Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Side 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Side 59
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 55 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER kunna að felast meðal annars í fjölbreyttari vinnumarkaði og áhrifum stefnumótandi ákvarðana varðandi sjúkrahúsþjónustu LSH. Fjölbreyttara vinnuframboð á höfuðborgarsvæðinu gæti skýrt að hluta til hvers vegna starfsfólk heilbrigðisstofnana í nágrenni við höfuðborgarsvæðið hugsaði oftar um að hætta í núverandi starfi en aðrir þátttakendur. Meginstefna stjórnvalda er að sjúkrahúsþjónusta flytjist einkum til LSH og sjúkrahússins á Akureyri og áherslan á landsbyggðinni verði á heilsugæslu og þjónustu við aldraða (Elsa B. Friðfinnsdóttir, 2011). Skortur á framtíðarsýn, sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og tilfærsla verkefna á undanförnum árum hefur leitt til atvinnuóöryggis og fækkunar starfsfólks og hefur líklega neikvæð áhrif á líðan heilbrigðisstarfsfólks almennt. Einnig getur ótryggt almennt atvinnuástand í héraði haft neikvæð áhrif á framtíðaráform gagnvart vinnustað þar sem atvinnumöguleikar maka hafa áhrif á búferlaflutninga. Skipulagsbreytingar og sparnaðarráðstafanir stjórnvalda geta þó ekki skýrt nema að vissu marki óánægju starfsmanna með yfirstjórn stofnunar og líklega að takmörkuðu marki óánægju með næsta yfirmann. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til þess að í stjórnunarstíl yfirmanna gætu legið skýringar á neikvæðum viðhorfum og vanlíðan starfsfólks enda sýna rannsóknir að góð samskipti við næsta stjórnanda skipta miklu máli fyrir starfsánægju og líðan (Matzler og Renzl, 2006). Greinilegur landshlutamunur í svörum um samskipti starfsfólks og yfirmanna bendir til þess að í þessum samskiptum sé víða pottur brotinn og að ástæður munarins geti hugsanlega legið í mismunandi stjórnunarháttum eftir landshlutum. Niðurstöðurnar benda þá til þess að sérstök ástæða sé til þess að huga að bættum stjórnunarháttum deildarstjóra á hjúkrunarheimilum í nánd við höfuðborgarsvæðið. Takmarkanir rannsóknarinnar Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru að eingöngu var stuðst við spurningalista sem lagður var fyrir einu sinni. Einnig mætti finna að því að Akureyri tók ekki þátt í rannsókninni. Þar sem meðalstórar hjúkrunardeildir eru fáar um landið þurfti – til þess að gæta persónuverndar – að greina frá svörum eftir landshlutum en ekki einstökum stofnunum og torveldar það nokkuð umræðu hvað varðar félagslega áhrifaþætti. Þrátt fyrir takmarkanirnar má telja að rannsóknin sýni afstöðu og líðan starfsfólks á hjúkrunardeildum í minni bæjarfélögum þar sem niðurskurður hefur verið mikill og atvinnutækifæri kvenna eru hugsanlega af skornum skammti. Áhugavert væri að endurtaka könnunina til þess að meta áhrif áframhaldandi breytinga á líðan heilbrigðisstarfsfólks þar sem niðurskurður og breytingar hafa haldið áfram innan þessara stofnana allt til dagsins í dag. ÁLYKTUN Starfsánægja og líðan tengjast viðhorfum til stjórnunar. Starfsfólk hjúkrunardeilda á landsbyggðinni er almennt ánægt í vinnunni og kulnunar gætir lítið þrátt fyrir mikið vinnuálag, óánægju með laun og sparnaðartengdar breytingar undanfarin ár. Munur starfsstétta með tilliti til líðanar og afstöðu til stjórnunar er lítill, en talsverður eftir landshlutum. Allir stjórnendur innan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni þurfa að vera meðvitaðir um áhrif breytinga og stjórnunarhátta á líðan starfsfólks og ánægju í starfi, ekki síst í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þakkir Sérstakar þakkir færum við heilbrigðisstarfsfólki deildanna fyrir þeirra framlag og þátttöku í rannsókninni ásamt hjúkrunarforstjórum heilbrigðisstofnananna fyrir aðstoð við dreifingu og söfnun gagna. Sérstakar þakkir fá Hjördís Sigursteinsdóttir, Guðmundur Kristján Óskarsson og Kjartan Ólafsson fyrir tölfræðilega aðstoð. Rannsóknarsjóði Hrafnistu og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga viljum við þakka fjárhagslegan stuðning vegna verkefnisins. Heimildir Berg, A.M. (2006). Transforming public services – transforming the public servant. International Journal of Public Sector Management, 19, 556­ 568. Blythe, J., Baumann, A., og Giovannetti, P. (2001). Nurses’ experiences of restructuring in three Ontario hospitals. Journal of Nursing Scholarship, 33 (1), 61­68. Bogaert, P.V., Meulemans, H., Clarke, S., Vermeyen, K., og Heyning, P.V. (2009). Hospital nurse practice environment, burnout, job outcomes and quality of care: Test of a structural equation model. Journal of Advanced Nursing, 65 (10), 2175­2185. Branham, L. (2005). The 7 hidden reasons employees leave. How to recognize the subtle signs and act before it’s too late. New York: Saratoga Institute. Buchanan, D., Fitzgerald, L., Ketley, D., Gollop, R., Jones, J.L., Lamont, S.S., Neath, A., og Whitby, E. (2005). No going back: A review of the literature on sustaining organizational change. International Journal of Management Reviews, 7 (3), 89­205. Dagrún Þórðardóttir (2006). Einelti á vinnustað: Samanburður þriggja opinberra vinnustaða. Óbirt MS­ritgerð: Háskóli Íslands, viðskiptafræðideild. Elsa B. Friðfinnsdóttir (2009). Formannspistill. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 1 (85), 3. Elsa B. Friðfinnsdóttir (2011). Áhrif efnahagskreppunnar á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 5 (87), 24­28. European Agency for Safety and Health at Work (2003). Gender issues in safety and health at work – a review. Sótt á http://agency.osha.eu.int/ publications/report/209/en/ ReportgenderEn.pdf. Faragher, E.B., Cass, M., og Cooper, C.L. (2005). The relationship between job satisfaction and health: A meta­analysis. Occupational and Environmental Medicine, 62, 105–112. Fischer, J.A.V., og Sousa­Poza, A. (2009). Does job satisfaction improve the health of workers? New evidence using panel data and objective measures of health. Health Economics, 18, 71­89. Fjármálaráðuneytið (2000). Ábyrgð, valdsvið og stjórnunarumboð forstöðumanna ríkisstofnana. Nefndarálit. Reykjavík: Fjármálaráðuneytið. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Kristinn Tómasson (2004). Work organization, well­being and health in geriatric care. Work, 22, 49­55. Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið (2001). Heilbrigðisáætlun til ársins 2010: Langtímamarkmið í heilbrigðismálum. Reykjavík: Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Kristinn Tómasson og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (2004). Vinnuálag og líðan mismunandi starfshópa kvenna í öldrunarþjónustu. Læknablaðið, 90, 217­221. Leiter, M.P., og Schaufeli, W.B. (1996). Consistency of the burnout construct across occupations. Anxiety, Stress and Coping, 9, 229­243. Lorenz, V.R., Benatti, M.C.C., og Sabino, M.O. (2010). Burnout and stress among nurses in a university tertiary hospital. Latin American Journal of Nursing, 18 (6), 1084­1091. Maslach, C., Schaufeli, W.B., og Leiter, M.P. (2001). Job burnout. Annual Reviews, 53, 397­422.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.