Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201014 Guðbjörg Pálsdóttir, gpsara@landspitali.is LYKILLINN AÐ ÁRANGURSRÍKRI MEÐFERÐ FÓTASÁRA „Hvað er best að setja á fótasár?“ Þetta er spurning sem algengt er að menn velti fyrir sér í glímunni við langvinn fótasár. Vissulega þarf að vanda vel til umbúða á fótasár. Það er hins vegar breytilegt hvað hentar best hverju sinni og margt fleira en umbúðir sem ber að hafa í huga við meðferð sjúklinga með fótasár. Fótasár er sjúkdómsástand sem fyrst og fremst hrjáir aldraða einstaklinga en þó eru fótasár líka þekkt meðal yngra fólks. Fótasár hafa umtalsverð áhrif á daglegt líf einstaklinga og þau eru langvinnt ástand sem varir mánuðum og jafnvel árum saman. Batinn er hægur og sárin koma aftur og aftur. Í meðferð fótasára er mikilvægt að greina undirliggjandi orsök og meðhöndla hana. Orsakir fótasára eru oftast tengdar veikleikum eða sjúkdómum í æðakerfi fótleggja en aðrir sjúkdómar eða kvillar geta líka verið orsakavaldur. Þar að auki eru margir þættir sem hafa áhrif á það hvernig og hvort sárin gróa. Í þessari grein er leitast við að draga fram helstu þætti varðandi greiningu, mat og meðferð langvinnra fótasára og kynna nýlegar leiðbeiningar frá Sáramiðstöð Landspítala sem ætlaðar eru sem leiðarlykill við meðferð sjúklinga með langvinn fótasár (sjá töflur 1–3). Hvað eru fótasár? Til fótasára teljast sár á fótum og fótleggjum. Flest fótasár má rekja til veikleika eða sjúkdóma í æðakerfi ganglima. Þó ber að hafa í huga að orsakir geta verið af öðrum toga. Bláæðasár eru tengd veikleikum í bláæðum ganglima og eru langalgengust fótasára eða 40–80% af öllum fótasárum. Á Íslandi eru bláæðasár talin ríflega þriðjungur allra fótasára (Guðbjörg Páls­ dóttir, 2010). Bláæðar ganglima flytja blóð frá fótum upp að hjarta og lungum. Vöðvasamdráttur í ganglimum pumpar blóðinu upp í móti en bláæðalokurnar hindra bakflæði blóðsins. Ef lokurnar virka ekki nægilega vel sígur blóð til baka vegna þyngdaraflsins. Við það eykst þrýstingur í bláæðum ganglima þar til æðaveggir gefa eftir og bjúgur myndast. Þetta ástand getur á endanum leitt til þess að húðin brestur og sár myndast. Bjúgsöfnun er einkennandi fyrir bláæðasár og getur verið til staðar jafnvel á grönnum fótleggjum. Einnig sjást oft breytingar í húð, svo sem brúnleitir flekkir, exem, æðaslit og litlar hvítar skellur. Sárin sjálf eru oftast grunn, óregluleg í laginu og vessandi. Sárin eru staðsett uppi á leggnum milli ökkla og hnés (sjá mynd). Fótapúlsar eru þreifanlegir nema ef bjúgur er mikill. Í hugum margra tengjast verkir í fótasárum eingöngu slagæðasárum. Rannsóknir sýna hins vegar að 65% einstaklinga með bláæðasár eru með verki tengda sárunum (Hofman, 1997). Guðbjörg Pálsdóttir er hjúkrunarfræðingur, MS, á sáramiðstöð Landspítala. Bláæðasár. Allar myndir eru birtar með leyfi sjúklinga, myndirnar tók Guðbjörg Pálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.