Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 20108 líkum lyfjaheitum (Song o.fl., 2008). Aðrar algengar tegundir mistaka voru þegar lyf voru ekki gefin, eða í 11­17% tilfella, og lyf gefin á röngum tíma, eða í 12­18% tilfella. Í töflu 1 má sjá yfirlit yfir rannsóknir þar sem greindar voru tegundir lyfjamistaka hjá hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsum. Ólíkar rannsóknaniðurstöður fást þegar gagna er aflað með ólíkum hætti. Algengasta tegund lyfjamistaka í rann­ sóknum með beinum athugunum var að lyf væru gefin á röngum tíma eða 33­43% tilfella. Rangur tími er þegar lyf er gefið einni klukkustund eða meira fyrir eða eftir settan lyfjatíma. Talið er að í 70% tilfella hafi hjúkrunarfræðingar gleymt að gefa lyf vegna óhefðbundins gjafatíma. Einnig var algengt að hjúkrunarfræðingar gáfu sjúklingum ekki lyf sem þeir annars áttu að fá, eða í 22­30% tilfella, eða gáfu sjúklingum rangan lyfjaskammt, eða í 17­24% tilfella. Röng gjafaleið, rangur sjúklingur og lyf gefið þrátt fyrir þekkt ofnæmi voru einnig dæmi um lyfjamistök en voru sjaldgæfari. Tegundir lyfjamistaka þar sem lyf eru gefin í æð Rannsóknir, þar sem kannaðar eru lyfjagjafir í æð, skipta lyfjaumsýsluferlinu í tvennt, annars vegar lyfjatiltekt og hins vegar lyfjagjöf. Rannsóknum ber saman um að meiri hluti þessara lyfjamistaka verði við lyfjagjöfina sjálfa. Eins og sjá má í töflu 2 sýna rannsóknir að algengustu tegundir lyfjamistaka, þar sem lyf eru gefin í æð, voru of hröð bólusgjöf, rangur innrennslishraði, rangur skammtur eða lyf ekki gefið. Í rannsóknum, þar sem fylgst var með hjúkrunarfræðingum á vettvangi, kom fram að algengustu lyfjamistökin tengjast röngum innrennslishraða og bólusgjöf. Bein athugun á vettvangi, sem gerð var á þremur sjúkrahúsum, einu í Bretlandi og tveimur í Þýskalandi, leiddi í ljós að 88% lyfjanna voru gefin of hratt miðað við ráðlagðan innrennslishraða. Að meðaltali voru lyfin gefin 3­5 sinnum hraðar en leiðbeiningar gáfu til kynna (Wirtz o.fl., 2003). Til að koma megi í veg fyrir stóran hluta þessara mistaka er mælt með notkun vökvadæla þegar gefa þarf lyf í æð. Einnig er talið mikilvægt að fræða hjúkrunarfræðinga um áhrif og afleiðingar þess að gefa lyf og vökva of hratt eða of hægt. Þegar tilkynningar um lyfjamistök voru skoðaðar kom í ljós að algengustu lyfjamistök hjúkrunarfræðinga við lyfjagjafir í æð voru þegar lyfjagjöf var sleppt (Han o.fl., 2005; Hicks og Becker, 2006; Wirtz o.fl., 2003). Ástæður þessa gátu verið að hjúkrunarfræðingar vissu ekki að gefin hefðu verið fyrirmæli um nýtt lyf og að hjúkrunarfræðingar gáfu sjúklingum ekki verkjalyf ef þeir voru verkjalausir þrátt fyrir að skrifleg fyrirmæli væru fyrir hendi (Han o.fl., 2005; Wirtz o.fl., 2003). Rangur skammtur er talinn algengasta ástæða lyfjamistaka við lyfjatiltekt. Í rannsókn Wirtz o.fl. (2003) kom fram að rangur skammtur var tekinn til í eitt skipti af hverjum tíu. Helstu ástæður fyrir röngum skammti voru erfiðleikar við lyfjaútreikninga og að lyfin væru ekki leyst nægilega vel upp og varð hluti þeirra eftir í lyfjaglasinu (Fahimi o.fl., 2008; Taxis og Barber, 2003, 2004; Wirtz o.fl., 2003). Orsakir lyfjamistaka Lyfjamistök eru talin orsakast af mis­ munandi þáttum sem margir ólíkir aðilar eiga þátt í. Fræðimenn virðast sam­ mála um að rekja megi stóran hluta lyfjamistaka til flókins heilbrigðiskerfis frekar en til einstaklinganna (Beyea o.fl., 2003; Tang o.fl., 2007). Rannsóknir sýna hins vegar að þegar mistök verða telja hjúkrunarfræðingar sig í langflestum tilfellum ábyrga fyrir þeim (Tang o.fl., 2007). Mismunandi orsakir geta verið fyrir lyfja mistökum og eru þær algengustu sýndar á mynd 2 (Pham o.fl., 2008; Tang o.fl., 2007; Ulanimo o.fl., 2007). Rann sóknir hafa leitt í ljós að rekja megi Tafla 1. Yfirlit yfir rannsóknir þar sem greindar voru tegundir lyfjamistaka hjá hjúkrunar­ fræðingum á sjúkrahúsum. Tegund Úrtak Gagnaöflun Heimild Rangur skammtur – 31% Rangt lyf – 21% Lyf ekki gefið – 17% 123 tilkynningar á 3,5 ára tímabili Tilkynningar Haw o.fl. (2005) Rangur skammtur – 36,5% Rangt lyf – 16,7% Röng tíðni gjafar – 7,7% 1278 tilkynningar á 3 ára tímabili Tilkynningar Song o.fl. (2008) Rangur skammtur – 33,2% Rangt lyf – 31,3% Rangur tími – 12,4% 85 hjúkrunarfræðingar Spurningalisti Sheu o.fl. (2008) Rangur skammtur – 36,1% Rangt lyf – 26,4% Rangur tími – 18,1% 72 hjúkrunarfræðingar Spurningalisti Tang o.fl. (2007) Rangur tími – 33% Rangur skammtur – 24% Rangt lyf – 17,2% 393 hjúkrunarfræðingar Rauntímaskráning þátttakenda Balas o.fl. (2004) Rangur tími – 37,8% Lyf ekki gefið – 22% Rangur skammtur – 20,5% 134 hjúkrunarfræðingar Rauntímaskráning þátttakenda Balas o.fl. (2006) Rangur tími – 43% Lyf ekki gefið – 30% Rangur skammtur – 17% 3216 lyfjaskammtar Bein athugun Barker o.fl. (2002) Rangur tími – 39,7% Röng gjafatækni – 27,5% Rangur skammtur – 18,3% 84 lyfjaskammtar Bein athugun van den Bemt o.fl. (2002)* *Umreiknað af höfundum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.