Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 49
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 45 „Lærðu hjúkrun,“ sagði móðirin Fátt var til ráða og Erla spurði mömmu sína hvað hún ætti nú að gera. Hún yrði að fara þangað sem væri heimavist ef hún ætlaði að halda áfram námi. Móðir hennar stakk upp á ljósmæðraskólanum, líklega vegna þess að hana hafði sjálfa langað að verða ljósmóðir. Sú hugmynd hugnaðist ekki Erlu enda sagðist hún ekki þola að sjá blóð. „En hjúkrun,“ spurði móðirin. „Mamma mín, ég hef enga undirstöðumenntun í það, gagnfræðapróf eða stúdentspróf er skilyrði.“ Móðirin lét það ekki á sig fá og sagði að í lagi væri að sækja um. Hún fengi þá bara neitun. Sjálf vildi Erla fara í húsmæðraskólann og sættist á að sækja um í báðum skólunum. En viti menn, henni var sagt að hún kæmist að á báðum stöðum eftir hálft ár. Í húsmæðraskólann vildi hún endilega fara og henni var leyft að byrja þar strax svo hún gæti síðan farið í hjúkrunina að hálfu ári liðnu. „Ég skil ekki enn þann dag í dag hvernig ég komst inn. Það var svo hrikalega menntað lið í skólanum. Þegar hinir nemarnir fóru í bíó varð ég að sitja heima og þýða skruddurnar. Þær voru allar á dönsku og ég kunni ekki orð í henni svo ég varð að glósa og glósa áður en ég gat farið að læra það sem í bókunum stóð. Þetta hafðist þó og ég lauk náminu með fyrsta flokks einkunn og var steinhissa sjálf.“ Auglýst eftir skólahjúkrunarkonu Erla útskrifaðist árið 1954 og fór heim til Keflavíkur til að gifta sig og vinna. Maður hennar var Haukur Hansen flugvélstjóri og ekki leið á löngu þar til þau voru komin með strák og stelpu. Hjónin voru nýflutt í raðhús í Njarðvík árið 1957 og krakkarnir tveggja og hálfs og hálfs árs þegar auglýst er eftir skólahjúkrunarkonu við Barnaskóla Keflavíkur. Starfið þekktist ekki þar um slóðir og enginn vissi hvað í því fólst. „Einn daginn komu mamma og vinkona hennar og mamma spyr hvort ég hafi ekki lesið Moggann og séð auglýsinguna. Nei, ég hafði ekki lesið Moggann.“ Erla skildi ekki hvers vegna hún væri að segja sér að auglýst hefði verið eftir skólahjúkrunarkonu en þá segir móðir hennar: „Ég var að hugsa um að bjóða þér að koma og passa krakkana hálfan daginn. Ég ætla ekki að vinna nein verk, bara hugsa um börnin og gefa þeim að borða. Svo kemur þú heim um hádegið því þetta er hálfsdagsvinna, og ég fer heim.“ „Ég er með svo lítil börn og er ég alls ekki með menntun fyrir starfið. Þetta er heilsuvernd sem ég kann ekkert í enda er það sérnám og meira að segja ekki kennt á landinu,“ sagði Erla. Móðirin lét þetta ekki á sig fá og sagði að héraðslæknirinn myndi leiðbeina Erlu og segja henni hvað hún ætti að gera. Þetta væri síðasti umsóknardagurinn og hún yrði að drífa í þessu. „Sæktu um, það gerir ekkert til,“ sagði mamma. Ég talaði við manninn minn og honum fannst þetta upplagt.“ Það reyndust vera komnar fjórar umsóknir og Erla segist hafa verið aldeilis fegin en í ljós kom að umsækjendurnir höfðu ekki menntun í starfið. Þar með var hún ráðin. Eins dags undirbúningur á Heilsuverndarstöðinni Kjartan Ólafsson héraðslæknir réð þarna ríkjum og sagði Erlu að hún yrði að fara einn dag á Heilsuverndarstöðina í Reykjavík og læra þar allt sem læra þyrfti; um bólusetningar og annað sem skólahjúkrunarkona þyrfti að vita, þar með talið hvernig ætti að færa inn á skýrslur og ganga frá gögnum til landlæknis. „Mér þótti þetta alveg svakalegt,“ segir Erla. „Sigrún Magnúsdóttir var yfirhjúkrunarkona á Heilsuverndarstöðinni og hún leyfði mér að koma og var með mér allan daginn. Hún lét mig punkta niður allar sprautur sem börnin ættu að fá og hvernig ég ætti að gera alla skapaða hluti. Þetta var eini undirbúningurinn sem ég fékk. Ég hef alltaf skammast mín fyrir þetta,“ segir Erla en reyndin sýndi að þess þurfti hún ekki því hún átti svo sannarlega eftir að valda starfinu og vel það. Hún vann ekki bara sem skólahjúkrunarkona heldur fór hún fyrir lækninn til sjúklinga úti í bæ sem þurftu til dæmis að fá penisilínsprautur og sprautaði þá. Fr ét ta pu nk tu r Einn lesandi Tímarits hjúkrunar­ fræðinga hafði samband og vildi láta vita að hann hefði nýlega komið sem sjúklingur á biðstofu röntgendeildar Landspítala í Fossvogi. Rakst hann þar á 4. tölublað Tímarits Hjúkrunar­ félags Íslands frá 1982. Í því var meðal annars viðtal við Sigþrúði Ingimundardóttur, þá nýkjörinn formann félagsins. Þetta var að sögn bráðskemmtilegt viðtal en lesandinn var svo kallaður í rannsókn og náði ekki að lesa það allt. Ekki fylgdi sögunni hvort þetta tölublað hefði legið á biðstofunni í 27 ár eða hvort það hefði lent þar eitthvað seinna. Líklegt er þó að margir sjúklingar hafi haft tækifæri til að skoða það. Lesendur eru hvattir til að taka eintak sitt af Tímariti hjúkrunarfræðinga með sér í vinnuna þegar þeir eru búnir að lesa það og skilja það eftir á biðstofum, dagstofum og öðrum stöðum þar sem sjúklingar og aðstandendur hafa ástæðu til að staldra við. Kannski geta höfundar nýjustu tölublaða átt von á að greinar þeirra verða lesnar á aðventunni 2036. Síungt og vel lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.