Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 5 Margt hefur gerst undanfarið í heilbrigðismálum og í félaginu. Því mætti halda að umræðan væri virk í félaginu. Hún er hins vegar ekki áberandi í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Þær umræðugreinar, sem hafa verið undanfarið, hafa ekki leitt til þess að menn hafa séð ástæðu að leggja orð í belg og taka umræðuna skrefi lengra. Umræðugreinin í þessu tölublaði er ekki ný en hún birtist fyrst 1939. Umræðuefnið er hins vegar sígilt: er heilbrigðisþjónustan skipulögð til þess að þjóna þörfum sjúklinga eða heilbrigðisstarfsmanna? Hvað er hægt að gera til þess að bæta aðgengi fólks að þjónustunni og skipuleggja hana þannig að hún raski sem minnst lífi fólks sem þarf á henni að halda? Þankastrikið er greinaröð þar sem hver skorar á annan. Þar eru oft settar fram áhugaverðar skoðanir en næsta þankastrik fjallar um annað mál og fyrra málið virðist falla í gleymsku. Því vil ég koma því á framfæri hér og nú að ekki er bannað að bregðast við þeim skoðunum sem settar eru fram í blaðinu. Sú staðreynd að blaðið kemur út á tveggja mánaða fresti ætti ekki að vera því til fyrirstöðu. Í þessu blaði fjallar þankastrikið um hjartasjúkdóma hjá konum. Það er stórt og alvarlegt mál sem hefur verið lítið rannsakað í samanburði við hjartasjúkdóma hjá körlum. Hjúkrunarfræðingar ættu að láta sig þetta mál varða, bæði vegna þess að þeir eru heilbrigisstarfsmenn og vegna þess að þeir eru flestir kvenmenn. Félagsmönnum og öðrum lesendum er óskað gleðilegs sumar. Það er von mín að allir fái tækifæri til þess að slaka á og njóta sumarsins. Þá er gott að hafa þetta tölublað við höndina. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Auðna Ágústsdóttir Brynja Ingadóttir Dóróthea Bergs Herdís Sveinsdóttir Ingibjörg Jóna Friðbertsdóttir Sigríður Skúladóttir Ráðgjafi vegna handrits í ritrýni: Árún K. Sigurðardóttir Fréttaefni: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson, Jón Aðalbjörn Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir Ljósmyndir: Christer Magnusson, Fríða Björnsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Sigurður Bogi Sævarsson o.fl. Próförk: Ágústa Þorbergsdóttir Auglýsingar: Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður, FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4000 eintök Pökkun og dreifing: Pósthúsið HVAR ER UMRÆÐAN? Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er stórt stéttarfélag á íslenskan mælikvarða með hátt í fjögur þúsund félagsmenn. Það er fjölmennasta stéttar félagið í heilbrigðisþjónustu og var fjöl mennast í BHM áður en félagið sagði sig úr þeim samtökunum í lok 2009. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall www.lysi.is Omega-3 F I S K I O L Í A Gjöf náttúrunnar til þín Omega-3 fiskiolía inniheldur hátt hlutfall Omega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA sem eru okkur lífsnauðsynlegar. Fjöldi rannsókna víða um heim hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsuna. Má taka með lýsi. Omega-3 fiskiolía byggir upp ónæmiskerfið á marga vegu og hefur jákvæð áhrif á: sjón hjarta og æðakerfi blóðþrýsting kólesteról í blóði liði rakastig húðarinnar minni andlega líðan námsárangur þroska heila og miðtaugakerfis á meðgöngu Lysi prentauglysing a4 mm.ai 11/16/07 9:49:01 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.