Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201036 Kolbrún Albertsdóttir og Helga Jónsdóttir, kolbrun@simnet.is Beinþynning Þekking er grundvöllur forvarna og meðferðar Þekking á beinþynningu er grundvöllur þess að veita upplýsingar um forvarnir og meðferð sem getur minnkað brotaáhættuna um helming. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki við að greina einstaklinga í áhættuhópum og hvetja til forvarna. Rannsóknir hafa þó sýnt að þekking heilbrigðisstarfsfólks á beinþynningu er ónóg, þar með talin þekking hjúkrunarfræðinga. Tilgangur þessarar greinar er að fræða hjúkrunarfræðinga um beinþynningu svo þeir verði færari um að miðla þekkingu um beinþynningu til hjúkrunarnema og annarra heilbrigðisstarfsmanna, almennings og skjólstæðinga sinna. Beinþynning eða osteoporosis einkennist af tapi á beinvef en hugtakið er runnið frá gríska orðinu osteon, sem þýðir bein, og poros sem þýðir smáhola. Beinþynning er algengur sjúkdómur í beinum, bæði meðal kvenna og karla. Allt fram á síðustu ár var sjúkdómurinn talinn óumflýjanlegur og hluti af eðlilegri öldrun sem ekkert væri unnt að gera við (Gunnar Sigurðsson, 2001). Rannsóknum á beinþynningu hefur hins vegar fleygt fram á síðustu árum og vísindamenn hafa aukið mjög þekkingu um beinþynningu. Nú er unnt að greina sjúkdóminn með svokölluðum beinþéttnimælum og þannig er auðveldara að finna þá sem eru í áhættuhóp og veita tímabæra ráðgjöf um forvarnir og lyfjameðferð. Miklar framfarir hafa verið í lyfjameðferð við beinþynningu. Beinbrot vegna beinþynningar orsakast oft af minniháttar áverka sem nægir ekki til að brjóta heilbrigt bein. Beinþynningarbrot hafa bæði líkamleg, félagsleg og andleg áhrif á einstaklinginn og margir ná aldrei aftur fullum bata (Kolbrún Albertsdóttir, 2007). Fræðimenn hafa því í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að skaðsemi beinþynningar á fleira en beinvefinn því beinþynning er stórt heilbrigðisvandamál vegna algengis, lífsgæðaskerðingar, samfélagskostnaðar og aukinnar dánar­ tíðni í kjölfar stærri beinbrota. Í þessari grein er fjallað um algengi, skil­ greiningu, meinafræði, sjúkdóms greiningu og áhættuþætti beinþynningar. Greint er frá algengustu beinþynningarbrotum og samfallsbrot í hrygg fá sérstaka umfjöllun. Þá er gerður samanburður á beinþynningu kvenna og karla og rætt um mikilvægi forvarna og meðferðar. Algengi beinþynningar Með hækkandi aldri eykst algengi beinþynningar og afleiðingum hennar, beinbrotunum, fjölgar. Alþjóðlegu bein verndar samtökin International Osteoporosis Foundation (IOF) áætla að þriðja hver kona og áttundi hver karl brotni af völdum beinþynningar einhvern tíma á ævinni. Íslensk rannsókn sýndi að önnur hver fimmtug kona og þriðji hver fimmtugur karl geti búist við beinbroti síðar á lífsleiðinni hér á landi (Jón Torfi Halldórsson o.fl., 2003). Líkur á að fá beinþynningu eru taldar svipaðar og líkur á kransæðasjúkdómum (WHO, 2003). Á Íslandi er talið að árlega megi rekja 1200­1400 beinbrot til beinþynningar. Kostnaður þjóðfélagsins af sjúkdómnum er mjög mikill. Í könnun Beinverndar árið 2000 voru að meðaltali ellefu sjúkrarúm upptekin vegna beinþynningarbrota alla Kolbrún Albertsdóttir er hjúkrunarfræðingur, MS, á svæfingadeild Landspítala við Hringbraut. Helga Jónsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra fullorðinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.