Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201028 Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is HÁTÍÐARDAGSKRÁ Á ALÞJÓÐADEGI HJÚKRUNARFRÆÐINGA 12. MAÍ Haldið var að venju upp á fæðingardag Florence Nightingale. Úthlutað var úr vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og sænskur rithöfundur fjallaði um sína sýn á Florence. Mikil vinna er að fara yfir allar styrkumsóknir. Í stjórn vísindasjóðs sitja frá vinstri Aðalbjörg Finnbogadóttir, starfsmaður stjórnar, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Auðna Ágústsdóttir, formaður stjórnar. meðal rannsóknir meistara­ og doktors­ nema en eitt meginhlutverk hans er að styrkja hjúkrunarfræðinga sem vinna að rannsóknum og fræðiskrifum sem gildi hafa fyrir hjúkrun. Með þessu framlagi vísindasjóðs leggur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sitt af mörkum til vísindalegrar þekkingaröflunar í hjúkrun og þar með eflingar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Sænskur rithöfundur í heimsókn Åsa Moberg er sænskur blaðamaður og rithöfundur og vel þekkt í heimalandi sínu. Hún hefur skrifað 17 bækur, meðal annars bók um Simone de Beauvoire. Árið 2007 skrifaði hún bók um Florence Nightingale sem hefur vakið athygli. Bókin nefnist Hon var ingen Florence Nightingale. Människan bakom myten. Bókin er ekki til hér á landi en hægt er að fá hana pantaða hjá bóksölum. Åsa Moberg fjallaði í sínu erindi um hina hlið Nightingale sem er öndverð við ímyndina Að þessu sinni ákvað Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að bjóða upp á sérstaka hátíðardagskrá 12. maí í tilefni þess að í águst verða liðin 100 ár frá andláti Florence Nightingale. Félagið vildi með því heiðra minningu þessarar forustukonu og fyrirmyndar hjúkrunarfræðinga þar sem sérstök áhersla var lögð á að minnast vísinda­ og fræðikonunnar Florence Nightingale. Hátíðarfundurinn var haldinn á Grand hóteli og var þéttsetinn salurinn. Elsa B. Friðfinnsdóttir setti dagskrána og óskaði hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn. Elsa minnti á hve mikinn þátt Nightingale átti í að breyta hjúkrun og viðhorfum annarra til hjúkrunar. Það efast enginn um að umhyggjan var einn af hornsteinunum í hennar störfum. Nightingale hafi þó einnig lagt mikla áherslu á vísindastörf, 7 rannsakendur innan barnahjúkrunar hlutu styrk úr vísindasjóði FÍH 2010. hagnýtingu vísindalegrar þekkingar í þágu skjólstæðinga og samfélagsins alls, ögun í vinnubrögðum, skráningu og úrvinnslu upplýsinga, leiðtogahlutverkið og svona mætti áfram telja. Úthlutun úr B­hluta vísindasjóðs Að loknu ávarpi formanns FÍH voru afhentir styrkir úr B­hluta vísindasjóðs félagsins. Auðna Ágústsdóttir, formaður stjórnar vísindasjóðs, afhenti styrkina og kynnti rannsóknarefni þeirra sem styrkina hlutu. Þótti þessi úthlutun rýma vel við efni og áherslur dagsins og má með sanni segja að kjörorðið „Hjúkrun – þekking í þína þágu“ hafi átt einstaklega vel við. Til úthlutunar úr sjóðnum voru 10 milljónir króna. Alls fengu 30 hjúkrunarfræðingar styrki úr sjóðnum og voru styrkirnir á bilinu tvö til fimm hundruð þúsund hver. Sjóðurinn styrkir vísindarannsóknir, þar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.