Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 6
Í tíu ár hef ég notið þess heiðurs að vera for­ maður Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga. Tíu ár eru langur tími í starfsævi hvers og eins og margt hefur breyst á þessum árum. Með sanni má segja að þetta tímabil hafi skipst í tvennt, fyrri fimm árin einkenndust af þenslu og skorti á hjúkrunar fræðingum, seinni fimm árin af niðurskurði og erfiðleikum honum samfara. Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur sannar lega reynt á hjúkrunarfræðinga og félagið. Álag hefur aukist, möguleikar til sí­ og endur menntunar hafa minnkað, óánægja hefur verið með kaup og kjör, hjúkrunar­ fræðingar hafa lýst áhyggjum af gæðum hjúkrunar og öryggi sjúklinga, umræðan meðal hjúkrunarfræðinga hefur breyst til hins verra að margra mati og svona mætti áfram telja. Við þessar aðstæður er mikilvægt að sterkt félag standi að baki hjúkrunar­ fræðingum. Við eigum sannarlega sterkt félag sem ég fullyrði að nýtur virðingar og trausts. Hjúkrunarfræðingar eru líka öflug stétt sem getur haft mikil áhrif. Í símakönnun félagsins fyrir um ári síðan, þegar hópur fólks var spurður að því hvort þeim fyndist hjúkrunarfræðingar hafa mikil áhrif á þróun heilbrigðiskerfisins og hvort hjúkrunarfræðingar væru áberandi í opinberri umræðu um heilbrigðismál, taldi mikill meirihluti svarenda svo vera. Jákvætt viðhorf samfélagsins til hjúkrunar fræðinga og félagsins skiptir miklu máli bæði í faglegu starfi og ekki síður í kjarabaráttu. Að þessu þarf að hlúa. Hjúkrunarfræðingar eiga að hafa áhrif á skipulag heilbrigðisþjónustu. Stóru verkefnin fram undan eru án efa efling heilsugæslunnar og stóraukin þörf fyrir þjónustu við aldraða, samfara mikilli fjölgun í þeirra hópi. Fyrir dyrum stendur að færa ábyrgðina á þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga og síðar meir einnig heilsugæsluna. Hjúkrunarfræðingar verða að taka forystu í þessum málaflokkum nú, eins og þeir gerðu fyrir rúmum 80 árum þegar þeir byggðu upp mæðravernd og ungbarnavernd hér á landi. Hjúkrunar­ fræðingar veita landsmönnum þjónustu frá vöggu til grafar, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þeir hafa einstaka yfirsýn yfir þarfir landsmanna hvað varðar heilbrigðisþjónustu. Þá þekkingu þurfa stjórnvöld að nýta. Hjúkrunarfræðingar hafa sýnt að með samstöðu og sterku félagi geta þeir náð langt, eins og sannaðist í deilunni sem skapaðist við endurskoðun stofnanasamnings á Land­ spítala síðastliðinn vetur. Með samstöðunni og öflugri framgöngu starfsmanna og stjórnar félagsins náðist einstæður árangur. Það er von mín að þessi reynsla og samstaða skili einnig góðum árangri í þeim mikilvægu kjarasamningum sem fram undan eru. Margt hefur áunnist og margt hefur breyst á síðustu tíu árum. Byrjunarlaun hjúkrunar­ fræðinga hafa hækkað um rúm 80%, skýr lagaákvæði eru nú um faglega ábyrgð hjúkrunarfræðinga yfir hjúkrun og tugir hjúkrunarfræðinga hafa fengið sérfræðileyfi í hjúkrun. Félagið hefur verið endurskipulagt, með aukið lýðræði og aukna þátttöku félagsmanna í störfum þess að leiðarljósi. Endurskoðuð stefna félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum hefur verið gefin út með nýjum gildum félagsins, þekking – færni – umhyggja. Fyrir rúmum þremur árum hætti FÍH þátttöku í Bandalagi háskólamanna og stendur nú sjálfstætt í öllum sínum störfum. Átak hefur verið gert í ímyndarmálum hjúkrunar fræðinga og sjóðir félagsins og öll þjónusta verið efld til hagsbóta fyrir félags menn. Húsnæði FÍH hefur verið breytt þannig að það nýtist félagsmönnum sem best og svona mætti áfram telja. Hjúkrunarfræðingar gera margir miklar kröfur til félagsins og væntingar þeirra eru margvíslegar. En eitt er víst, félagið getur ekki gert allt fyrir alla. Á hverjum tíma þarf að forgangsraða verkefnum og þá þannig að sem flestir félagsmenn hafi sem mestan hag af. Ég vona að það hafi tekist vel þessi síðustu tíu ár. Grunnurinn að sterku félagi mynda félags­ menn sjálfir, ekki eingöngu þeir sem valist hafa tímabundið til forystu. Spurningin hvað þú getir gert fyrir félagið, ekki aðeins hvað félagið getur gert fyrir þig, er ávallt í fullu gildi. Sem félagsmenn höfum við ekki aðeins réttindi heldur einnig skyldur. Okkur ber að leggja okkar af mörkum til félagsins. Við þurfum að vera gagnrýnin á áherslurnar í starfi félagsins hverju sinni, gagnrýna á uppbyggilegan hátt, rýna til gagns. Við verðum að vinna að heildarhagsmunum félagsmanna, ekki sérhagsmunum. Við þurfum að stuðla að sameiningu, ekki sundrungu. Við þurfum saman að gæta hagsmuna skjólstæðinganna og okkar sjálfra. Við þurfum, hvert og eitt, að vera opin fyrir tækifærum og grípa þau, nota alla þá þekkingu, allar þær rannsóknir sem sýna árangur af þjónustu hjúkrunar fræðinga: aukið öryggi, meiri gæði og meiri hagkvæmni. Að leiðarlokum þakka ég einstaklega gott samstarf við mikinn fjölda félagsmanna síðustu tíu ár. Þó verkefnin hafi oftsinnis verið krefjandi hefur samvinnan verið gefandi og skemmtileg. Ég þakka frábæru starfsfólki félagsins fyrr og nú fyrir einstaklega gott samstarf. Ég óska Ólafi G. Skúlasyni alls hins besta í mikilvægu starfi formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Takk fyrir mig. Elsa B. Friðfinnsdóttir. AÐ LEIÐARLOKUM Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar hér sinn fimmtugasta og síðasta formannspistil en á dögunum skilaði hún keflinu til Ólafs B. Skúlasonar. Því eru í þessu tölublaði tveir formannspistlar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.