Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 60
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201056 Helmingur þátttakenda bjó með maka eða sambýlingi. Kynjamunur var þó nokkur hvað varðar sambúðarform (tafla 3). Í helmingi tilfella var aðalumönnunaraðili hins aldraða maki eða sambýlingur. Í tíu tilfellum var aðalumönnunaraðilinn barn eða tengdabarn. Þegar börn eða tengdabörn önnuðust hina öldruðu voru það yfirleitt dætur eða tengdadætur (9 af 10). Í einu tilfelli sinnti sonur umönnuninni. Í flestum tilvikum (n=20) bjó hinn aldraði með aðalumönnunaraðila sínum en í þremur tilvikum var ekki um slíka sambúð að ræða. Einn einstaklingur átti engan umönnunaraðila og bjó einn. Helmingur þátttakenda þurfti aðstoð eða eftirlit frá umönnunaraðila allan sólarhringinn. Þegar skoðuð var breyting á heildarumönnunarþörf hins aldraða kom í ljós að 13 töldu að um afturför væri að ræða og þeir þyrftu meiri aðstoð nú en fyrir þremur mánuðum. Þeir sögðust í 17 af 24 tilvikum njóta mikils stuðnings og vera í góðum tengslum við fjölskyldu sína. Fimm af 23 umönnunaraðilum fannst þeir ekki geta séð um hinn aldraða vegna eigin heilsuleysis. Í tíu tilvikum lét aðalumönnunaraðili í ljós áhyggjur, kvíða eða reiði og í átta tilvikum voru umönnunaraðilar yfirbugaðir vegna veikinda hins aldraða. Fjórtán hinna öldruðu fengu vitjun frá heimahjúkrun. Hver heimsókn sjúkraliða og hjúkrunarfræðings stóð í um 10 til 15 mínútur. Átta einstaklingar fengu sjúkraþjálfun heima. Níu fengu heimilishjálp sem kom oftast hálfsmánaðarlega og var þá í tvær klukkustundir að jafnaði. Þrír einstaklingar fengu heimsendan mat einhvern hluta vikunnar. Fimm fengu enga formlega aðstoð. Algengt var að fá þjónustu eins eða tveggja þjónustuaðila (n=14). Væntingar til hvíldarinnlagnar Niðurstöður úr opinni spurningu um væntingar til hvíldarinnlagnar sýndu að 10 af 24 þátttakendum, sem voru á biðlista, höfðu engar væntingar til þjónustunnar né höfðu ákveðnar hugmyndir um hana. Níu hinna öldruðu vonuðust til að öðlast betri heilsu og að líðan þeirra yrði betri eftir hvíldarinnlögnina. Meðal atriða, sem fram komu til að bæta heilsu, var von um góða heilbrigðisþjónustu og að boðið yrði upp á líkamsþjálfun sem myndi auka þrek þeirra og þol. Þessu til viðbótar var einn þátttakandi, sem vonaðist til að unnt væri að létta á umönnunarbyrði sambúðaraðila síns en honum fannst hann vera mikil byrði á viðkomandi. Fjórir hinna öldruðu gátu ekki greint frá hvers þeir væntu af hvíldarinnlögn vegna heilsufars síns. Væntingar aðstandenda voru helst þær að komast frá þegar hinn aldraði færi í hvíldarinnlögn. Tveir aðstandendur nefndu að þeim létti við að hinn aldraði fengi hvíldarinnlögn, því þá væri hann í öruggari höndum en heima. Í öllum tilfellum var um að ræða maka eða barn sem þurfti að fá hvíld frá því að annast hinn aldraða. UMRÆÐA Aldraðir sem biðu eftir hvíldarinnlögn höfðu ólík heilsufarsvandamál og var færniskerðing þeirra mismunandi enda er skerðing á færni flókið samspil margra þátta. Heilabilunarsjúkdómar og hjartasjúkdómar voru algengustu sjúkdómsgreiningar hinna öldruðu. Almennt var ADL­ og IADL­færni þessa hóps skert og það vekur athygli að flestum hafði farið aftur í færni við daglegar athafnir síðustu mánuði. Tafla 3. Sambúðarform aldraðra á biðlista eftir hvíldarinnlögn (N=24). Sambúðarform Fjöldi / Hlutfall (%) Karl Kona Alls/hlutfall af heildarfjölda (%) Býr ein/n Fjöldi 1 3 4 Hlutfall karla/kvenna 8% 27% 17% Býr með maka eða sambýlingi Fjöldi 9 3 12 Hlutfall karla/kvenna 69% 27% 50% Býr með barni sínu Fjöldi 2 5 7 Hlutfall karla/kvenna 15% 46% 29% Býr með öðrum en ættingja eða maka Fjöldi 1 0 1 Hlutfall karla/kvenna 8% 0% 4% Alls Fjöldi 13 11 24 Hlutfall karla/kvenna 100% 100% 100% Lélegt n=7 Sæmilegt n=9 Gat ekki svarað n=1 Mjög gott n=1 Gott n=6 Mynd 3. Mat aldraðra sem bíða hvíldarinnlagnar á eigin heilsufari (N=24).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.