Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 25 Jóhann segist aldrei hafa notið þess sérstaklega að vera strákur í hjúkrun en heldur ekki hafa verið látinn gjalda þess. „Þegar ég var í skólanum fannst mér kannski horft meira á mig og ég þurfti aðeins að standa mig betur en stelpurnar. Ég stóð út úr hópnum. En ég hef aldrei heyrt frá sjúklingi að það væri neitt óþægilegt að ég væri karlmaður. Þegar ég byrjaði á Norðfirði var þar læknir sem er kona. Sumum þótti það skrýtið að sjá okkur saman á stofugangi en sjúklingarnir tóku þessu mjög vel. Mér hefur gengið mjög vel að vinna með konum og ég hef ekki greint milli karla og kvenna. Ég hef nokkra vini sem eru karlmenn í hjúkrun en ég hef ekki kynnst þeim meira en öðrum hjúkrunarfræðingum. Konur hafa að vísu önnur áhugamál en við karlarnir og það kemur stundum fram í kaffistofunni en maður situr þá bara og hlustar,“ segir Jóhann. Á einum stað í Noregi lenti hann hins vegar í því að langflestir svæfingar hjúkrunarfræðingarnir voru karlmenn. „Ég var svolítið óöruggur fyrst og var svolítinn tíma að finna þetta út. Ég fór inn í veröld sem ég þekkti ekki eins vel, starfsfólkið hafði önnur áhuga­ mál. En það vandist fljótt.“ Jóhann hefur þó tekið þátt í að fá fleiri karlmenn í hjúkrun. „Þegar ég var í diplómanámi í Danmörku komst ég í samband við Hrafn Óla Sigurðsson. Hann var þá að kynna hjúkrunarstarf fyrir karlmenn í framhaldsskólum. Þegar ég kom heim um haustið héldum við fund fyrir stráka sem voru að kynna sér hjúkrun. Nokkrir þeirra voru nú þegar byrjaðir í hjúkrun. Ég held að þessar framhaldsskólakynningar hafi gert gagn.“ Á fulltrúaþingi í maí 1997 kom upp umræða um karlmenn og var ákveðið að stofna karlanefnd sem yrði stjórn til ráðgjafar varðandi stöðu karla innan hjúkrunarstéttarinnar. Reynt var að stofna karlanefnd í apríl 1998 en ekki var mikill áhugi á meðal karla. „Við mættum tveir á fundinn svo að það féll um sjálft sig. Ég held reyndar að það sé ágætt að vera ekki að búa til svona hópa. Ég er á móti því að við flokkum okkur eftir kynjum. Við reynum að ala börnin upp á þann hátt að allir geti það sama og að það sé jafnrétti, við eigum að hafa sömu laun og svo framvegis. Því eigum við líka að vinna saman á sömu forsendum,“ segir Jóhann að lokum. kynjanna og viðhorf beggja kynja til mála er alltaf farsælast.“ En myndi eitthvað breytast ef karlmenn- irnir í félaginu væru fleiri? „Ég er ekki í vafa um að umræða og störf félagsins myndu taka breytingum ef karlmenn væru fleiri í hópi þeirra sem virkastir eru í störfum fyrir félagið. Ég held að sá munur, sem greindur er á milli kynjanna varðandi stjórnunaraðferðir, meðferð fjármuna, áræði í ákvarðanatöku og fleira, myndi einnig koma fram í störfum félagsins ef þar réðu fleiri karlmenn ríkjum. Það sama má segja um fagið, orðræðan yrði örugglega önnur.“ Elsa gerir ráð fyrir að þróun fagsins gæti orðið önnur ef fleiri karlar væru í félaginu. „Ég leyfi mér að álykta að rannsóknasvið karlmanna í hjúkrun séu oft önnur en kvennanna. Þá myndi bein þjónusta við skjólstæðinga augljóslega einnig breytast mikið,“ segir Elsa. En hvað með kjaramálin? „Ég var lengi þeirrar skoðunar að fámenni karla í hjúkrun skapaði vanda í kjarabaráttunni, sérstaklega með tilliti til samanburðar á kjörum við hefðbundnar karlastéttir með jafn langt nám að baki. En eftir að hafa leitt samninga félagsins um kaup og kjör undanfarin ár hef ég komist að þeirri niðurstöðu að affarasælla sé fyrir hjúkrunarfræðinga að leggja kynjamálin til hliðar í kjarabaráttunni og leggja áherslu á menntun og ábyrgð hjúkrunarfræðinga.“ Elsa segir hjúkrunarfræðinga vera aðra meginstoðina í heilbrigðiskerfi þjóðarinnar og margt annað sé sértækt fyrir hjúkrunarfræðinga. „Ég er sem sagt á því að hjúkrunarfræðingar eigi eins og aðrir að komast áfram og ná árangri í kjarabaráttu á eigin verðleikum fyrst og fremst en ekki með skírskotun til annarra,“ segir Elsa. Að lokum fer Elsa yfir hvað félagið hefur gert til þess að reyna að fjölga Jóhann Marinósson við útskriftina 1969 með bekkjarsystur sinni Jóhönnu Bröchers sem þá gekk undir nafninu systir Bente.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.