Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201038 Beinþynning er greind með nákvæmri mælingu á beinmassanum. Beinþéttnin er mæld sem steinefnainnihald í beinum á flatarmálseiningu (bone mineral density, BMD). Mælingin fer fram með röntgengeisla (tvíorkudofnunarmæling, á ensku dual energy x­ray absorptiometry, DEXA) . Beinþéttnin er gefin upp í einingunni g/ cm2 og síðan umreiknað í T­gildi sem er fjöldi staðalfrávika frá meðalgildi ungra (20­30 ára) einstaklinga af sama kyni og kynstofni (Björn Guðbjörnsson, 2002). Svokallað Z­gildi, þ.e. aldurstengt viðmið, er þó talið eðlilegra að nota þegar metin er brotahætta miðað við einstaklinga af sama kyni og í sama aldurshópi (Gunnar Sigurðsson, 2001). Einnig er unnt að mæla beinþéttni með ómskoðun á hælbeini. Þá eru hljóðbylgjur notaðar til að greina stífleika hælbeinsins sem gefur vísbendingu um beinhag. Þessi mæling er fljótleg og ekki eins kostnaðarsöm og DEXA­mælingar. Ómskoðun af hæl hefur verið talin áreiðanleg þegar beinþéttni mælist góð en aðeins helmingur þeirra sem hafa lág beinþéttnigildi mæld með hælmæli hafa beinþynningu. Hælmælir getur því staðfest góðan beinhag, sérstaklega hjá eldri konum (Gunnar Sigurðsson, 2001) og getur því nýst við skimun eftir beinþynningu. Beinþéttnimælingu ætti að framkvæma þegar grunur um beinþynningu vaknar, til dæmis ef einstaklingur hefur hlotið beinbrot af litlum áverka og hjá þeim sem eru með einn eða tvo þekkta áhættuþætti fyrir beinþynningu, að frátöldum aldri (Aðalsteinn Guðmundsson o.fl., 2002). Það er mat þeirra sem gleggst þekkja að beinþynning uppfylli þau meginskilyrði sem réttlæta skimun. Skimun á konum, til dæmis 65 ára og eldri, hefði í för með sér að hægt væri að grípa inn í með markvissri forvarnarráðgjöf og tímabærri beinverndandi lyfjameðferð með þeim árangri að helminga mætti brotaáhættuna. Áhættuþættir beinþynningar Helstu orsakir beinþynningar eru, líkt og margra annarra sjúkdóma, meðal annars taldar tengjast erfðum og lifnaðarháttum. Rannsóknir hafa beinst að því hvað það er í erfðum og lifnaðarháttum sem tengist sjúkdómnum. Áhættuþáttum er því hægt að skipta í óbreytanlega þætti og þætti sem hægt er að hafa áhrif á með lífstílsbreytingum eða forvörnum (Lemke, 2005). Þættir sem ekki er hægt að hafa áhrif á: 1. Hækkandi aldur. Bein gisna með hækkandi aldri. Beingisnunin hefst hjá konum eftir tíðahvörf og er beintapið oft mikið fyrsta áratuginn eftir tíðahvörf. Eftir sjötugt er beintapið svipað hjá körlum og konum. 2. Erfðir og ættir. Mikil fylgni er á milli beinþéttni móður og dóttur og því vegur ættarsaga þungt, sérstaklega ef móðir hefur mjaðmabrotnað. 3. Kyn. Miðaldra konur eru í sex sinnum meiri hættu á beinþynningarbrotum en karlar. 4. Kynþáttur. Hvítur kynstofn og þá sérstaklega Norður­Evrópubúar eru með minnsta beinmassann en þeir sem eru af afrískum uppruna eru með mestan beinmassann. 5. Ótímabær tíðahvörf – tíðastopp. Kvenhormónið östrógen er mikilvægt í beinmyndun eins og áður hefur verið sagt. Þeim mun seinna sem kona fer í tíðahvörf, þeim mun betra er það fyrir beinin. Langvarandi eða ótímabært tíðastopp, af öðrum ástæðum en þungun, hefur sömu neikvæðu áhrifin á beinmyndun. Þættir sem hægt er að hafa áhrif á: 1. Of lítil kalk- og D-vítamínneysla. Ráðlagður dagskammtur af kalki er um 600­1200 mg og af D­vítamíni 10­20 ug (400­800 a.e.). Neyta þarf því kalkríkrar og D­vítamínríkrar fæðu, sérstaklega á uppvaxtarárum og á efri árum. 2. Hreyfingarleysi. Líkamleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á beinstyrk. Mælt er sér staklega með göngu fyrir eldra fólk. Hreyfingarleysi aldraðra veikir vöðva og skerðir þol þannig að byltur og brot geta hlotist af. Áhrif hreyfingarleysis á beinstyrk er mikilvægt að hafa í huga við umönnun fólks sem liggur lengi hreyfingarlaust eða er bundið hjólastól (Landlæknisembættið, 2003). 3. Líkamsþyngd – vanþyngd. Þeir sem hafa ekki náð að byggja upp mikinn beinmassa og smábeinóttar konur eru í meiri hættu en aðrir á að fá beinþynningu. Grannar konur brotna frekar en þær þéttholda. 4. Reykingar. Reykingar stuðla að beinþynningu. Er það talið stafa af eitrunaráhrifum tóbaks á beinfrumur og truflun á kalk­ og hormónabúskap. Þá eru byltur einnig algengari hjá reykingafólki (Kanis o.fl., 2005a). 5. Ofnotkun áfengis. Óhófleg áfengis­ notkun eykur áhættuna á beinþynn­ ingar brotum. Þetta er talið vera vegna neikvæðra áhrifa á beinumsetninguna og aukinnar hættu á byltum (Kanis o.fl., 2005b). 6. Sjúkdómar. Ýmsir sjúkdómar geta valdið beinþynningu, s.s. margir sjúkdómar í kynkirtlum, kalkkirtlum og skjaldkirtli. Enn fremur valda margir gigtarsjúkdómar, langvinnir meltingar­ sjúkdómar, nýrnasjúkdómar, illkynja sjúkdómar í beinum og lystarstol beinþynningu. 7. Lyf. Sykursterar hafa neikvæð áhrif á beinþéttnina og beingæðin, þ.e. innri gerð beinsins og þar með styrk beinsins (Aðalsteinn Guðmundsson o.fl., 2002). Þeir sem taka meira en 7,5 mg af prednisólón á dag og lengur en þrjá mánuði eru taldir í sérstakri hættu fyrir beinþynningarbrotum. Auk þess má nefna að krampastillandi lyf (phenytoin) og ónæmisbælandi lyf (cyklosporin) hafa neikvæð áhrif á beinmassann. Beinþynningarbrot Beinþynning orsakar að burðargeta beinsins minnkar og hættan á bein­ brotum eykst. Helstu brotastaðir eru framhandleggur, samfallsbrot í hrygg og mjaðmabrot (Lips og van Schoor, 2005). Talið er að 46% greindra bein­ þynningarbrota séu samfallsbrot í hrygg, 16% mjaðmabrot og sama hlutfall framhandleggsbrot. Þessi bein hafa tiltölulega hátt hlutfall frauðbeins miðað við skelbein. Framhandleggsbrot eru þau beinþynn­ ingar brot sem eru algengust hjá konum um og eftir fimmtugt, samfallsbrot í hryggjarliðum eru algengust hjá konum eftir sextugt og mjaðmabrot eru algengust hjá sjötugum konum og eldri. Samfallsbrot getur verið einkennalítið eða einkennin misvísandi og því er brotið ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.