Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 27 Það eru miklar reglur í samfélaginu um hvernig karlar og konur eiga að vera. Þegar karl fer í kvennastétt þá er hann að lækka sig á stall en þegar kona fer í karlastörf þá er hún að hækka sig á stall. Það eru ekki bara karlar sem tala svona, það eru líka konur. Þær taka þannig þátt í að lítillækka sjálfa sig. Kúgunin kemur ekki frá körlum heldur frá öllu samfélaginu. Stundum hafa konur, meira að segja hjúkrunarfræðingar, spurt mig með skrýtnum svip, hvað ertu að gera í hjúkrun? Ég hef þá svarað, bíddu, er ég þá að lækka mig eða gera lítið úr sjálfum mér með því að vera eins og þú? Þá hrökkva þær við.“ En þó að Axel sé ánægður í starfinu hefur slíkt tal haft áhrif á hann, sérstaklega fyrir hrun þegar allt var á fleygiferð. „Þá runnu stundum á mig tvær grímur. Kannski ætti ég að hafa orðið bankastjóri eða þess háttar.“ Axel segist ekki finna fyrir því í vinnunni að hann sé karlkyns hjúkrunar­ fræðingur. „Ég fæ stundum skot frá ráð gjöfum, þeir kalla mig „strákinn“ og svona. En annað er það ekki.“ Á Vogi virðist vera annað andrúmsloft en á mörgum öðrum heilbrigðisstofnunum. „Það eru talsvert fleiri karlar að vinna hér og kannski harðgerðara starfsfólk.“ Þá eru umræðuefnin önnur en á hefð­ bundnum kvennavinnustöðum. „Ég vissi til dæmis ekki fyrr en í síðustu viku að Ísland væri í Evróvision. Við tölum ekki mikið um þetta í vinnunni, mest um sjúklingana.“ Fyrir utan vinnuna er Axel að huga að fjölskyldunni. Hann á tvö lítil börn, 5 ára og hálfs árs. Þau á hann reyndar með tveimum konum en eldra barnið býr nú í Hollandi. Svo segist hann vera mikill bókaormur. „Ég les mikið fagurbókmenntir, núna er ég til dæmis að lesa Jón Kalman Stefánsson. Svo var ég í nokkrum áföngum í háskólanum, líffræði, mannfræði og erfða fræði. Hugsanlega tek ég nokkra áfanga í viðbót. Í sumar ætla ég að læra sjálfsvarnarlistir. Ég var græn­ metisæta á Akureyri en hef nú fengið áhuga á ofbeldisíþróttum,“ segir hann. Axel er ekki sérlega upptekinn af því að fáir karlar séu í hjúkrun. Hann er heldur ekki mikið að velta fyrir sér hvort starfsheiti hans sé hjúkrunarfræðingur eða eitthvað annað. Hann segir að margir vilja skilgreina hvað hjúkrun sé en Axel hefur ekki mikla þörf fyrir það. Þetta sé merki um tilvistarkreppu. „Hjúkrunarnemar ganga um í peysum merktum hjúkrun en engum í öðrum starfsstéttum myndi láta sér detta slíkt í hug,“ segir Axel. Nokkuð erfiðAuðveld Sudoku Lausn Sudoku er þannig að í hverjum 3x3 reit og í hverri láréttri og lóðréttri línu fyrirfinnast tölustafirnir 1 til 9 aðeins einu sinni. Hver og einn finnur sínar lausnaraðferðir en fyrir byrjendur er fyrsta skrefið að skoða í hvaða einstaka reit er hugsanlegt að koma fyrir tölustafnum 1 og svo koll af kolli. Í auðveldu þrautinni er til dæmis aðeins einn reitur í 3x3 reitnum neðst til hægri þar sem hægt er að koma fyrir tölunni 2. Lausnir er að finna á bls. 60.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.