Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 35
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 31
Stofnað var til golfmóts hjúkrunarfræðinga um 2000
í formannstíð Herdísar Sveinsdóttur. Áður hafði
verið reynt að koma þessu af stað en ekki tekist.
Tilgangurinn var að efla félagsandann og búa til tækifæri
fyrir hjúkrunarfræðinga að koma saman utan vinnu. Í
undir búningshópi eru nú fjórir hjúkrunarfræðingar. Fyrir
utan Steinunni er Guðrún Jónsdóttir en hún vinnur
á Sólvangi. Marta Sigurgeirsdóttir vinnur á slysa og
göngudeild í Fossvogi og Arndís Jónsdóttir er í líknar
teymi Landspítalans. Þær hafa sinnt þessu starfi síðast
liðin tvö ár. Eins og kemur fram í viðtali við Steinunni eru
þær allar hollsystur úr hjúkrunarnáminu.
Síðustu ár hafa árlega verið haldin tvö golfmót. Fyrsta
mótið í ár var haldið 28. maí sl. á Hamarsvellinum í
Borgarnesi. Sextíu og fjórir mættu til keppni og hafa
þátttakendur aldrei verið fleiri. Veðrið var með besta móti.
Vinningshafi í forgjafaflokki 024 var Kristín Pálsdóttir með
39 punkta og í flokki 24,136 Hólmfríður Bragadóttir,
einnig með 39 punkta. Síðara mót ársins verður haldið
27. ágúst á Nesvellinum á Seltjarnarnesi.
Mótin hafa oftast verið punktamót en í slíku móti fær
keppandinn upphaflega punkta miðað við forgjöf hans.
Þetta merkir að hann hefur möguleika á að vinna jafnvel
þó að hann leiki á móti mjög góðum golfurum. Hann
fær svo stig eða missir miðað við árangur. Til dæmis
eru gefin tvö stig fyrir að leika holu á pari en par er sá
fjöldi högga sem ætlað er að meðalmaður leiki holuna á.
Golfmót hjúkrunarfræðinga
Undirbúningshópurinn. Frá vinstri Guðrún Jónsdóttir, Marta
Sigurgeirsdóttir, Steinunn Kristinsdóttir og Arndís Jónsdóttir.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
ekki svo dýr ef maður spilar mikið. Utan höfuðborgarsvæðisins
er árgjaldið oft ekki svo hátt. Við eigum sumarbústað á Flúðum
og spilum mikið á vellinum þar,“ segir Steinunn.
„Það kom mér á óvart hvað það er skemmtilegt að spila golf.
Þetta er útivera, hreyfing og félagsskapur og skemmtilegt
áhugamál fyrir fjölskylduna. Þegar börnin eru á unglingsárunum
á maður oft ekki mikið sameiginlegt en að spila golfhring
saman er góð leið til þess að umgangast unglinga. Ég hef
kynnst fólki á öllum aldri sem ég hefði líklega ekki kynnst
annars staðar. Þá hef ég kynnst aftur nokkrum hollsystrum úr
hjúkrunarnáminu í gegnum golfið,“ segir Steinunn að lokum.