Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Síða 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201032 Vorið 2009 skipaði stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnuhóp sem ætlað var að endurskoða stefnu félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum til ársins 2020. Í vinnuhópnum eru Vigdís Hallgrímsdóttir, Kristrún Þórkelsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir, Kristín Sólveig Bjarnadóttir og Aðalbjörg Finnbogadóttir. Hjúkrunarfræðingar eru stærsti hópur heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi og því er afar mikilvægt að félagið móti sér stefnu í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum. Auk þess er þátttaka í stefnumótun í heilbrigðismálum einn megintilgangur félagsins samkvæmt lögum þess. Vinnuhópurinn hefur farið yfir stefnu FÍH frá 1997, stefnuskjöl erlendra hjúkrunar félaga og lesið heimildir sem fjalla um þróun í heilbrigðisþjónustu og heilbrigðismálum til framtíðar. Auk þess Vigdís Hallgrímsdóttir, vhallgrimsdottir@gmail.com STEFNA FÍH Í HJÚKRUNAR­ OG HEILBRIGÐISMÁLUM TIL ÁRSINS 2020 Síðastliðið ár hefur vinnuhópur unnið að því að endurskoða stefnu félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum. Drög að stefnu voru lögð fyrir aðalfund 27. maí sl. en nánar verður sagt frá nýrri stefnu í næsta tölublaði. hélt hópurinn rýnifundi með fjölmörgum hjúkrunarfræðingum víðs vegar að af landinu. Niðurstaða vinnunnar eru drög að stefnu FÍH í eftirfarandi málaflokkum: • heilbrigðismál • heilbrigðisþjónusta • hjúkrunarþjónusta • þróun hjúkrunar sem fræðigreinar • hlutverk hjúkrunarfræðinga • öryggi og gæði heilbrigðisþjónustu • lýðheilsa • viðbótarmeðferð í hjúkrun • starfsumhverfi og mönnun • forysta og stjórnun • upplýsingatækni • menntun hjúkrunarfræðinga Þessi drög voru kynnt stjórn FÍH í byrjun maí og á aðalfundi FÍH þann 27. maí sl. Hér á eftir fer stutt samantekt á þessum fyrstu drögum en stjórn FÍH hefur lagt til að hjúkrunarþing, sem haldið verður í nóvember 2010, taki stefnudrögin fyrir og ljúki þar með vinnu við stefnu félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum til ársins 2020. Þannig geta hjúkrunarfræðingar með sérfræðiþekkingu sinni haft bein áhrif á gæði, öryggi og hagkvæmni heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar. Á aðalfundi 2011 var stefnan síðan lögð fyrir félagsmenn til samþykktar eða synjunar. Vigdís Hallgrímsdóttir er verkefnastjóri á skurðlækningasviði Landspítala og formaður vinnuhóps um stefnu félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.