendur eru veikir og enginn umönnunaraðili er til staðar. Þessar niðurstöður eru nokkuð samhljóða þeim svörum sem fengust við opinni spurningu um væntingar til hvíldarinnlagnar. Þegar umönnunaraðili er maki er hann yfirleitt einnig aldraður og jafnvel sjálfur með einhver heilsufarsvandamál. Ef umönnunaraðili er barn þess aldraða hefur viðkomandi fleiri hlutverkum að gegna, eins og vinnu utan heimilis og umsjá eigin barna. Því var áberandi að aðstandendur, sem önnuðust aldraða ættingja, höfðu þörf fyrir hvíld frá umönnuninni. Hinir öldruðu vonuðust hins vegar til að öðlast bætta heilsu og líðan. Það takmarkar þessa rannsókn að hún tók eingöngu til aldraðra sem biðu eftir hvíldarinnlögn á öldrunarsviði Landspítala þegar rannsóknin hófst. Úrtakið var þægindaúrtak og því ekki hægt að ganga út frá því vísu að það endurspegli þann hóp aldraðra sem nýtir sér hvíldarinnlagnir. Karlar voru fleiri en konur í úrtakinu en það endurspeglar ekki kynjahlutfallið í þessum aldurshópi almennt (Hagstofa Íslands, 2009). En þar sem úrtakið var þægindaúrtak er ekki hægt að ganga út frá því að kynjahlutfall úrtaks sé það sama og á biðlistanum. Líklega gefa þó niðurstöðurnar nokkuð rétta mynd af þeim hópi sem beið eftir hvíldarinnlögn á Landspítalanum þar sem úrtakið náði yfir um helming þeirra sem voru á biðlista. Vegna smæðar úrtaks (n = 24) eru niðurstöður ekki tölfræðilega marktækar og ekki hægt að fá óyggjandi tengsl milli breyta eða mun milli kynja. Takmarkandi þáttur við framkvæmd matsins er að það var gert í einni heimsókn til hins aldraða í stað fleiri heimsókna eins og RAI­HC­matið gerir ráð fyrir. Niðurstöðurnar byggjast því algerlega á frásögn hins aldraða eða aðstandenda en ekki á klínísku áliti hjúkrunarfræðings. Leiða má hugann að því hvort það hafi haft áhrif á niðurstöður að í sumum tilvikum var einungis rætt við nánasta aðstandanda. LOKAORÐ Aldraðir, sem biðu hvíldarinnlagnar á öldrunarsviði Land­ spítalans, höfðu ólík heilsufarsvandamál. Stærstur hluti hópsins hafði greinst með minnissjúkdóm og almennt var færni þessa hóps til að sinna daglegum athöfnum skert og hafði flestum farið aftur síðustu mánuði. Í langflestum tilfellum bjó hinn aldraði með aðalumönnunaraðila sínum. Helmingur þessa hóps þarfnaðist stuðnings og eftirlits allan sólarhringinn. Einvera og einangrun var algeng meðal hópsins. Umönnunarbyrði var oft mikil á aðstandendum vegna lélegrar líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar stöðu þess aldraða. Hvíldarinnlagnir eru meðal þeirra þjónustuúrræða sem öldruðum og aðstandendum þeirra standa til boða en þær eru hugsaðar til að létta á umönnunarbyrði og geta þannig stuðlað að því að hinn aldraði geti búið lengur heima. Þessi rannsókn er sú fyrsta, svo vitað sé, sem gerð hefur verið hérlendis á færni og þörfum aldraðra einstaklinga sem bíða eftir hvíldarinnlögn. Rannsóknin gefur mikilvægar upplýsingar fyrir hvíldarinnlagnir og geta veitt þeim sem skipuleggja og veita slíka þjónustu ákveðna innsýn í heilsufar, færni og væntingar þeirra sem nýta sér þjónustuna. Ljóst er að þörf fyrir óformlegan og formlegan stuðning er mikil meðal þeirra sem bíða eftir hvíldarinnlögn og eykst hún eftir því sem hinum aldraða hrakar. Með reglulegu mati á færni og þörfum hins aldraða, til dæmis í heilsugæslu og í heimahjúkrun, er mögulegt að greina breytingar á þjónustuþörf í tíma og bjóða þjónustuúrræði við hæfi. Heimildir Anna Birna Jensdóttir, Fanney Friðbjörnsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrafn Pálsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Maríanna Haraldsdóttir, Ómar Harðarson, Pálmi V. Jónsson og Þórunn Ólafsdóttir (1999). Heilsufar og hjúkrunarþörf aldraðra sem njóta þjónustu heimahjúkrunar. Rannsókn framkvæmd af RAI­stýrihóp 1997­1998 með þátttöku fjögurra heilsu gæslustöðva á Stór­ Reykjavíkursvæðinu. Reykjavík: Heilbrigðis­ og trygginga málaráðuneytið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e.d.). Elderly people. Improving oral health amongst the elderly. Sótt 26. janúar 2007 á http://www.who.int/oral_ health/action/groups/en/index1.html. Braithwaite, V. (1998). Institutional respite care: Breaking chores or breaking social bonds? The Gerontologist, 38 (5), 610­617. Coperland, J.R., Beekman, A.T., Dewey, M.E., Hooijer, C., Jordan, A., Lawlor, B.A., Lobo, A., Magnusson, H., Mann, A.H., Meller, I., Prince, M.J., Reischies, F., Turrina, C., deVries, M.W., og Wilson, K.C. (1999). Depression in Europe. Geographical distribution among older people. The British Journal of Psychiatry, 174, 312­321. Cox, C. (1997). Findings from a statewide program of respite care: A com­ parison of service users, stoppers and nonusers. The Gerontologist, 37, 511­517. Ebersole, P., Hess, P., Touhy, T., og Jett, K. (2005). Gerontological Nursing and Healthy Aging (2. útg.). St. Louis: Elsevier Mosby. Ekwall, A.K., Sivberg, B., og Hallberg, I.R. (2007). Older caregiver‘s coping strategies and sense of coherence in relation to quality of life. Journal of Advanced Nursing, 57 (6), 584­596. Ekwall, A.K., Sivberg, B., og Hallberg, I.R. (2005). Loneliness as a predictor of quality of life among older caregivers. Journal of Advanced Nursing, 49 (1), 23­32. Félagsmálaráðuneytið (2008a). Stefna í málefnum aldraðra til næstu ára. Sótt 22. júlí 2009 á http://www.felagsmalaraduneyti.is/malaflokkar/ malefni_ aldradra/Almennt//nr/4417. Félagsmálaráðuneytið (2008b). Fjölgun úrræða fyrir aldraða. Sótt 25. júlí 2009 á http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/ nr/4076. Fielo, S.B., og Warren, S.A. (2001). Home adaptation: Helping older people age in place. Geriatric Nursing, 22 (5), 239­247. Gama, E.V., Damián, J., Molino, J.P., Lópes, M.R., Pérez, M.L., og Iglesias, F.G. (2000). Association of individual activities of daily living with self­ rated health in older people. Age and Ageing, 29, 267­270. Gräsel, E. (1997). Temporary institutional respite in dementia cases: Who uti­ lizes this form of respite care and what effect does it have? International Psychogeriatrics, 9 (4), 437­448. Hagstofa Íslands (2009). Mannfjöldaspá. Sótt 25. júlí 2009 á http://hagstofa. is/Hagtolur/Mannfjoldi/Framreikningur­mannfjoldans Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið (2005). Tillögur nefndar um uppbygg ingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Sótt 8. nóvember 2009 á http://www.heilbrigdisraduneyti.is/media/Skyrslur/ Hafnarfjordur­lokaskyrsla­feb.2006.pdf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.