Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 13
www.lindehealthcare.is
fyrir dag og göngudeildir (interRAI
Community Mental Health, CMH) og fyrir
réttargeðþjónustu. Megináhersla með
notkun allra interRAI kerfa er að stefna
að auknum lífsgæðum í heilbrigðis og
félagsþjónustu aldraðra, langveikra og
fatlaðra einstaklinga.
Heildræn mynd af ástandi
Rakel segir að niðurstöður úr heildrænu
geðheilbrigðismati gefi heildræna mynd
af ástandi, þjónustu og þjónustuþörf. Í
matskerfinu eru yfir 800 breytur og að
auki val fyrir sjúkdómsgreiningar og lyf.
Mikilvægt er þó að nota ekki einungis
niðurstöður úr matstækjunum einar
og sér heldur er það góð viðbót við
aðrar upplýsingar sem liggja fyrir ásamt
þekkingu fagfólks sem sinnir viðkomandi
einstaklingi. Upplýsingar úr kerfunum
gefa einnig stjórnendum tækifæri til að
skoða stöðu hverrar deildar, bera saman
mismunandi þjónustuþörf og þörf um
samsetningu á þekkingu og mönnun
mismunandi eininga. Einnig gefst
tækifæri til að skoða hvers konar úrræði
hentar best fyrir hvern einstakling.
Þegar einstaklingur er lagður inn er hann
skráður í matskerfið en þess ber að geta
að hér er um að ræða aðgangsstýrt kerfi
sem aðeins meðferðaraðilar einstaklinga
hafa aðgang að. Fimm fagaðilar, þ.e.
læknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur,
félagsráðgjafi og iðjuþjálfi sem veita
einstaklingi meðferð, skrá í matskerfið.
Samvinna er við annað starfsfólk en
ábyrgðin liggur hjá áðurnefndum
fagaðilum. Gert er ráð fyrir að hvert mat
taki ekki lengri tíma en þrjá sólarhringa
og koma niðurstöður úr kerfinu strax og
mat hefur verið staðfest.
Vísindaleg nálgun
„Með notkun InterRAI matskerfa hefur
skapast vísindaleg nálgun upplýsinga
öflunar sem styður við nútímaaðferðafræði.
Hér kemur að fjölfaglegur hópur
þekkingar starfsfólks sem vinnur með
sjúklingi og fjölskyldu hans að því að ná
sem heild rænastri mynd af ástandinu
á hverjum tíma. Þegar einstaklingur er
þátttakandi í mati þá gerist hann meira
meðvitaður um eigin meðferð. Með því
skapast oft sameiginlegt átaksverkefni
milli þess sem meðferðina fær og fagfólks
og er það gífurlega mikilvægt til að ná
sem bestum árangri. Meðferðaráætlanir
og markmiðasetningar hafa þá fengið
sterkari stoð til árangurs.“
Rakel sér fyrir að í framtíðinni verði hægt
að forgangsraða í meðferðarúrræði þar
sem byggt er m.a. á niðurstöðum úr
InterRAI matstækjunum. InterRAI tækin
gefa kost á að tengjast saman þannig
að heildræn sýn upplýsinga skapast
og gefur það möguleika á nákvæmari
og betri eftirfylgd og stuðningi. Enn
fremur eru aðrir möguleikar svo sem
samanburður á milli landa, fjölþjóða
verkefnavinna fagaðila, auknar forsendur
til námstækifæra og rannsókna.
Bornar saman meðferðarleiðir
Rakel kveðst mjög ánægð með þann
árangur sem innleiðing kerfisins hefur
skilað á geðsviði. Hún segir að yfirstjórn
geðsviðs og Landspítala og starfsfólk,
sem hefur unnið með kerfið, hafi sýnt
mikinn áhuga. Hún hrósar starfsfólkinu
á geðsviði sem hefur verið ósérhlífið við
að vinna að þróun þessa verkefnis og
sýnt mikinn áhuga á að læra vel að meta
í kerfinu og vinna úr niðurstöðum með
það fyrir augum að bæta þjónustu við þá
einstaklinga sem það sinnir.
Á geðsviði Landspítala starfar stýrinefnd
interRAI sem hefur umsjón með þróun og
fræðslu og vinnur í samvinnu við fram
kvæmdastjóra geðsviðs, Pál Matthías son.
Með stýrinefndinni starfa leið beinendur
deilda og faghópa en þeir veita stuðning
og ráðgjöf við verkefnið á vettvangi. Einnig
er starfandi interRAI samstarfshópur sem
samanstendur af fulltrúum frá geðsviði,
öldrunarþjónustu á lyflækningasviði og
heilbrigðis og upplýsingatæknideild
Land spítala ásamt fulltrúa frá Háskóla
Íslands og vinnur sá hópur í nánu samstarfi
með fulltrúa heil brigðisráðuneytisins. Náin
samvinna er við hugbúnaðarfyrirtækið
Stika og fleiri aðila.
„Sá árangur, sem matið skilar, er meðal
annars heildræn mynd á meðferð fólks.
Þegar við höfum notað þessa matsaðferð
í einhvern tíma munum við geta borið
saman mismunandi meðferðarleiðir milli
líkra sjúklingahópa og væntanlega séð
hvar má betur gera.“
Mannlegi þátturinn ekki út undan
Rakel telur af og frá að notkun rafræns
matkerfis leiði til þess að hinn mannlegi
þáttur þjónustunnar verði út undan þó svo
að það verði einn af leiðandi þáttunum í
upplýsingaöflun og meðferðaráætlunum.
„Áður voru tiltölulega fáir fagaðilar sem
mátu almennt ástand hvers sjúklings en
nú koma fleiri að málum, fagfólkið sem er
að sinna mismunandi meðferðarformum.
Þetta gefur tækifæri til að vinna meira
með sjúklingnum sjálfum og fjölskyldu
hans og einnig hjálpast starfsfólkið við
að meta og ræða málin á teymisfundum
með það fyrir augum að finna bestu
úrlausnirnar. Mælitækin eru vísindaleg
nálgun sem byggist á útreikningum og
fræðum geðheilbrigðisfræða og sem hafa
verið unnin af stórum hópi fræðimanna
og rannsakenda um heiminn,“ segir
Rakel Valdimarsdóttir að síðustu.
Ísaga lógó