Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 7
Tíðni lyfjamistaka
Rannsóknir sýna að lyfjamistök eru
algeng meðal hjúkrunarfræðinga á
sjúkrahúsum en erfitt er að meta tíðni
þeirra af ýmsum ástæðum. Í mörgum
tilfellum gerir enginn sér grein fyrir því
að lyfjamistök hafi átt sér stað. Mörg af
þeim lyfjamistökum, sem uppgötvast,
eru ekki skráð auk þess sem erfitt er að
bera saman rannsóknir þar sem notaðar
eru mismunandi rannsóknaraðferðir og
lyfjamistök eru skilgreind á mismunandi
hátt. Sem dæmi má nefna að það að
gefa sjúklingi lyf á röngum tíma er ekki
alltaf skilgreint sem lyfjamistök.
Niðurstöður rannsókna benda til þess
að 6578% hjúkrunarfræðinga á sjúkra
húsum telji sig einhvern tímann á starfs
ferlinum hafa gert lyfjamistök (Mrayyan
o.fl., 2007; Ulanimo o.fl., 2007).
Í rannsókn, þar sem fylgst var með
hjúkrunarfræðingum á vettvangi við
tiltekt og gjöf 3.216 lyfjaskammta á 64
deildum, kom í ljós að mistök voru gerð í
19% tilfella. Af þessum niðurstöðum má
gera ráð fyrir að sjúklingur, sem fær tíu
skammta af lyfjum á dag, verði tvisvar
á dag fórnarlamb lyfjamistaka (Barker
o.fl., 2002). Rannsóknir, sem gerðar hafa
verið með beinni athugun á vettvangi,
sýna tíð lyfjamistök þegar lyf eru gefin
í æð, eða í 1873% tilfella (Fahimi o.fl.,
2008; Han o.fl., 2005; Taxis og Barber,
2003, 2004). Mistök eru algengari þar
sem tilgangur athugunar var ekki þekktur
meðal þátttakenda. Í ljósi þess má ætla
að hjúkrunarfræðingarnir, sem vissu um
tilgang rannsóknarinnar, hafi gert færri
mistök þar sem þeir vissu hvers vegna
fylgst var með þeim.
Tíðni lyfjamistaka á Íslandi
Niðurstöður tveggja rannsókna,
sem gerðar voru á lyfjamistökum
hjúkrunarfræðinga á Íslandi, sýna að
yfir helmingur hjúkrunarfræðinga telja sig
hafa gert lyfjamistök á starfsferlinum. Í
þessum rannsóknum var notaður sami
spurningalistinn þar sem m.a. var spurt
hvort hjúkrunarfræðingur hefði einhvern
tímann átt aðild að lyfjamistökum. Í
rannsókn, sem gerð var á Landspítala
háskólasjúkrahúsi (LSH), töldu 78%
þátttakenda sig hafa átt aðild að
lyfjamistökum á starfsferlinum og taldi
helmingur þeirra sig hafa átt aðild að
lyfjamistökum síðastliðna 12 mánuði
(Anna White o.fl., 2006). Í rannsókn,
sem gerð var á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri (FSA), töldu 65%
hjúkrunarfræðinga sig hafa átt aðild
að lyfjamistökum á starfsferlinum og
þriðjungur þeirra taldi sig hafa átt aðild
að lyfjamistökum síðastliðna 12 mánuði
(AnnMerethe Jakobsen o.fl., 2003).
Þess ber að geta að það að gefa sjúklingi
lyf á röngum tíma var talið til lyfjamistaka í
rannsókninni sem gerð var á FSA en ekki
í rannsókninni sem gerð var á LSH.
Tegundir lyfjamistaka
Rangur skammtur er algengasta tegund
lyfjamistaka eða 3136% mistakanna.
Næstalgengustu lyfjamistökin eru þegar
hjúkrunarfræðingar gefa sjúklingum rangt
lyf eða 1631% allra mistaka. Talið er að
í 20% tilfella, þar sem rangt lyf var gefið,
hafi ástæðan verið sú að læknir hafði
stöðvað lyfjagjöfina en hjúkrunarfræðingur
ekki orðið var við það og gefið lyfið
(Sheu o.fl., 2008). Önnur algeng ástæða
þess að rangt lyf var gefið var talin
vera að hjúkrunarfræðingar rugli saman