Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 49 kostar bæði mannafla og fjármuni, ekki hvað síst þegar gengi íslensku krónunnar er jafn óhagstætt og nú er. Því er hollt og nauðsynlegt að meta reglulega hvað FÍH og hjúkrunarfræðingar geta lagt til slíks samstarfs og hvaða ávinning FÍH og hjúkrunarfræðingar geta haft af erlendu samstarfi. Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norður­ löndum (SSN) er svæðisbundin samvinna stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga á Norður­ löndum. Meginmarkmið sam takanna er upplýsingamiðlun og samvinna í málum sem hafa áhrif á hjúkrun og hjúkrunar­ fræðinga. Sem dæmi um ávinning íslenskra hjúkrunarfræðinga af þessu sam starfi má nefna þá vinnu sem fram hefur farið við að skilgreina gæðavísa í hjúkrun fyrir byltur, næringu, verki, sár og mönnun. Sérfræðingar í þessum málaflokkum meðal hjúkrunarfræðinga í hverju landi unnu í hópum að skilgreiningu gæðavísanna. Niðurstöður hópanna hafa þegar verið kynntar formanni starfshóps á vegum norræna ráðherraráðsins sem ætlað er að setja gæðavísa fyrir heilbrigðisþjónustu. Þannig mun þetta samnorræna starf hjúkrunarfélaganna hafa bein áhrif á gæðastaðla í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndunum. SSN hefur í framhaldinu boðað til opinnar ráðstefnu um gæðavísa og orðræðu í hjúkrun í Stokkhólmi dagana 23.–24. nóvember. Annað dæmi um ávinning íslenskra hjúkrunarfræðinga af SSN samstarfinu er samvinna og gagnkvæm upplýsingagjöf í aðdraganda síðustu kjarasamningalotu félagsins sumarið 2008. Mánuðina áður en kjaraviðræður FÍH og ríkisins hófust höfðu þrjú hjúkrunarfélög á Norðurlöndunum átt í kjara viðræðum við sín stjórnvöld og danskir hjúkrunarfræðingar höfðu verið í margra vikna verkfalli. Fréttir af að gerðum systur samtakanna og gagn­ kvæm upplýsingagjöf um áherslur og aðgerðir hafði bein jákvæð áhrif á gang kjara viðræðna FÍH við viðsemjendur. Evrópusamtökum hjúkrunarfræðinga (EFN) er fyrst og fremst ætlað að hafa áhrif á setningu laga og reglugerða Evrópusambandsins (ESB) í málum er varða hjúkrun og hjúkrunarfræðinga. Með aðild að EFN gefst FÍH ekki aðeins tækifæri til að fylgjast með stefnu ESB í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum heldur getur félagið einnig haft áhrif á hagsmunagæslu EFN gagnvart ESB. Þó Ísland eigi ekki aðild að ESB hafa lög og reglugerðir sambandsins bein áhrif á Íslandi og á Íslendinga vegna EES­ samningsins. Meðal þeirra mála, sem til umfjöllunar eru innan EFN, eru flutningar sjúklinga milli landa, frjálst flæði vinnuafls innan EES og gagnkvæm viðurkenning prófa. Þá má nefna umfjöllun um ábyrgð hjúkrunarfræðinga yfir skipulagi og veitingu hjúkrunarþjónustu. Einnig hefur mikið verið fjallað um menntun hjúkrunarfræðinga, þá ekki síst með hliðsjón af Bologna­áætluninni. Þessi vinna innan EFN hefur verið dýrmætur gagnagrunnur í umsögnum FÍH um breytingar á íslenskum lögum og setningu reglugerða er varða hjúkrunar­ og heilbrigðisþjónustu. Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) eru samtök hjúkrunarfélaga í 120 löndum. Samtökin hafa sett sér þrjú meginmarkmið: Að auka samstarf og einingu meðal hjúkrunarfræðinga um allan heim, að stuðla að alþjóðlegum framförum í hjúkrun og að hafa áhrif á heilbrigðisstefnu stjórnvalda í aðildar­ ríkjunum. Til að ná þessum markmiðum gefur ICN út fjöldann allan af yfirlýsingum, ályktunum og áskorunum, sem byggðar eru á niður stöðum starfshópa og þinga á vegum samtakanna. Þannig má í raun segja að ICN leggi ákveðinn grunn að því hvernig hjúkrun er kynnt um allan heim. Meðal yfirlýsinga, sem ICN hefur gefið út og hefur gagnast FÍH vel í niðurskurðarumræðunni að undanförnu, er yfirlýsing samtakanna um samsetningu mannafla og tilflutning verkefna á milli einstakra starfshópa. FÍH hefur einnig tekið virkan þátt í kjaravettvangi ICN í samráðshópi 11 hjúkrunarfélaga, meðal annarra breska hjúkrunarfélagsins, þess kana díska og þess bandaríska. Þessi samráðs­ vettvangur hefur nýst vel til gagnkvæmrar upplýsingamiðlunar um laun hjúkrunarfræðinga, vinnutíma, starfs­ umhverfi, trúnaðarmannakerfi og fleira. Í ljósi ofangreinds má ljóst vera að FÍH og önnur hjúkrunarfélög geta haft mikinn ávinning af alþjóðlegu samstarfi, ekki hvað síst á tímum niðurskurðar og breytinga. Ávinningurinn fer hins vegar að verulegu leyti eftir virkni félagsins sjálfs. Í þessu eins og svo mörgu öðru gildir að bera sig eftir björginni. SUMAROPNUN 1. júní til 31. ágúst er afgreiðslutími skrifstofu Fíh frá kl 09:00 til 16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.