Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 16
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201312 Fyrir nokkrum áratugum voru á Íslandi örfáir hjúkrunarfræðingar með doktorspróf en nú fjölgar þeim ört. Tímarit hjúkrunarfræðinga mun fylgjast með þessari þróun og reyna að komast að því hvað hún þýðir fyrir hjúkrun. Hér er kynntur einn nýr doktor. „RANNSÓKNIR EIGA AÐ SNÚAST UM AÐ GERA HEIMINN BETRI“ Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir er nýkomin heim úr doktorsnámi og starfar nú sem verkefnastjóri á rannsóknarstofu í bráða­ fræðum á Landspítala. Hún útskrifaðist 1997 og fór þá á sérleið eins og það hét á Land spítalanum á Hringbraut. Sérleiðin fól meðal annars í sér að vinna á þrem deildum fyrsta árið. Hún valdi hjartadeild, bráða móttöku og skurðlækningadeild og heillaðist þá af hjúkrun aðgerðar­ sjúklinga. „Ég hafði áhuga á að sinna sárum, stómum, drenum og öllu sem því tilheyrir en það fannst mér skemmtilegt,“ segir hún. Henni fannst þó ekki óvissan kringum sameiningu deilda á Landspítala Christer Magnusson, christer@hjukrun.is eins skemmtileg og ákvað að fara í frekara nám. Hún náði að taka öll skyldu­ námskeið í meistaranámi en fluttist svo 2003 til Svíþjóðar með manni og tveim litlum börnum. Þau settust að í Borås en í Gauta borg skammt frá fann hún nám í hjúkrun aðgerðarsjúklinga sem hún gat fengið metið sem valnámskeið í meistaranáminu. „Sex eða sjö vikum eftir að ég lenti í Svíþjóð var ég komin í námið og átti að kynna mig fyrir hinum á sænsku. Það gekk hálfbrösuglega en smám saman lærði ég sænsku. Einn dag í viku fór ég til Gautaborgar enda var ég þá komin með leikskólapláss fyrir börnin,“ segir Þórdís. Sem ritgerðarefni í meistaranáminu valdi hún að rannsaka reynslu sjúklinga með ristil­ og endaþarmskrabbamein af því að fara í aðgerð. Hún eignaðist svo þriðja barnið skömmu áður en hún varði ritgerðina heima á Íslandi í janúar 2006. Það árið tók hún það rólega, fjölskyldan flutti til Gautaborgar og hún fór svo að svipast um eftir vinnu þar. „Ég var ekkert sérstaklega spennt fyrir að fara í vaktavinnu. Maðurinn minn hafði mikla vaktabyrði í sínu starfi og við vorum með þrjú lítil börn og höfðum ekki stuðning frá fjölskyldunni. Ég fór því að kynna mér hvaða dagvinna væri í boði og vinkona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.