Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201346 sjúklinga, sem fóru í gerviliðaaðgerðir á LSH og FSA, kom í ljós að 30% sjúklinganna óskuðu eftir meiri upplýsingum um bataferlið eftir aðgerð, aðeins þriðjungur sjúklinga var mjög ánægður með útskriftarfræðsluna og helmingur taldi fræðsluefnið vera mjög gagnlegt. Í þessari rannsókn var væntingum til fræðslu um efnisþætti lífeðlisfræði og færni best sinnt og samræmist því að áhersla í fræðslu á sjúkrahúsum er mest á þessum sviðum (Katrín Blöndal o.fl., 2011; Johansson o.fl., 2005; Rankinen o.fl., 2007). Væntingum um fræðslu varðandi siðfræðilega og fjárhagslega þætti var síst sinnt, þar var áhrifastærðin frá 0,57 til 0,77, en tími frá því fyrir aðgerð þar til 6­7 mánuðum eftir aðgerð útskýrir 57% til 77% í dreifingu breytanna (Levine og Hullett, 2002). Mat sjúklinga á fenginni fræðslu breytist með tímanum, kannski vegna þess að í bataferli, þegar heim er komið, þurfa þeir að hagnýta þekkinguna sem fræðslan snýst um og þegar litið er til baka, hálfu ári eftir aðgerð, meta þeir aðstæður svo að þekkingin hafi ekki reynst vera næg. Almennt kom fram lítill munur á væntingum til fræðslu og fenginni fræðslu eftir bakgrunnsbreytum en það samræmist ekki niðurstöðum erlendra rannsókna (Heikkinen o.fl., 2007; Rankinen o.fl., 2007). Getur ein skýring þess verið hve íslenskt þjóðfélag er einsleitt. Tekið skal fram að ekki kom fram munur á sjúklingum eftir því á hvaða sjúkrahúsi þeir dvöldu. Heilsutengd lífsgæði Heilsutengd lífsgæði bötnuðu við aðgerðina eins og við var að búast og samræmist það niðurstöðum annarra rannsókna sem hafa notað EQ­5D­matstækið meðal gerviliðasjúklinga (Jansson og Granath, 2011). Geta til sjálfsumönnunar batnaði milli tíma 1 og 3 og er það samhljóma niðurstöðum Judge og félaga (2011) á 908 einstaklingum, 12 mánuðum eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm. Þar kom fram að geta til sjálfsumönnunar og hreyfigeta batnaði. Hér hafði fólk með langvinn veikindi meiri kvíða/þunglyndi og meiri verki á tíma 1 og 3 en aðrir. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera meðvitaðir um að þessi hópur fólks þarf betri fræðslu og stuðning en aðrir. Bent hefur verið á að stuðningur heilbrigðisstarfsfólks eftir gerviliðaaðgerð geti skipt máli til að bæta heilsutengd lífsgæði (Baumann o.fl., 2009). Eflandi sjúklingafræðsla Bent hefur verið á að skilning skorti á möguleikum fræðslu til eflingar sjúklinga. Fræðsluaðferðir séu einsleitar, of mikið sé um að aðeins séu veittar upplýsingar og ekki nægjanlega litið til einstaklingsbundinna þarfa (Johansson o.fl., 2005; Suhonen og Leino­Kilpi, 2006). Því má ætla að þörf sé á umræðu um hvernig fræðsluþarfir gerviliðasjúklinga eru metnar og innihald sjúklingafræðslu valið. Ef hjúkrunarfræðingar vilja efla sjúklinga sína þurfa þeir að veita þeim fræðslu sem uppfyllir þarfir þeirra, ekki aðeins um lífeðlisfræðilega þætti því efling tekur til flestra þátta daglegs lífs (Coates, 1999). Margt bendir til að sjúklingafræðslan þurfi að spanna öll sex þekkingarsvið eflandi fræðslu og hér kom fram að fræðsluþörfum um siðfræðilega þætti, fjármál og félagslega þætti er síst sinnt. Þær eru þó einnig mikilvægar og fjalla til dæmis um rétt sjúklinga á sjúkrahúsinu, í hverju ábyrgð þeirra er fólgin svo umönnun gangi vel, þátttöku fjölskyldunnar og kostnað sjúklings í tengslum við aðgerð svo og réttindi hans í sjúkratryggingakerfinu. Takmarkanir og kostir rannsóknarinnar Nokkur atriði takmarka gildi rannsóknarinnar. Þar má helst nefna að matstækin um væntingar til fræðslu og fengna fræðslu eru notuð hér í fyrsta sinn á Íslandi. Hins vegar var alþjóðlegum reglum um þýðingu matstækja fylgt og viðunandi áreiðanleikastuðull í öllum mælingum dregur úr þessum ágalla. Lágt svarhlutfall þeirra sjúklinga, sem boðin var þátttaka í rannsókninni, eða 50%, dregur úr gildi hennar og að ekki var safnað upplýsingum um þá sem ekki þáðu boð um þátttöku. Notuð voru stikuð tölfræðipróf við framsetningu niðurstaðna þó að spurningalistum væri svarað á jafnbilakvarða, enda þótti úrtakið vera nægilega stórt til að réttlæta það. Óstikuð próf voru einnig gerð en ekki kom fram mismunur á marktækni eftir tölfræðiprófum. Ekki var hægt að meta hver þekking sjúklinga var á væntanlegri aðgerð eða hversu mikla fræðslu þeir höfðu fengið þegar þeir mátu væntingar sínar til fræðslu. Sumir fengu afhent skriflegt fræðsluefni um leið og spurningalistann en engir höfðu fengið formlega, munnlega fræðslu áður, svo vitað sé, utan viðtal við lækna þegar ákvörðun um aðgerð var tekin. Kostir rannsóknarinnar eru að hún er framkvæmd á öllum þeim sjúkrahúsum á Íslandi sem framkvæma gerviliðaaðgerðir á hné og mjöðm. Úrtakið var nægilega stórt miðað við aflútreikning og lítið brottfall sjúklinga var á milli tímapunkta. LOKAORÐ Rannsóknin gefur ágæta mynd af því hvaða fræðslu gerviliðasjúklingar vænta og telja sig fá og hvernig heilsutengd lífsgæði þeirra breytast fyrir og eftir aðgerð. Rannsókn þessi sýnir að þörf er á að endurskoða mat á fræðsluþörfum og innihald fræðslu sjúklinga sem fara í gerviliðaaðgerðir á Íslandi til að styðja við eflingu þeirra og bæta árangur aðgerðar enn frekar. Þakkir Rannsakendur þakka þeim Guðjónu Kristjánsdóttur og Kolbrúnu Kristiansen fyrir þátttöku í gagnasöfnun, Kjartani Ólafssyni fyrir aðstoð við tölfræðivinnslu svo og þeim sjúklingum og öðrum sem áttu hlut að verkefninu fyrir þeirra þátt í að gera rannsóknina mögulega. Rannsóknin var styrkt af vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (B­hluta), Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri, KEA­háskólasjóði, vísindasjóði Landspítala og vísindasjóði Sjúkrahússins á Akureyri og eru þeim færðar bestu þakkir. Heimildir Barksdale, P., og Backer, J. (2005). Health­related stressors experienced by patients who underwent total knee replacement seven days after being discharged home. Orthopaedic Nursing, 24 (5), 336­342.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.