Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 56
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201352 íhugað að hætta (p=0,006). Á Suðurlandi ríkti meiri efi um að góð þjónusta væri forgangsverkefni hjá stofnuninni en í öðrum landshlutum (p=0,032). Einungis 52% svarenda á Suðurlandi voru ánægðir með skipulag og samstarf á deildinni en 80­90% í öðrum landshlutum (p=0,001). Á Suðurlandi voru fleiri óánægðir með næsta yfirmann sinn (p<0,001), mæltu síður en aðrir með því að næsti yfirmaður héldi áfram í starfi (p<0,001), fundu meira fyrir ágreiningi milli yfirmanns og starfsfólks (p<0,001) og fannst yfirmaður taka síður á ágreiningsmálum en svarendur í öðrum landshlutum (p<0,001). Svarendur á Suðurlandi töldu einnig fremur að samstarfsfólk ylli þeim vanlíðan (42% á móti 19­21% í öðrum landshlutum, p=0,011), að stjórnunarhættir næsta yfirmanns yllu þeim vanlíðan (38% á móti 11­13%, p<0,001) og töldu oftar en aðrir að betra væri að hafa annan yfirmann (30% á móti 5­16%, p<0,001). Á Vesturlandi höfðu færri svarendur en annars staðar fengið skipulagðan stuðning á fyrsta ári í starfi (p=0,009). Á Austurlandi fannst hins vegar fleiri svarendum þeir metnir að verðleikum en í öðrum landshlutum (p<0,001) og þar varð minnst vart við einelti (p=0,015). Lítill starfsstéttamunur var á viðhorfum til yfirstjórnar. Þó kom fram marktækur munur í fjórum þáttum (mynd 1 og 2, merkt #) varðandi ánægju með stjórnun stofnunar (p=0,048) og æðstu yfirmenn hennar (p=0,01). Aðstoðarfólk var síður óánægt en hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Starfsstéttamunur kom einnig fram varðandi það hvort skipulagður stuðningur hefði verið á fyrsta ári í starfi (aðstoðarfólk ánægðast, p=0,023) og hvort ágreiningur hefði komið upp milli yfirmanns og starfsfólks (sjúkraliðar fundu fremur fyrir þessu en aðrar stéttir, p=0,004). Hvað kulnunareinkenni varðar kom fram marktækur munur á Norður­ og Suðurlandi (p=0,025) varðandi tilfinningaþrot (tafla 1). Marktækur landshlutamunur var einnig varðandi starfsárangur en hann mældist marktækt hærri á Norðurlandi en á Vesturlandi (p=0,013). Sjúkraliðar sýndu meiri kulnunareinkenni en hjúkrunarfræðingar (p=0,02) og aðstoðarfólk (p=0,03) varðandi tilfinningaþrot. Hjúkrunarfræðingar mældust marktækt hærri í mati á starfsárangri en bæði sjúkraliðar (p=0,003) og aðstoðarfólk (p=0,03). Fyrir hlutgervingu var enginn marktækur munur, hvorki vegna búsetu né starfsstéttar (tafla 1). Tengsl stjórnunar við líðan í starfi Tengsl líðanar svarenda og viðhorfa til stjórnunarhátta voru fyrst athuguð með tilliti til fylgni spurninga úr almenna spurningalistanum við hvern undirflokk MBI­GS fyrir sig (e. bivariate, Spearman’s rank correlation). Marktæk fylgni kom fram milli fjölmargra spurninga um stjórnunarhætti og undirþátta MBI­GS­kvarðans, eða 25 spurninga við tilfinningaþrot, 25 við hlutgervingu og 12 við starfsárangur. Tilfinningaþrotum tengdust þættir eins og ímynd stofnunar, ánægja með stofnun, ákvörðun um að vera áfram á vinnustað næstu tvö árin, ánægja með núverandi vinnuaðstöðu, von um starfsframa, hvort vart hefði orðið ágreinings milli starfsfólks og yfirmanns og hvort stjórnunarhættir næsta yfirmanns yllu vanlíðan í vinnu. Fjölþáttaaðhvarfsgreining sýndi síðan vegið samband einungis átta þátta úr almenna spurningalistanum við MBI­GS (tafla 2). Fimm þættir tengdust tilfinningaþrotum á þann hátt að jákvæð ímynd stofnunar og góð vinnuaðstaða virtust draga úr tilfinningaþrotum, en neikvæðir þættir í stjórnun og samstarfi innan deildar auka tilfinningaþrot. Það að veita góða þjónustu og að vera metinn að verðleikum tengdist hlutgervingu og starfsárangri. Aðhvarfsgreiningin náði þó einungis að útskýra 23% af breytileikanum fyrir tilfinningaþrot og 12% fyrir hlutgervingu og starfsárangur (tafla 2). Mynd 3. Samantekt svara við tíu spurningum (fullyrðingum) sem endurspegla viðhorf heilbrigðisstarfsfólks hjúkrunardeilda á landsbyggðinni til starfsánægju og líðan í starfi. Marktækur munur m.t.t. búsetu er merktur * fyrir framan fullyrðingarnar. Marktektarmörk miðast við p<0,05. Sammála Veit ekki Ósammála 90% 4% 6% 60% 24% 16% 33% 11% 56% 24% 7% 60% 4%2% 94% 4%2% 94% 3%2% 95% 26% 5% 69% 19% 11% 70% 14% 21% 65% Þegar á heildina er litið er ég ánægð(ur) í starfi (n=271) *Starf mitt er metið að verðleikum (n=272) *Ég hef orðið var við einelti á mínum vinnustað (n=270) *Ég hugsa oft um að hætta í núverandi starfi (n=272) Ég tek mér veikindafrídag vegna þess að mér finnst vinnan erfið líkamlega (n=268) Ég tek mér veikindafrídag vegna þess að mér finnst vinnan erfið andlega (n=268) Ég tek mér veikindafrídag vegna þess að ég er ekki ánægð(ur) með yfirmann minn (n=269) *Samstarfsfólk hefur áhrif á það að mér líður ekki vel í vinnunni (n=269) *Stjórnunarhættir næsta yfirmanns hafa áhrif á það að mér líður ekki vel í vinnunni (n=269) *Ef annar yfirmaður væri stjórnandi á deildinni hefði ég meiri ánægju af vinnunni (n=269)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.