Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 37
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 33 Ég hef alltaf haft áhuga á myndlist og hef lagt það í vana minn að sækja söfn víða um heiminn. Margir listamenn sögunnar hafa heillað mig og er Erró í miklu uppáhaldi. Oft hef ég hugsað að gaman væri að skoða þessa veröld betur, skilja myndlist, gæði hennar og eiginleika. Aldrei hafði hvarflað að mér að mála, en svona gerast hlutirnir svo oft í lífinu. Allt í einu dettur maður inn um aðrar dyr og fær aðra sýn á veröldina og það er dásamlegt. Ég kynntist listamanninum Borghildi Önnu og hef verið í einkatímum hjá henni í mörg ár, bæði í kennslu í listasögu og málaratækni. Fyrst byrjaði ég að vinna með kolum en svo tóku vatnslitirnir við. Þeir áttu ekki við mig, að vinna með akrýl er það sem mér hentar best. Það er gott að mála, hvíla hugann, hlusta á tónlist og vera í allt öðrum heimi. Loksins er ég farin að læra að taka nokkur skref frá myndinni þegar ég mála, horfa vel, spá í litina og skapa sögu í kringum hverja mynd fyrir sig. Heimur málaralistarinnar er einstakur og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Það er ekki svo langt síðan ég lauk við þessa mynd en fyrir mér lýsir hún ofbeldi, vanrækslu og misnotkun. Myndin nefnist EKKI SNERTA MIG. Ofbeldi gagnvart börnum hefur lengi viðgengist vegna þagnar og aðgerðaleysis samfélagsins. Kristín Þórarinsdóttir er hjúkrunarfræðingur á heilsu gæslustöð Seltjarnarness og rekur ásamt öðrum fyrirtækið PDCA­ráðgjafar. Það sérhæfir sig í að aðstoða önnur fyrirtæki við að koma á fót stjórnkerfi samkvæmt ISO 9001/2000­gæðastaðlinum. Kristín Þórarinsdóttir, stinasigga@gmail.com HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG LISTAMAÐUR Ánægjulegt er að kynna fyrir lesendum Kristínu Þórarinsdóttur, hjúkrunarfræðing á Seltjarnarnesi, en þegar hún stundar ekki hjúkrun tjáir hún sig á striga. Einn lesandi vildi koma því á framfæri að oftast hefði verið talað um saltvatnstæki. Það orð virðist hins vegar hafa dottið út við einnotabyltinguna og vökvagjafarsett komið í staðinn. Þegar þessi lesandi og hjúkrunarkona kom í vinnu eftir nokkurra ára hlé skildi hana enginn þegar hún spurði hvar saltvatnstækin væru geymd. Líklega hafa þessi margnota tæki sums staðar verið í notkun aðeins lengur en talað var um í myndatextanum eða eitthvað fram á sjöunda eða jafnvel áttunda áratuginn. Svo tóku einnota vökvagjafarsettin alveg við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.