Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 23 bent var á að karlmennirnir tveir höfðu útskrifast á 40 ára afmælisári Hjúkrunar­ félagsins. Í viðtalsgrein í Morgun­ blaðinu kemur fram að Geir hafði verið að vinna á Kleppi og þar hitt enskan hjúkrunar fræðing sem beindi áhuga hans að hjúkrun. Geir fór svo ásamt Pétri Björgvinssyni til Danmerkur til hjúkrunar­ náms. Pétur lauk námi í Danmörku og virðist hafa ílengst þar. Rögnvaldur hafði svipaða sögu að segja. Hann hafði unnið á Elliheimilinu og fengið áhuga á starfinu. Þeir Geir og Rögnvaldur voru ekki samferða í skóla í Danmörku en báðir voru þeir fyrst í djáknaskóla sem var skilyrtur undirbúningur fyrir þá sem vildu fara í hjúkrunarskóla. Þeir færðu sig svo um set þegar þeir fréttu að karlmönnum hefði verið leyft að nema við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands. Nafninu var breytt í Hjúkrunarskóla Íslands fyrst 1962. Rögnvaldur giftist danskri hjúkrunarkonu, vann fyrst á Grund og lærði svo svæfingarhjúkrun. Hann fluttist seinna til Danmerkur þar sem hann býr enn. Geir giftist Hólmfríði Geirdal hjúkrunarfræðingi. Þau unnu fyrst saman á Kleppi þar sem var hægt að fá bústað og dagvistun fyrir börnin og fluttu svo á Hvammstanga. Rannveig Sigurbjörnsdóttir segist hafa leyst þau hjónin af eitt sumar til þess að þau gætu komist í sumarfrí saman. Geir lærði svo geislafræði og gerðist röntgenhjúkrunarfræðingur. Hann var lengi deildarstjóri röntgendeildar á Borgarspítalanum en lést 1997. Af hverju eru karlmennirnir ekki fleiri? Eftir að Geir og Rögnvaldur útskrifuðust hafa um 100 karlmenn starfað við hjúkrun á Íslandi. Þeir hafa annaðhvort numið hjúkrun hér á landi eða flutt hingað og starfað hér í skemmri eða lengri tíma. Það samsvarar að tveir karlmenn hafi tekið til starfa á ári hverju síðan um 1960. Karlmenn eru í öllum löndum í minnihluta í hjúkrun en óvíða eins fáir og á Íslandi. Á síðustu öld hafa konur gert innreið í karlastéttir og orðið til dæmis. prestar, læknar og jafnvel verkfræðingar en karlar sækja lítið í hefðbundnar kvennastéttir. Þetta er sérstaklega áberandi í hjúkrun. Af þeim 85 karlmönnum, sem eru núna í félaginu, eru einungis sjö undir þrítugu og því ljóst að ekki hefur fjölgað verulega í hópi ungra karlmanna undanfarin ár. Reyndar munu fjórir bætast við um það leyti og þetta tölublað kemur út. Hins vegar eru tólf í hópnum af erlendum uppruna þannig að alþjóðlegir fólksflutningar hafa átt sinn þátt í fjölgun karlmanna í hjúkrunarstétt á Íslandi. Þá eru frátaldir erlendir karlmenn sem eru í félagatalinu en búa ekki lengur hér á landi. Það má velta fyrir sér af hverju það sækja ekki fleiri ungir karlmenn í hjúkrunarnám. Starfið er gríðarlega fjölbreytt og menntunin nýtist á marga lund. Það er þó mikið til innanstéttar leyndarmál. Hins vegar virðist það vera mjög fast í mönnum að það sé konum eðlislægt að sinna þessu starfi. Þórður Kristinsson mannfræðingur rannsakaði fyrir nokkrum árum reynslu karlmanna af hjúkrunarstörfum og heitir rannsóknarskýrsla hans „Kynlegir kvistir“. Þar segir einn viðmælandi, karlkyns hjúkrunarfræðingur, að hjúkrun sé „brennimerkt sem kvennastétt“. Það þurfi því talsverðan styrk og þroska til þess að brjótast í gegnum hinn hefðbundna starfsvalsramma. Þórður dregur þá ályktun að hin samfélagslega yfirburðarstaða karla, sem hefur verið ráðandi til skamms tíma, hafi hamlað karlmönnum ekki síður en konum. „Þegar karlar hunsa hina ráðandi karlmennsku með því að fara í kvennastarf eins og hjúkrun, er karlmennska þeirra oft dregin í efa. Þeir eru því skilgreindir út frá þeim gerðum karlmennsku sem þykja minna virði,“ segir í skýrslunni. Marilyn Jaffe­Ruiz, bandarískur hjúkrunarkennari, sagði í Tímariti hjúkrunarfræðinga fyrir ári að hún teldi hjúkrun hafa lítið aðdráttarafl fyrir unglingspilt sem á hugsanlega erfitt fyrir með sjálfsmynd sína. Marilyn taldi að leita ætti til eldri karlmanna þegar reynt er að fá fleiri umsækjendur í hjúkrunarnám. Í bandaríska tímaritinu „Nursing2003“ var talað við sex karlhjúkrunarfræðinga í áhrifastöðum og tóku þeir í sama streng. Einn þeirra benti einnig á að konur hafa sjálfar búið til varnargarða, til dæmis með því að banna karlmönnum að hefja nám. Hann sagði enn fremur að það hafi alltaf verið til karlar sem hafi viljað fara í hjúkrun en hindranirnar hafi verið nánast óyfirstíganlegar. Í hvaða störf fara karlarnir? Það er almenn skoðun meðal félags­ manna og í samfélaginu að karlkyns hjúkrunarfræðingar vinni þar sem mikið er um tækni og hraðinn og spennan er sem mest. Slík störf er til dæmis að finna á bráðamóttöku, gjörgæsludeild og svæfingadeild. Ekki er að sjá nein áberandi merki í félagatalinu um að þetta sé rétt. Til eru karlar sem vinna á gjörgæslu og við svæfingar en hlutfallslega eru þeir líklega ekki fleiri en konurnar. Hins vegar vinna tiltölulega margir karlar við geðhjúkrun. Oft er talað um að karlar séu fljótir að koma sér í stjórnunarstöður en þeir eru í raun ekki áberandi margir. Einn er hjúkrunar forstjóri og nokkrir eru deildar­ stjórar. Einnig hefur verið sagt að karlarnir hverfi í önnur störf. Veltan hefur þó alltaf verið mikil í hjúkrun. Margar konur fara árlega í önnur störf eða hverfa af vinnumarkaðnum tímabundið og ekkert Geir Friðbergsson og Rögnvaldur Skagfjörð Stefánsson á útskriftarmyndinni frá 1959.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.