Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 37 Mynd 1. Eðlilegt bein og beinþynning. Heimild: menopause.online.com. daga ársins á bráðadeildum sjúkra­ húsanna en það samsvarar um 380 miljónum króna uppreiknað á verðgildi 2008. Þennan kostnað mætti sjálfsagt tvöfalda ef tekið er tillit til annars kostnaðar, meðal annars endurhæfingar og dvalar á öðrum sjúkrastofnunum eftir dvölina á bráðasjúkrahúsunum. Fjöldi brota vegna beinþynningar mun að öllum líkindum margfaldast á næstu áratugum vegna breyttrar aldurs­ samsetningar þjóðarinnar. Spá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir að næstu tuttugu árin fjölgi landsmönnum um 14% og því fjölgi íbúum 65 ára og eldri um 68%. Skilgreining beinþynningar Beinþynning er oftast hluti af eðlilegu öldrunarferli bæði hjá konum og körlum en getur einnig orðið fylgikvilli ýmissa sjúkdóma og lyfja. Beinþynning er lang­ vinnur, hægfara sjúkdómur í beinum sem einkennist af rýrnun á steinefnum og misröðun á innri byggingu beinsins með þeim afleiðingum að beinstyrkur skerðist og hættan á beinbrotum eykst. Mæling á beinþéttni er talin hafa besta forspárgildi um hverjir séu í hættu á að brotna eða jafn vel og blóðþrýstingur varðandi líkur á heilablóðfalli eða kólesterólmæling út af líkum á kransæðasjúkdómum (Gunnar Sigurðsson, 2001, Cummings o.fl., 1993). Þess vegna setti hópur sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar­ innar fram skilgreiningu á beinþynningu sem byggist á mælingu á beinþéttni með svokallaðri DEXA­mælitækni (sjá síðar). Þar er beinþynning skilgreind sem beinþéttni sem er meira en 2,5 staðalfrávik neðan við meðaltal ungra einstaklinga af sama kyni (T­gildi < ­2,5) Beingisnun (osteopenia) er skilgreind sem beinþéttni 1,0­2,5 staðalfrávikum neðan við meðaltal ungra einstaklinga af sama kyni; skráð sem T­gildi ­1,0 til ­2,5 (sjá töflu 1). Algengi sjúkdómsins markast því af þessum skilgreiningum. Framskyggnar hóp rannsóknir hafa sýnt að brotahættan tvöfaldast fyrir hvert staðalfrávik neðan við meðalgildi á beinþéttni. Meinafræði beinþynningar Undirrót beinþynningar er misræmi í samspili milli beinmyndunar og beinniður­ brots á þann veg að annaðhvort er beinnýmyndun of lítil eða beinniðurbrot of mikið. Röskun á jafnvægi milli bein­ uppbyggingar og beinniðurbrots í átt að beintapi er undanfari beinþynningar (sjá mynd 1). Bein líkamans eru samansett af skelbeini (80%) og frauðbeini (20%) (Lemke, 2005). Skelbein er ytri hlið beinanna. Frauðbein er beinvefurinn í innri hluta beinanna, til dæmis í endum langra beina og í mjaðmagrindarbeinum ásamt því að vera meginuppistaða hryggjarliðsbolanna. Meginburðarafl og styrkur hryggjarliðsbola byggist á innri uppröðun beinvefjarins í frauðbeinshlutanum og samsvarar það 90% af styrk beinsins. Skelbein er hins vegar tíu sinnum sterkara en frauðbein. Bein er lifandi vefur í stöðugri endurmyndun alla ævi. Beinmyndun er flókið samspil milli beinbrjóta (osteoclastes) og beinbyggja (osteoblastes). Eðlileg beinmyndun fer þannig fram að beinvefur er brotinn niður af beinfrumum sem nefnast beinbrjótar. Samtímis er nýr beinvefur myndaður af beinbyggjum. Beinmagni er að mestu leyti stjórnað af erfðum en önnur mikilvæg atriði í beinmyndun eru hormónar, næring og regluleg líkams þjálfun. Kalk­ og D­vítamínneysla er nauð synleg fyrir eðlilega beinmyndun. Östrógen, testósterón og kalsítónín eru hormónar sem hvetja beinbyggja og þar með beinnýmyndun. Beinbyggjafrumur hafa yfirhöndina fyrstu tvo áratugina í lífi fólks og hámarksbeinmagni er náð um 24­28 ára aldur. Upp úr 30 ára aldri byrjar beinmagnið að minnka, og við tíðahvörf gisna bein kvenna með meiri hraða en áður (Burke, 2001). Þannig er talið að 15­20% af beinmagni tapist fyrsta áratuginn eftir tíðahvörf. Beinþynning hjá körlum er tengd lækkuðu testósterónmagni með aldrinum. Þetta gerist þó mun síðar hjá körlum, ekki fyrr en upp úr sjötugu. Beinbrot eru ekki eingöngu háð beinþéttninni heldur hefur aldur einnig áhrif á brotatíðni óháð beinmassanum og vöðvabygging, byltur og innri gerð beinsins hafa einnig áhrif á brotahættuna. Sjúkdómsgreining Beinþynning er oft ekki greind fyrr en einstaklingurinn brotnar þar sem beinniðurbrotið er þögult og einkennalaust. Það er því mikilvægt að greina beinþynningu tímanlega og helst áður en beinin brotna til þess að geta með góðum forvörnum eða lyfjameðferð komið í veg fyrir fyrsta beinþynningarbrotið. Tafla 1. Skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á beinþynningu. Eðlileg beinþéttni: T­gildi > ­1,0 Beingisnun (osteopenia): T­gildi ­1,0 til ­2,5. Beinþynning (osteoporosis): T­gildi < ­2,5 T­gildi er fjöldi staðalfrávika frá meðalgildi beinþéttni ungra (20­30 ára) einstaklinga af sama kyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.