Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Qupperneq 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Qupperneq 56
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201352 íhugað að hætta (p=0,006). Á Suðurlandi ríkti meiri efi um að góð þjónusta væri forgangsverkefni hjá stofnuninni en í öðrum landshlutum (p=0,032). Einungis 52% svarenda á Suðurlandi voru ánægðir með skipulag og samstarf á deildinni en 80­90% í öðrum landshlutum (p=0,001). Á Suðurlandi voru fleiri óánægðir með næsta yfirmann sinn (p<0,001), mæltu síður en aðrir með því að næsti yfirmaður héldi áfram í starfi (p<0,001), fundu meira fyrir ágreiningi milli yfirmanns og starfsfólks (p<0,001) og fannst yfirmaður taka síður á ágreiningsmálum en svarendur í öðrum landshlutum (p<0,001). Svarendur á Suðurlandi töldu einnig fremur að samstarfsfólk ylli þeim vanlíðan (42% á móti 19­21% í öðrum landshlutum, p=0,011), að stjórnunarhættir næsta yfirmanns yllu þeim vanlíðan (38% á móti 11­13%, p<0,001) og töldu oftar en aðrir að betra væri að hafa annan yfirmann (30% á móti 5­16%, p<0,001). Á Vesturlandi höfðu færri svarendur en annars staðar fengið skipulagðan stuðning á fyrsta ári í starfi (p=0,009). Á Austurlandi fannst hins vegar fleiri svarendum þeir metnir að verðleikum en í öðrum landshlutum (p<0,001) og þar varð minnst vart við einelti (p=0,015). Lítill starfsstéttamunur var á viðhorfum til yfirstjórnar. Þó kom fram marktækur munur í fjórum þáttum (mynd 1 og 2, merkt #) varðandi ánægju með stjórnun stofnunar (p=0,048) og æðstu yfirmenn hennar (p=0,01). Aðstoðarfólk var síður óánægt en hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Starfsstéttamunur kom einnig fram varðandi það hvort skipulagður stuðningur hefði verið á fyrsta ári í starfi (aðstoðarfólk ánægðast, p=0,023) og hvort ágreiningur hefði komið upp milli yfirmanns og starfsfólks (sjúkraliðar fundu fremur fyrir þessu en aðrar stéttir, p=0,004). Hvað kulnunareinkenni varðar kom fram marktækur munur á Norður­ og Suðurlandi (p=0,025) varðandi tilfinningaþrot (tafla 1). Marktækur landshlutamunur var einnig varðandi starfsárangur en hann mældist marktækt hærri á Norðurlandi en á Vesturlandi (p=0,013). Sjúkraliðar sýndu meiri kulnunareinkenni en hjúkrunarfræðingar (p=0,02) og aðstoðarfólk (p=0,03) varðandi tilfinningaþrot. Hjúkrunarfræðingar mældust marktækt hærri í mati á starfsárangri en bæði sjúkraliðar (p=0,003) og aðstoðarfólk (p=0,03). Fyrir hlutgervingu var enginn marktækur munur, hvorki vegna búsetu né starfsstéttar (tafla 1). Tengsl stjórnunar við líðan í starfi Tengsl líðanar svarenda og viðhorfa til stjórnunarhátta voru fyrst athuguð með tilliti til fylgni spurninga úr almenna spurningalistanum við hvern undirflokk MBI­GS fyrir sig (e. bivariate, Spearman’s rank correlation). Marktæk fylgni kom fram milli fjölmargra spurninga um stjórnunarhætti og undirþátta MBI­GS­kvarðans, eða 25 spurninga við tilfinningaþrot, 25 við hlutgervingu og 12 við starfsárangur. Tilfinningaþrotum tengdust þættir eins og ímynd stofnunar, ánægja með stofnun, ákvörðun um að vera áfram á vinnustað næstu tvö árin, ánægja með núverandi vinnuaðstöðu, von um starfsframa, hvort vart hefði orðið ágreinings milli starfsfólks og yfirmanns og hvort stjórnunarhættir næsta yfirmanns yllu vanlíðan í vinnu. Fjölþáttaaðhvarfsgreining sýndi síðan vegið samband einungis átta þátta úr almenna spurningalistanum við MBI­GS (tafla 2). Fimm þættir tengdust tilfinningaþrotum á þann hátt að jákvæð ímynd stofnunar og góð vinnuaðstaða virtust draga úr tilfinningaþrotum, en neikvæðir þættir í stjórnun og samstarfi innan deildar auka tilfinningaþrot. Það að veita góða þjónustu og að vera metinn að verðleikum tengdist hlutgervingu og starfsárangri. Aðhvarfsgreiningin náði þó einungis að útskýra 23% af breytileikanum fyrir tilfinningaþrot og 12% fyrir hlutgervingu og starfsárangur (tafla 2). Mynd 3. Samantekt svara við tíu spurningum (fullyrðingum) sem endurspegla viðhorf heilbrigðisstarfsfólks hjúkrunardeilda á landsbyggðinni til starfsánægju og líðan í starfi. Marktækur munur m.t.t. búsetu er merktur * fyrir framan fullyrðingarnar. Marktektarmörk miðast við p<0,05. Sammála Veit ekki Ósammála 90% 4% 6% 60% 24% 16% 33% 11% 56% 24% 7% 60% 4%2% 94% 4%2% 94% 3%2% 95% 26% 5% 69% 19% 11% 70% 14% 21% 65% Þegar á heildina er litið er ég ánægð(ur) í starfi (n=271) *Starf mitt er metið að verðleikum (n=272) *Ég hef orðið var við einelti á mínum vinnustað (n=270) *Ég hugsa oft um að hætta í núverandi starfi (n=272) Ég tek mér veikindafrídag vegna þess að mér finnst vinnan erfið líkamlega (n=268) Ég tek mér veikindafrídag vegna þess að mér finnst vinnan erfið andlega (n=268) Ég tek mér veikindafrídag vegna þess að ég er ekki ánægð(ur) með yfirmann minn (n=269) *Samstarfsfólk hefur áhrif á það að mér líður ekki vel í vinnunni (n=269) *Stjórnunarhættir næsta yfirmanns hafa áhrif á það að mér líður ekki vel í vinnunni (n=269) *Ef annar yfirmaður væri stjórnandi á deildinni hefði ég meiri ánægju af vinnunni (n=269)

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.