Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201050 Vika hjúkrunar var haldin á Landspítala 10.–14. maí í samvinnu við svæðisdeild höfuðborgarsvæðisins. Var það sjöunda árið í röð sem hún er haldin á svipuðu formi. Vikan er haldin í vikunni sem 12. maí ber upp en sá dagur er fæðingardagur Florence Nightingale sem er talin frumkvöðull hjúkrunar. Fæðingardagur Florence Nightingale er haldinn hátíðlegur um allan heim og í ár undir kjörorðinu „Nurses leading chronic care“ (lauslega þýtt: Hjúkrunarfræðingar eru í fararbroddi í hjúkrun langveikra). Í ár eru enn fremur 100 ár frá því að Nightingale lést rúmlega 90 ára gömul. Á viku hjúkrunar var því reynt að tengja marga viðburði minningu hennar og vekja athygli á framlagi hennar sem vísindamanns og frumkvöðuls í hjúkrun. Fjölbreytt dagskrá var í boði alla vikuna og voru atburðir vel sóttir af hjúkrunarfræðingum. Blandað var saman fyrirlestrum, opnu húsi þar sem deildir á LSH kynntu starfsemi sína og veggspjaldasýningu. Það er greinilegt að hjúkrunarfræðingar leggja mikinn metnað í veggspjaldasýninguna enda verður hún glæsilegri ár frá ári. Í ár kynntu hjúkrunarfræðingar starf sitt, rannsóknir og gæðaverkefni á rúmlega fjörutíu veggspjöldum á Hringbraut og í Fossvogi. Veggspjaldasýningin stóð frá 7. til 21. maí. Markhópur veggspjaldasýningarinnar á viku hjúkrunar er ekki eingöngu hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og aðrar fagstéttir heldur einnig sjúklingar og aðstandendur þeirra. Áhersla viku Dóróthea Bergs, dorothea@landspitali.is Veggspjaldasýningin opnuð mánudaginn 10. maí. VIKA HJÚKRUNAR 2010 Á LANDSPÍTALA hjúkrunar 2010 var á skráningu hjúkrunar enda er verið að innleiða nýjungar í með­ ferðarskráningu í rafrænni sjúkraskrá. Veggpjaldasýningin var formlega opnuð mánudaginn 10. maí. Í hádeginu þann dag var síðan boðið upp á fyrirlestra í Hringsal. Hildur Einarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun, sagði frá nýrnaskólanum sem er ætlaður nýrnasjúklingum og fjölskyldum þeirra. Anna Guðrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur kynnti göngudeild hjartabilaðra sem er hjúkrunarstýrð þjónusta við hjartasjúklinga. Á þriðjudag voru tvö erindi í Hringsal. Þorbjörg Sóley Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun, sagði frá stuðningi við langveika lungnasjúklinga og fjölskyldur þeirra og Ingibjörg Bernhöft hjúkrunarforstjóri kynnti hjúkrunarheimili framtíðarinnar. Á miðvikudag, fæðingar­ degi Florence Nightingale, var kynning á nýju sjúklingaflokkunarkerfi sem kallast RAFAELA og stendur til að innleiða á Landspítala. Viðstaddir voru mjög áhuga­ samir og spurðu mikið um nýtingu þessa sjúklingaflokkunarkerfis fyrir hjúkrun. Síðasti fyrirlesturinn á viku hjúkrunar var síðan frásögn Aðalbjargar Þorvarðardóttur hjúkrunarfræðings af því að takast á við eigin líðan eftir að hún greindist með langvinnan sjúkdóm. Var þetta mjög fræðandi og áhugavert innlegg og átti það sem og aðrir fyrirlestrar vel við þema viku hjúkrunar. Opið hús var hjá göngudeild húð­ og kynsjúkdómadeildar í Fossvogi og nýrri hjartagátt við Hringbraut. Vel var mætt í þessi opnu hús enda fróðlegt að fá tækifæri til að kynna sér deildir með ólíka starfsemi. Hápunktur vikunnar var á föstudaginn þegar framkvæmdastjóri hjúkrunar bauð í súpu og samveru í K­byggingu við Hringbraut. Þar bauðst hjúkrunar­ fræðingum sem og öðrum starfsstéttum tækifæri til að hittast, ræða saman og gæða sér á dýrindissúpu. Fræðslunefnd hjúkrunarráðs þakkar þeim sem tóku þátt í viku hjúkrunar og vonar að allir hafi notið þess sem í boði var. Dóróthea Bergs er sérfræðingur í hjúkrun langveikra í endurhæfingu á Grensási og formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs á Landspítala. v Við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri er í boði nám til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum. Námið er 120 einingar og samanstendur af sex 10 eininga námskeiðum og 60 eininga rannsóknar verkefni. Einnig er í boði 40 eininga diplómunám. Námið er opið öllum sem hafa lokið BS námi eða sambærilegri menntun á heilbrigðisssviði. Diplómu- og meistaranám í heilbrigðisvísinDum Umsóknarfrestur til 5. júní Nánari upplýsingar á www.unak.is viltu læra meira?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.