Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201032 Vorið 2009 skipaði stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnuhóp sem ætlað var að endurskoða stefnu félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum til ársins 2020. Í vinnuhópnum eru Vigdís Hallgrímsdóttir, Kristrún Þórkelsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir, Kristín Sólveig Bjarnadóttir og Aðalbjörg Finnbogadóttir. Hjúkrunarfræðingar eru stærsti hópur heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi og því er afar mikilvægt að félagið móti sér stefnu í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum. Auk þess er þátttaka í stefnumótun í heilbrigðismálum einn megintilgangur félagsins samkvæmt lögum þess. Vinnuhópurinn hefur farið yfir stefnu FÍH frá 1997, stefnuskjöl erlendra hjúkrunar félaga og lesið heimildir sem fjalla um þróun í heilbrigðisþjónustu og heilbrigðismálum til framtíðar. Auk þess Vigdís Hallgrímsdóttir, vhallgrimsdottir@gmail.com STEFNA FÍH Í HJÚKRUNAR­ OG HEILBRIGÐISMÁLUM TIL ÁRSINS 2020 Síðastliðið ár hefur vinnuhópur unnið að því að endurskoða stefnu félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum. Drög að stefnu voru lögð fyrir aðalfund 27. maí sl. en nánar verður sagt frá nýrri stefnu í næsta tölublaði. hélt hópurinn rýnifundi með fjölmörgum hjúkrunarfræðingum víðs vegar að af landinu. Niðurstaða vinnunnar eru drög að stefnu FÍH í eftirfarandi málaflokkum: • heilbrigðismál • heilbrigðisþjónusta • hjúkrunarþjónusta • þróun hjúkrunar sem fræðigreinar • hlutverk hjúkrunarfræðinga • öryggi og gæði heilbrigðisþjónustu • lýðheilsa • viðbótarmeðferð í hjúkrun • starfsumhverfi og mönnun • forysta og stjórnun • upplýsingatækni • menntun hjúkrunarfræðinga Þessi drög voru kynnt stjórn FÍH í byrjun maí og á aðalfundi FÍH þann 27. maí sl. Hér á eftir fer stutt samantekt á þessum fyrstu drögum en stjórn FÍH hefur lagt til að hjúkrunarþing, sem haldið verður í nóvember 2010, taki stefnudrögin fyrir og ljúki þar með vinnu við stefnu félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum til ársins 2020. Þannig geta hjúkrunarfræðingar með sérfræðiþekkingu sinni haft bein áhrif á gæði, öryggi og hagkvæmni heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar. Á aðalfundi 2011 var stefnan síðan lögð fyrir félagsmenn til samþykktar eða synjunar. Vigdís Hallgrímsdóttir er verkefnastjóri á skurðlækningasviði Landspítala og formaður vinnuhóps um stefnu félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.