Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 37
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 33
Heilbrigðsmál og
heilbrigðisþjónusta
Hjúkrunarþjónusta og
samvinna við aðrar
stéttir
Gæði, öryggi og
starfsþóun
Menntun, þekking og
þróun hjúkrunar
Upplýsingatækni Leiðtogahlutverk,
ábyrgð og forræði
FÍH leggur áherslu á
að tryggja þurfi gæði
og öryggi þjónustunnar
fyrir alla landsmenn.
Ákvarðanir um niður
skurð þurfa að miða
að heildarhagsmunum
landsmanna.
FÍH leggur áherslu
á að efla hlutverk
heilsugæslunnar þar sem
heilsuvernd, forvarnir
og heilsuefling eru í
aðalhlutverki. FÍH hvetur
hjúkrunar fræðinga til að
taka að sér ný verkefni
sem miða að því að efla
heilsu og bæta líðan
skjólstæðinga.
FÍH telur að góð
heilbrigðisþjónusta
taki mið af þörfum
skjólstæðinga, sé
örugg, árangursrík,
hagkvæm, rétt tímasett
og með jafnt aðgengi
fyrir alla.
FÍH leggur áherslu á að
háskólanám í hjúkrunarfræði
uppfylli alþjóðleg viðmið
um uppbyggingu
hjúkrunarnáms.
FÍH leggur áherslu á að
rafræn sjúkraskrá eykur
möguleika á að veita
samfellda, heildræna,
örugga og hagkvæma
heilbrigðisþjónustu.
FÍH telur að brýnt sé
að hjúkrunarfræðingar
verði áfram í forystu
fyrir hjúkrunarþjónustu
á Íslandi.
FÍH telur nauðsynlegt að
fram fari endurskoðun
á heilbrigðiskerfinu,
verkaskiptingu innan
þess og greiðslu
fyrirkomulagi. Mikilvægt er
að heil brigðisráðuneytið
taki forystu um
heildarendurskoðun
á heilbrigðiskerfinu.
Skilgreina þarf hvað felst í
hugtakinu grunnþjónusta
sem veita skal næst
heimabyggð þannig að
öryggi íbúanna sé tryggt.
FÍH leggur áherslu
á að árangur í heil
brigðisþjónustunni og
farsæld þeirra sem
hennar njóta byggist
á öflugri samvinnu
heilbrigðisstétta þar sem
þekking og reynsla er nýtt
til hagsbóta fyrir þá sem
þjónustunnar njóta.
FÍH leggur áherslu á að
hjúkrunarfræðingar velji
árangursmæli kvarða í
heilbrigðis þjónustu og
taki þátt í umbótavinnu
sem miðar að því að
veita örugga og góða
þjónustu.
FÍH leggur áherslu á að
grunnnám í hjúkrunarfræði
sé almennt nám sem
undirbýr hjúkrunarfræðinga
til að mæta þörfum
einstaklinga og samfélags
fyrir hjúkrunarþjónustu.
Grunnámið taki mið af
öllum stigum heilbrigðis
þjónustunnar og endurspegli
nýjustu þekkingu á hverjum
tíma.
FÍH leggur áherslu á
að hjúkrunarfræðingar
komi að þróun
rafrænnar sjúkraskrár
og tileinki sér rafræna
skráningu hjúkrunar.
FÍH telur mikilvægt
að þekking, reynsla
og sjónarmið
hjúkrunarfræðinga
nýtist við stefnumótun
og breytingar innan
heilbrigðisþjónustunna
til hagsbóta fyrir alla
þjóðina.
FÍH telur að heilbrigðis
yfirvöld þurfi að skil greina
með aðstoð heilbrigðis
starfsmanna hve langt eigi
að ganga í því að veita
sjúklingum meðferð.
FÍH telur brýnt að efla
heimaþjónustu með
auknum fjárveitingum
þannig að tryggt sé að
sjúklingar fái þjónustu á
réttu þjónustustigi.
FÍH heldur áfram vinnu
við þróun gæðavísa og
árangursmælikvarða
sem gefa vísbendingar
um gæði og árangur
hjúkrunarþjónustu.
FÍH telur að sérhæft nám,
sem tengist sérsviðum
hjúkrunar, skuli fara fram
að grunnnámi loknu
og menntun ,sem veitir
sérfræðiþekkingu í hjúkrun,
fari fram á meistarastigi.
FÍH telur mikilvægt að
við skráningu, vistun
og miðlun upplýsinga
séu notaðir alþjóðlegir
staðlar á sviði
upplýsingatækni.
FÍH telur nauðsynlegt
að styrkja hlutverk
sérfræðinga í hjúkrun
þar sem þeir gegna
lykilhlutverki við að leiða
þróun og nýsköpun
innan hjúkrunar.
FÍH vill stuðla að því
að skjólstæðingar
hjúkrunarfræðinga geti
nýtt sér viðbótarmeðferðir
í hjúkrun sem byggjast á
gagnreyndri þekkingu.
FÍH leggur áherslu á
að gott og styðjandi
starfsumhverfi sé
einn mikilvægasti
hlekkurinn í að tryggja
öryggi sjúklinga og
heilbrigðisstarfsfólks.
FÍH leggur áherslu á
mikilvægi doktorsmenntunar
í hjúkrunarfræði fyrir faglega
nýsköpun, klíníska þjónustu
og uppbyggingu rannsókna.
FÍH leggur áherslu á
að rafræn gögn séu
hagnýtt við söfnun,
skráningu, vistun,
meðhöndlun og
miðlun upplýsinga í
hjúkrun og styðji við
klínískar ákvarðanir
hjúkrunarfræðinga.
FÍH hvetur
hjúkrunarfræðinga til að
þróa leiðtogahæfiileika
sína, hafa frumkvæði
og þor og nýta sér þá
möguleika sem felast
í breytingum innan
heilbrigðisþjónustunnar.
FÍH leggur áherslu
á mikilvægi þess að
mönnun hjúkrunar
fræðinga sé í sam
ræmi við álag og að
við mat á álagi séu
notuð viðurkennd
hjúkrunarþyngdar
mælitæki.
FÍH leggur áherslu á að
símenntun, endurmenntun
eða viðbótarnám sé
nauðsynlegt öllum
hjúkrunarfræðingum til að
viðhalda þekkingu sinni og
færni.
FÍH leggur áherslu
á notkun rafrænna
gagna við skilgreiningu
gæðavísa og mat á
gæðum, kostnaði
og ávinningi þeirrar
hjúkrunar sem veitt er.
FÍH telur mikilvægt
að styrkja rannsóknir
í hjúkrun og að þær
nýtist skjólstæðingum
hjúkrunarfræðinga og stuðli
að bættum árangri innan
heilbrigðisþjónustunnar.