Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Síða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Síða 58
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201054 félagsþjónustu sem einstaklingar greiða fyrir eða er greidd af hinu opinbera. Óformlegur stuðningur er hins vegar ólaunuð aðstoð við ADL og IADL sem veitt er af aðstandendum eða sjálfboðaliðum (Katz o.fl., 1963). Siðfræði Aflað var tilskilinna leyfa frá siðanefnd LSH (erindi 54/2006) og lækningaforstjóra LSH (tilvísun 16) auk þess sem Persónuvernd var tilkynnt um rannsóknina (tilkynning nr. S3198/2006). Þátttakendum var greint frá tilgangi rannsóknarinnar og óskað var eftir skriflegu, upplýstu samþykki þeirra. Í öllum tilvikum nema einu skrifuðu þátttakendur sjálfir undir samþykki og í þeim tilvikum, sem aðstandendur tóku þátt í að svara spurningunum, var einnig óskað eftir skriflegu samþykki þeirra. Við útfyllingu RAI­HC­matsblaðsins var eingöngu skráð kyn og fæðingarár viðkomandi þátttakanda en engar aðrar persónugreinanlegar upplýsingar. Eftir að gögnum var komið á tölvutækt form var eyðublöðunum eytt. Framkvæmd Rannsakendur höfðu samband við þátttakendur símleiðis til að ákveða tíma til heimsóknar. Heimsóknin, þar sem matið var gert, tók eina til tvær klukkustundir og fór fram á heimili hins aldraða. Í tveimur tilvikum var aðeins rætt við hinn aldraða, í tveimur tilvikum einungis við maka og í þremur tilvikum einungis við barn þess aldraða. Þegar einungis var rætt við aðstandanda var það vegna heilsufars þess aldraða. Algengast var að rannsakendur ræddu við hinn aldraða og aðstandenda saman, en aðstandendur voru í sjö tilvikum barn, í níu tilvikum maki og í einu tilviki annar. Úrvinnsla gagna Einungis var notuð lýsandi tölfræði þar sem reiknuð var tíðni og hlutfall fyrir hverja breytu RAI­HC­matstækisins. Vegna smæðar úrtaks var tölfræðilegur styrkur lítill og því litlar líkur á að finna tölfræðilega marktæka fylgni milli breyta eða hópa. Ein opin spurning: „Hverjar eru væntingar þínar til hvíldarinnlagnar?“ var lögð fyrir þátttakendur og í sumum tilvikum aðstandendur og voru svörin flokkuð eftir innihaldi. NIÐURSTÖÐUR Kynjaskipting í úrtakinu (n=24) var nokkuð jöfn, 13 karlar og 11 konur. Meðalaldur þátttakenda í úrtaki var 83,1 ár. Meðalaldur karla var 80,9 ár en kvenna 85,7 ár. Aldursbil þátttakenda var 27 ár, sá yngsti var 70 ára en elsti 97 ára. Nærri helmingur þátttakenda var á aldursbilinu 80­89 ára. Líkamleg færni og þörf fyrir aðstoð við daglegar athafnir Niðurstöður sýndu að enginn þátttakenda var sjálfbjarga með böðun og sautján þurftu mikla aðstoð eða voru alveg ósjálfbjarga (tafla 1). Einungis átta hinna öldruðu voru alveg sjálfbjarga með persónulegt hreinlæti eða við að klæðast, þrettán voru sjálfbjarga með notkun á salerni og átján einstaklingar voru sjálfbjarga við að matast (tafla 1). Húsnæði þátttakenda var metið með tilliti til aðgengis fyrir fatlaða. Hjá helmingi þátttakenda var aðgengi fyrir fatlaða ekki gott og voru stigar oftast hindrun. Fjórir aldraðir stunduðu enga þjálfun eða reglulega hreyfingu, tíu vörðu minna en einni klukkustund á dag í hreyfingu og átta höfðu ekki farið út úr húsi síðustu þrjá daga. Sextán þátttakendur sögðu færni sína til að sinna daglegum athöfnum hafa farið aftur á síðustu þremur mánuðum, sjö töldu enga breytingu hafa orðið hjá sér en einn taldi að sér hefði farið fram. Sjálfsbjargargeta við flóknari daglegar athafnir Allir þátttakendur að einum undanskildum voru ósjálfbjarga eða þurftu verulegan stuðning við fjármálaumsýslu. Geta til að sjá um innkaup til heimilisins var meðal annars metin út frá því hvort viðkomandi væri fær um að velja vörur og sjá um fjárumsýslu við innkaup. Við innkaup þurftu allir nema einn mikla aðstoð eða voru alveg ósjálfbjarga. Þrír þátttakendur voru sjálfbjarga með lyfjanotkun. Enginn hinna öldruðu ók bíl og aðeins einn gat nýtt sér almenningssamgöngur án aðstoðar (tafla 2). Heilsufar, andleg líðan, vitræn geta og tjáskipti Helstu sjúkdóma, sem þátttakendur áttu við að etja, má sjá á mynd 1. Á síðustu þremur mánuðum höfðu sex þátttakendur af 24 legið á sjúkrahúsi. Allir þátttakendur rannsóknarinnar tóku daglega 2­16 lyfjategundir. Helmingur þátttakenda tók tíu lyf eða fleiri að staðaldri. Greinilegur, en þó ekki marktækur, kynjamunur kom fram í úrtakinu en átta af ellefu konum tóku tíu eða fleiri tegundir lyfja en aðeins fjórir af 13 körlum. Þrír karlar tóku þrjár eða færri tegundir lyfja en engin kvennanna tók færri Tafla 1. Skipting aldraðra eftir færni við að sinna daglegum athöfnum og þörf fyrir aðstoð (N=24). N=24 Böðun Persónu­ legt hreinlæti Klæða efri hluta líkama Klæða neðri hluta líkama Gengur innandyra á sömu hæð Hreyfing milli staða Salernis­ ferðir Salernis­ notkun Hreyfi­ færni í rúmi Matast Sjálfbjarga 0 8 8 7 16 14 18 13 21 18 Aðstoð við undirbúning, lítil sem engin aðstoð 7 10 9 9 7 9 4 7 2 6 Mikil aðstoð, eins eða tveggja aðila 15 6 6 6 1 1 2 4 1 0 Algjörlega ósjálfbjarga 2 0 1 2 0 0 0 0 0 0 Alls 24 24 24 24 24 24 24 24 24 24

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.