Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201350 Valviðmið var hjúkrunardeild með að minnsta kosti 20 stöðugildum. Kynningarbréf voru send til viðkomandi hjúkrunar­ forstjóra og þeir beðnir um að samþykkja þátttöku og aðstoða við dreifingu rannsóknargagna til alls starfsfólks við hjúkrun og umönnun á viðkomandi deildum. Matstæki Spurningalista var dreift til starfsfólks á vinnustað og svörum safnað í innsiglaða kassa, merkta rannsakanda. Notaður var hluti spurningalista Ómars H. Kristmundssonar (2007) úr rannsókn hans á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Spurningar voru valdar úr eftirfarandi efnisflokkum: starf og starfsánægja, samskipti og samstarf, stjórnun og stjórnunarþættir og viðhorf til stofnunar. Bætt var við bakgrunnsspurningum, svo sem um starf, starfsaldur og heilsufar. Allar spurningar voru lokaðar, með fimm svarmöguleikum á Likert­kvarða (mjög sammála, sammála, veit ekki, ósammála, mjög ósammála) sem við úrvinnslu voru dregnir saman í þrjá möguleika til hagræðingar (sammála, veit ekki, ósammála). Við greiningu var spurningum skipt í þrjá flokka, í fyrsta lagi spurningar um viðhorf til stofnunarinnar og yfirstjórnar (11 spurningar) (mynd 1), í öðru lagi viðhorf til næsta stjórnanda, skipulags og samstarfs á viðkomandi deild (10 spurningar) (mynd 2) og í þriðja lagi starfsánægju og líðan (10 spurningar) (mynd 3). Auk þess var spurningalistinn „Maslach Burnout Inventory­ General Survey (MBI­GS)“ lagður fyrir starfsfólk með leyfi Acadia University í Kanada. Um er að ræða staðlaðan mælikvarða á kulnun í starfi (Schaufeli o.fl., 1996). Í MBI­GS­spurningalistanum eru 16 spurningar sem er skipt í þrjá undirflokka við greiningu, hver flokkur endurspeglar mismunandi þætti sem tengjast kulnun í starfi. Þessir undirflokkar eru tilfinningaþrot (5 spurningar), hlutgerving (5 spurningar) og starfsárangur (6 spurningar). Svarmöguleikar fyrir hverja spurningu eru á kvarðanum 0­6 og því er möguleg spönn gilda 0­30 fyrir tilfinningaþrot og hlutgervingu, en 0­36 fyrir starfsárangur. Kulnun er talin lítil ef mæligildi eru lág fyrir tilfinningaþrot og hlutgervingu, en há fyrir starfsárangur (Peters o.fl., 2006). MBI­GS hefur verið margprófaður með tilliti til áreiðanleika og réttmætis og meðal heilbrigðisstarfsmanna hafa undirþættir hans mælst með áreiðanleikastuðul (Cronbachs­alfa) á bilinu 0,73 til 0,91 (Leiter og Schaufeli, 1996). Áreiðanleikastuðull í rannsókn okkar var 0,73 fyrir tilfinningaþrot, 0,67 fyrir hlutgervingu og 0,77 fyrir starfsárangur. Siðfræði Rannsóknin var tilkynnt Persónuvernd (S4428/2009) og leyfi fengið hjá Vísindasiðanefnd (VSNb2009080012/03.7). Þátttakendur fengu kynningarbréf og svörun spurningalistans jafngilti upplýstu samþykki. Enginn var þvingaður til þátttöku og svör voru ópersónugreinanleg. Úrvinnsla Til að meta hvort afstaða til skipulags, stjórnunarhátta og samstarfs væri háð skiptingu svarenda eftir búsetu eða starfsstétt voru gerð krosspróf/kí­kvaðratpróf. Við greiningu á svörum við MBI­GS­listanum voru reiknuð út meðaltöl og staðalfrávik. Framkvæmd var dreifigreining (one­way ANOVA) til að finna hugsanlegan mun á meðalgildi hvers undirflokks eftir búsetu og starfsstétt. Þar sem marktækur munur kom fram í dreifigreiningunni milli landshluta eða starfsstétta var Bonferroni­eftirpróf (post­hoc test) gert til að finna hvar munurinn lægi. Til að meta hugsanleg tengsl líðanar og afstöðu til stjórnunarhátta var fyrst athugað hvaða breytur spurningalistans sýndu marktæka fylgni við MBI­GS (Spearman’s correlation coefficient). Síðan var gerð fjölþátta­ aðhvarfsgreining (stepwise multiple regression) fyrir hvern undirflokk með þeim breytum sem sýnt höfðu marktæka fylgni við viðkomandi kvarða. Notað var tölfræðiforritið SPSS 12.0. Marktækni miðaðist við 0,05. NIÐURSTÖÐUR Tólf meðalstórar heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar tóku þátt, samtals 14 hjúkrunardeildir. Til að tryggja órekjanleika gagna við greiningu eftir landshlutum voru stofnanir á Vestfjörðum flokkaðar með Vesturlandi, og stofnanir á Suðurnesjum flokkaðar með Suðurlandi. Sendir voru út 410 spurningalistar í nóvember 2009. Til baka bárust 304 svör, svarhlutfall 74%. Svör hjúkrunarstjórnenda (n=13) voru útilokuð og ógildir listar voru 17, svo alls fengust 274 svör til gagnagreiningar. Konur voru 270 (98,5%). Hjúkrunarfræðingar voru 21,4% svarenda, sjúkraliðar 39,3% og aðstoðarfólk 39,3%. Svarendur yngri en 30 ára voru 9,9%, 52,6% voru 30­49 ára og 37,5% 50 ára eða eldri. Starfsaldur var 5 ár eða minna hjá 50,6% svarenda, 21,7% höfðu starfað í 6­10 ár, en 27,7% lengur en í 10 ár. Frá Norðurlandi bárust 33,6% svara, Suðurlandi 28,1%, Austurlandi 22,6% og frá Vesturlandi 15,7%. Vinnuálag var mjög eða frekar mikið að sögn 64,2% svarenda, 33,6% töldu vinnuálag hæfilegt og 2,2% lítið. Um 90,9% svarenda hafði veikst á undangengnum 12 mánuðum, en langtímaveikindi (≥ 36 dagar) voru aðeins hjá sjö svarendum. Viðhorf til stofnunar og æðstu yfirmanna Starfsfólk var almennt jákvætt í garð stofnunar sinnar (mynd 1) og töldu skjólstæðinga vera ánægða með þjónustuna. Einungis um helmingur svarenda var þó ánægður með yfirstjórn og æðstu yfirmenn stofnananna og aðeins um fimmtungur svarenda var ánægður með laun sín eða taldi sig eiga möguleika á starfsframa innan stofnunarinnar. Stjórnun, samskipti og samstarf Mynd 2 sýnir að langflestir svarendur voru ánægðir með næsta yfirmann sinn, vinnuaðstöðuna, skipulag og samstarf innan deildar. Rúmlega helmingur (59%) taldi yfirmann sinn hafa frumkvæði að bættum vinnubrögðum. Álíka margir mæltu með núverandi yfirmanni áfram í starfi, en færri (45%) töldu yfirmann sinn taka strax á ágreiningsmálum. Starfsánægja og líðan í starfi Níu af hverjum tíu svarendum voru í heildina ánægðir í starfi sínu (mynd 3). Meirihlutinn taldi starf sitt metið að verðleikum og mjög fáir höfðu þurft að taka sér veikindadag vegna vinnutengdra ástæðna. Þriðjungur svarenda hafði þó orðið var við einelti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.